Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 31
Það er notalegt að hafa heila sundlaug fyrir sig.Bjarni Magnússon hreppstjóri syndir í bítið áhverjum morgni, þó að sundlaugin sé ekkiopin nema þrjá daga í viku. Það eru forrétt- indin sem fylgja því að vera eftirlitsmaður laug- arinnar. Gamla gufan ómar um búningsklefann og sundlaug- in er 32 gráða heit, – sundlaug í Grímsey! Það er af sem áður var þegar vatn var hirt af húsþökum og tunnur og ílát látin út þegar rigndi. Börn voru jafnvel böðuð öll í sama balanum og síðan fóru foreldrarnir í restina. Nú nýtur Bjarni þess að synda og segir að það vanti aðeins heitan pott vestan megin við húsið. Nóg sé af heitu vatni, sem hann veit manna best, því hann er líka vatnsveitustjóri. Auk þess verði borað eftir heitu vatni í haust og hafi þegar farið fram fjórar tilraunaboranir. Eftir sundið er ekki flókið að finna Miðtún þar sem Bjarni býr, því sunnan hússins stendur hátt mastur. Á sumrin dregur hann siginn fisk efst upp í mastrið; flugurnar ná ekki svo hátt. Á haustin er signi fiskurinn neðar, því þá er engin fluga. Það flækist ekki fyrir Bjarna 76 ára gömlum að príla efst upp í mastrið og standa á bitunum til að skipta um ljósaperu. Hann er laus við lofthræðslu, enda sígur hann enn í björg, þó að í vor hafi hann ekki komist vegna veðurs, – í fyrsta skipti síðan hann var 13 ára. Við norðurendann á húsinu er báturinn Fiske og á honum hefur barnabarn og alnafni Bjarna farið með afa sínum á hákarlaveiðar. „Um leið og hákarlinn kom um borð lagði hann sig,“ segir Bjarni og kímir. „Hann er á kafi í sjómannaalmanökum og veit allan fjandann um báta og útgerð. Síðast rerum við saman fyrir tíu dögum, svo þurfti ég að flaka, salta og hengja upp. Daginn eftir sagði hann: „Afi, eigum við ekki að skreppa aftur?“ Bjarna þykir fiskurinn bestur beint úr sjónum. „Ég set hann gjarnan beint í pottinn í bátnum, lifrina og allt saman. Ég segi fyrir mig að þegar ég fæ nýja ýsu er ég ekki í rónni fyrr en búið er að flaka og snyrta, skafa roð- ið og ganga frá henni. Og þegar um kvöldmatarleytið frysti ég hana. Ég á gamlan kunningja, togarasjómann í Siglufirði, sem segir að ýsan sé ekki étandi nema hún hafi verið þrjá daga í ís. Ég bað hann nú vel að lifa. Áð- ur fyrr var ekki gert út á veturna, en árabátar settir út í þokkalegu veðri til að fiska nýtt í matinn. Þá var farinn rúnturinn, gefið á bæina og soðið nýtt um kvöldið.“ Bjarni er vitavörður og öllum hnútum kunnugur þar, eins og sjá má þegar hann klifrar fimlega upp þrönga stigana á þak vitans. Þegar hann lyftir hleranum heyrist óp og hressilegur hlátur, svo kallar hann: „Sáuð þið flugnamökkinn! Ger alveg maður!“ Útsýnið er tilkomumikið af þakinu yfir bjargið sem stendur uppi í hárinu á Atlantshafinu, hæst hundrað metrar. „Hér er stundum gusugangur,“ segir Bjarni. „Einu sinni kastaðist hér upp stærðar spýta.“ „Viti menn,“ segir ljósmyndarinn og smellir af. Hér er stundum gusugangur Alnafnar Bjarni Magnússon ásamt afa sínum og alnafna við bátinn Fiske. Outlander 4X4 Öflug tveggja lítra 136 hestafla vél Staðalbúnaður: • Sítengt aldrif • Álfelgur • Vindskeið • Þakbogar • Skyggðar rúður • ABS hemlalæsivörn • Mikil veghæð, 19,5 cm 26.116 kr. á mánuði 2.495.000 kr. Flottur sportjeppi á frábæru verði Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.