Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 43

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 43
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 43 4 www.sigurdurkari.is Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Halldór Blöndal „Það hefur vakið sérstaka eftirtekt mína hversu Sigurður Kári er harðskeyttur og öflugur málsvari Sjálfstæðisflokksins og hversu vel undirbúinn og atorkusamur hann er í öllum sínum störfum á Alþingi.“ „Sigurvissan sé ég hann, með sveip í hári. Í fjórða sætið - Sigurður Kári.“ Þorsteinn Davíðsson lögfræðingur Jóna Gróa Sigurðardóttir fyrrv. borgarfulltrúi Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Borgar Þór Einarsson formaður SUS Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Byko Páll Gíslason, læknir Sif Sigfúsdóttir varaborgarfulltrúi Gunnar Jóhann Birgisson hæstaréttarlögmaður Guðmundur H. Garðarsson fyrrv. alþingismaður Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona Halldór Blöndal fyrrv. forseti Alþingis Hanna Birna Kristjánsdóttir „Sigurður Kári skilur mikilvægi þess að frelsi einstaklingsins sé í öndvegi allra ákvarðana á vettvangi stjórnmálanna. Það hefur hann sýnt í störfum sínum á Alþingi og fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þess vegna styð ég hann heilshugar.“ Við styðjum Sigurð Kára Kristjánsson í 4. sæti Hanna Birna forseti borgarstjórnar Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaður Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR Jónas H. Haralz, fyrrv. bankastjóri Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Hef opnað stofu í Læknastöðinni í Glæsibæ, aðgerðir á sama stað ORRI ÞÓR ORMARSSON Sérgrein BARNASKURÐLÆKNINGAR, ALMENNAR SKURÐLÆKNINGAR Tímapantanir alla daga í síma 535 6800 Þ ar sem ég er komin af allra léttasta skeiði og barnshafandi bauðst mér á dögunum að láta hnakkaþykktarmæla barnið sem ég geng með. Vökvinn í hnakkagrófinni er mældur með són- arskoðunartæki og ef hann er óeðli- lega mikill bendir það til að hugs- anlega sé um einstakling með Down-syndrome að ræða. Þó er ekki hægt að skera úr um það með fullri vissu. En þá er hægt að láta taka sýni úr legvatni eða fylgju til að komast nær sannleikanum en að vísu er þá örlítil hætta á fósturmissi. En nútíminn býður upp á að því er virðist endalausar leiðir til að rannsaka börn í móðurkviði. Þar sem við búum í Hollywood þar sem vitfirrtar stjörnur eiga þess kost að kaupa sér sónartæki og fylgjast með afkvæmum sínum dag- lega var ýmislegt við þessa lækn- isskoðun sem kom mér undarlega fyrir sjónir. Ég hef ekki áður staðið frammi fyrir þeim kosti að geta haft svo mikið að segja um afdrif barnsins sem ég geng með. Áður en hnakki barnsins var mældur var okkur hjónum boðið upp á genetíska ráðgjöf. Á móti okkur tók fram úr hófi gleiðbrosandi kvenmaður sem virt- ist líkari eitilhörðum sölumanni en skólasystur Kára Stefánssonar. Fraukan virtist barnung og því brá mér heldur í brún þegar hún sagði glaðbeitt að fyrir fimmtán ár- um þegar hún hóf störf hjá fyr- irtækinu hefði hún ekki getað boðið upp á neitt af þessum dásamlegu nýjungum sem hún var um það bil að fara að leiða okkur í sanninn um. Við vorum rétt búin að hitta kon- una og mér var strax orðið í nöp við hana. Þetta var stökkbreyttur and- skoti, það fór ekki á milli mála. Hvernig fór hún að því að líta svona vel út? Hún kynnti hverja rannsókn fyrir sig líkt og um vörur í verslun væri að ræða. Síðan teiknaði hún niður á blað af mikilli færni ættartré okkar beggja þar sem við eftir bestu getu reynd- um að rifja upp þær meinsemdir sem hafa hrjáð fjölskyldumeðlimi okkar í gegnum aldirnar og fram á okkar daga. Ég hef nú ekki legið í sjúrnölum fjölskyldunnar, því gekk okkur hjónum ekkert sérlega vel í þessu minnisprófi enda af hraustu fólki komin svona gegnumsneitt. En þegar hingað var komið sögu var ég gjörsamlega miður mín og sannfærð um að eitthvað væri að. Því hræðsluaðferðin hefur tilætluð áhrif. 1. Yfirheyra fólk í lengd og breidd um hugsanlega sjúkdóma sem leyn- ast í ættum þeirra. 2. Bjóða síðan upp á rannsókn- arleiðir til að sjá fyrir hina og þessa galla þó með þeim formerkjum að ekkert sé óbrigðult í þeim efnum. 3. Kynna leiðir til að borga slíkar rannsóknir því ekki eru þær ókeyp- is. 4. Í framhjáhlaupi nefna þann val- kost að ef um einhvern hugsanlegan genagalla sé að ræða, gefist manni kostur á að láta eyða fóstrinu allt fram að tuttugustu viku meðgöngu. 5. Að endingu spyrja elskulega hvað manni hugnist að láta fram- kvæma í dag. Ekki ólíkt því þegar maður fer og lætur klippa sig. Ég spurði yngri dóttur mína ein- hverju sinni hvar hún hefði verið áð- ur en hún fæddist. Það stóð ekki á svörunum. Hún sagðist hafa verið uppi í skýjunum og fylgst með mér úr glugganum hjá Guði. Að því búnu hefði hún val- ið að ég yrði mamma hennar. Mér lætur betur að hallast að þeirri sið- fræði að börnin velji okkur en ekki öfugt. Óhreinu börnin hennar Evu HUGSAÐ UPPHÁTT Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir steinunnolina@mbl.is ’Ég hef nú ekki legið ísjúrnölum fjölskyld- unnar, því gekk okkur hjónum ekkert sérlega vel í þessu minnisprófi.‘ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.