Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 44
44 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
U
m næstu áramót verður veruleg
breyting á stöðu og rekstrarum-
hverfi sjálfstætt rekinna grunn-
skóla, þ.e. skóla sem sveitarfélögin
reka ekki sjálf. Síðastliðið vor var
samþykkt á Alþingi frumvarp Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra til breytinga á grunnskólalögum, sem taka
gildi um áramót. Á meðal þeirra eru ákvæði, sem
bæði treysta rekstrargrundvöll þeirra fáu sjálfstæðu
skóla, sem í dag eru reknir í samkeppni við skóla
sveitarfélaganna og ættu jafnframt að auðvelda
stofnun nýrra sjálfstæðra skóla. Strax á næsta ári
gætu þannig, ef rétt er á haldið, opnazt ný tækifæri
til að auka fjölbreytni og samkeppni í skólakerfinu og
ekki síður frelsi foreldra til að velja um skóla fyrir
börn sín.
Sterkari staða sjálfstæðra skóla
Í
eldri grunnskólalögum var kveðið á um að
menntamálaráðherra gæti leyft að stofn-
aðir væru einkaskólar, en sérstaklega
tekið fram að þeir ættu enga kröfu á fjár-
framlagi frá skattgreiðendum. Í nýju lög-
unum er í fyrsta lagi kveðið á um að
menntamálaráðherra sé heimilt að viðurkenna
grunnskóla eða hluta grunnskóla, sem reknir séu af
öðrum en sveitarfélögum í formi sjálfseignarstofn-
unar, hlutafélags eða samkvæmt öðru viðurkenndu
rekstrarformi. Það er hins vegar gert að skilyrði að
samþykki sveitarfélags um stofnun skólans liggi
fyrir og það samþykki er heimilt að binda við ákveð-
inn hámarksfjölda nemenda. Í öðru lagi er kveðið á
um að grunnskólar, sem hljóta viðurkenningu ráð-
herra og samþykki sveitarfélagsins, eigi rétt á
framlagi úr sveitarsjóði til starfsemi sinnar vegna
nemenda, sem eigi lögheimili í því sveitarfélagi, sem
skólinn starfar í. Framlagið skal nema að lágmarki
75% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar
allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í
landinu á hvern nemanda samkvæmt útreikningum
Hagstofunnar. Þetta hlutfall gildir fyrir skóla með
allt að 200 nemendum en fyrir stærri skóla skal
framlagið vera að lágmarki 70% af meðaltalinu fyrir
hvern nemanda umfram þann fjölda.
Í nýju grunnskólalögunum er ekkert sagt um
skólagjöld við sjálfstætt rekna grunnskóla, en gera
verður ráð fyrir því að fyrst lágmarksframlagið er
bundið við 70–75% af meðalrekstrarkostnaði
grunnskóla geti verið þörf fyrir að foreldrar greiði
skólagjöld til að vega upp mismuninn. Í ýmsum ná-
grannalöndum okkar, þar sem sjálfstæðir skólar
eiga rétt á framlagi úr ríkis- eða sveitarsjóðum, er
það hins vegar gert að skilyrði að þeir innheimti
ekki skólagjöld, enda fái þeir sama stuðning og
skólar sem hið opinbera rekur. Af greinargerð með
frumvarpi menntamálaráðherra má helzt skilja að
hlutfallið hafi verið haft þetta lágt hér til að gæta
þess að „ekki verði skapaðir beinir fjárhagslegir
hvatar til stofnunar og reksturs grunnskóla“.
Svo má líka gera sér í hugarlund að mennta-
málaráðherra hafi ekki viljað ganga lengra gagn-
vart sveitarfélögunum, þar sem víðast hvar hefur
verið lítill áhugi á rekstri sjálfstæðra skóla. Frá því
eru þó undantekningar. Í Reykjavík eru flestir
einkareknir grunnskólar á landinu, sex talsins.
Reykjavíkurlistinn hélt þessum skólum í markvissu
fjársvelti og hafði engan áhuga á rekstri þeirra fyrr
en undir blálokin, þegar Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, þáverandi borgarstjóri, sneri skyndilega við
blaðinu og lýsti jákvæðu viðhorfi til þeirra. Í Garða-
bæ er svo rekinn Barnaskóli Hjallastefnunnar. Þar
fá öll börn sama fjárstuðning til náms, sama hvort
þau ganga í skóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum
eða í skóla sem sveitarfélagið rekur.
Sátt um gjaldfrjálsan grunnskóla
F
yrirkomulagið í Garðabæ hefur gef-
izt vel. Skóli Hjallastefnunnar er að
fullu fjármagnaður af sveitarfé-
laginu og foreldrar greiða ekki
skólagjöld. Þetta er í samræmi við
þá almennu skoðun í samfélaginu,
að menntun barna eigi að vera gjaldfrjáls. Tillögum
um einkarekstur og valfrelsi í skólakerfinu er oft
ruglað saman við hugmyndir um að afnema eigi
jafnrétti til náms og búa til sérstaka einkaskóla fyr-
ir fína fólkið. Eina stjórnmálaaflið, sem gert hefur
alvarlega tilraun til slíks á Íslandi undanfarin ár, er
Reykjavíkurlistinn, sem þvingaði einkarekna skóla
í Reykjavík til að hækka skólagjöld sín verulega
með því að greiða miklu lægri upphæð með hverju
barni en í skólum borgarinnar.
Æ fleiri átta sig á því að þótt sjálfsagt sé að hið
opinbera standi straum af kostnaði við grunnskóla-
menntun og sinni því hlutverki að ákveða skipulag
hennar, semja námskrá og hafa eftirlit með gæðum
skólastarfs er ekkert sem segir að hið opinbera
verði að reka alla skóla. Þvert á móti getum við
fengið miklu betra skólakerfi með því að fleiri veiti
þessa mikilvægu almannaþjónustu og kraftar sam-
keppninnar séu virkjaðir.
Þetta er afstaða Samtaka sjálfstæðra skóla, sem
stofnuð voru í fyrra. Á ráðstefnu, sem samtökin
héldu í byrjun þessa árs, sagði Margrét Pála Ólafs-
dóttir, formaður þeirra og stofnandi Hjallastefn-
unnar: „Hér á Íslandi eru engir að biðja um einka-
skóla þar sem foreldraframlög stjórna ferðinni. Hjá
Samtökum sjálfstæðra skóla trúum við því að það
séu framlög hins opinbera sem eigi að standa
straum af uppeldi og menntun barna og það er eng-
inn vafi í okkar hug að það er jafnrétti barna og for-
eldra. Það er aðeins áherslu- og útfærsluatriði
hvernig við stöndum að því máli.“
Sjálfstæðir skólar í Svíþjóð
Þ
að er forvitnilegt að skoða reynslu ná-
grannalanda okkar af því að innleiða
valfrelsi og samkeppni í hinu al-
menna skólakerfi. Hér á þessum
vettvangi hefur áður verið fjallað um
skólakerfið í Hollandi, þar sem löng
hefð er fyrir rekstri sjálfstæðra skóla, m.a. á vegum
félagasamtaka og safnaða, og samkeppni þeirra við
skóla hins opinbera. Við getum líka horft til Sví-
þjóðar, en þar hefur löggjöf um sjálfstæða skóla nú
verið í gildi í hálfan annan áratug. Nýlega kom út
ritgerðasafn um valfrelsi í menntakerfinu á vegum
Adam Smith Institute í Bretlandi, sem heldur á lofti
málstað markaðslausna. Þar er að finna grein eftir
Svíann Michael Sandström um reynsluna af rekstri
sjálfstæðra skóla í heimalandi hans.
Löggjöf um valfrelsi og sjálfstæða skóla var sam-
þykkt í tíð ríkisstjórnar borgaraflokkanna, sem sat í
Svíþjóð undir forsæti Carls Bildt á árunum 1991–
1994. Ólíkt mörgum öðrum breytingum, sem sú rík-
isstjórn kom í gegn, var ekki snúið aftur til fortíðar
eftir að sósíaldemókratar náðu völdum á ný í kosn-
ingunum 1994. Þeir lögðu reyndar til ýmsar tak-
markanir á því frelsi, sem í lögunum fólst, en vegna
stuðnings græningja við hugmyndir borgaraflokk-
anna um valfrelsi í skólamálum náðu þær aldrei
fram að ganga (græningjar senda börn sín gjarnan í
t.d. Waldorf-skóla eða aðra skóla sem starfa eftir
annarri hugmyndafræði en þeirri viðteknu).
Allir nemendur í Svíþjóð eiga nú rétt á að velja
um skóla, hvort heldur er um skóla rekinn af sveit-
arfélögum eða sjálfstæðan skóla. Skóli, sem fær við-
urkenningu hjá Fræðslumiðstöð ríkisins (Skol-
verket), á rétt á að fá greiðslu með hverjum
nemanda frá sveitarfélaginu, þar sem hann starfar.
Greiðslan á að samsvara meðalkostnaði á nemanda
í skólum sveitarfélagsins sjálfs. Fræðslumiðstöð-
inni ber að veita sjálfstæðum skólum viðurkenn-
ingu, burtséð frá því hver á þá eða rekur, svo fremi
þeir uppfylli nokkur skilyrði. Viðkomandi þurfa
þannig að sýna fram á fjárhagslega og faglega burði
til að reka skóla, aðhyllast lýðræðisleg grundvall-
argildi og tryggja nemendum menntun í samræmi
við aðalnámskrá. Sjálfstæðu skólunum er ekki
heimilt að leggja á skólagjöld nema í undantekning-
artilvikum og þeir mega ekki mismuna nemendum
eftir námsárangri við innritun. Það er heimilt að
taka tillit til góðs árangurs í tónlist eða íþróttum, en
ekki t.d. í stærðfræði. Sandström segir að þannig sé
í raun búið að útiloka að búnir séu til sérskólar fyrir
þá, sem bezt standa að vígi.
Sjálfstæðum skólum hefur fjölgað gríðarlega í
Svíþjóð eftir að lögin tóku gildi. Þá voru sjálfstæðir
skólar 70 talsins og menntuðu færri en 1% nemenda
í grunn- og framhaldsskólum. Nú eru skólarnir hins
vegar tæplega 800 og hátt í 10% sænskra nemenda
stunda þar nám. Sandström segir að mikilvæg for-
senda fyrir þessari hröðu fjölgun hafi verið að úti-
loka ekkert rekstrarform á sjálfstæðum skólum.
Það sé leyfilegt að reka skóla í hagnaðarskyni og
þess vegna hafi orðið til menntafyrirtæki, sem reki
nokkra skóla (eins og Hjallastefnan ehf. gerir hér á
landi). Fyrirtæki, sem rekin séu í hagnaðarskyni,
hafi hvata til að vaxa, sem t.d. sjálfeignarstofnanir
hafi síður. Þannig stækki skólar, sem reknir eru í
hagnaðarskyni, en hinir, sem ekki sækist eftir
hagnaði, búi frekar til biðlista.
Mótrökin og reynsla Svía
Í
grein sinni rekur Sandström fimm mót-
rök gegn valfrelsi og einkarekstri í skóla-
kerfinu, sem komu fram í umræðum um
nýju löggjöfina á sínum tíma. Allar eru
þessar röksemdir kunnuglegar úr um-
ræðum um menntamál hér á landi.
Í fyrsta lagi var því haldið fram að sjálfstæðir
skólar myndu laða að sér bæði beztu nemendurna
og kennarana og hafa í för með sér að gæði náms í
Laugardagur 14. október
Reykjavíkur
13. október 1946: „Það kann
vel að vera, að áhugi sumra
þingmanna sje nú annar en
áður fyrir framkvæmd fyrr-
verandi stjórnarstefnu. Hitt
er víst, að áhugi almennings
hefir í þessum efnum ekki
breyst.
Það sjerstæða fyrirbrigði
liggur fyrir, að stjórnin hef-
ir sprungið, – ekki á fram-
kvæmd stefnu sinnar, –
heldur á sjerstæðu máli,
sem efnislega raskar á eng-
an hátt við grundvelli
stjórnarsamstarfsins.
Verður ekki með öllu
sjeð, hvaða áhrif slíkar að-
stæður kunna að hafa á til-
raunir til nýrrar stjórn-
armyndunar. En
málefnalegir örðugleikar til
samstarfs ættu að vera því
minni, sem minni ágrein-
ingur er um stjórnarstefn-
una. Bætist þá einnig hjer
við, að sá flokkurinn, sem
utan stjórnarinnar stóð,
hefir í vaxandi mæli lýst sig
fylgjandi nýsköpunarstefn-
unni, þótt greint hafi á um
framkvæmdaatriði.“
. . . . . . . . . .
14. október 1956: „Það er
athyglisvert að fyrstu laun-
in sem Hræðslubandalags-
flokkarnir fá fyrir að leiða
kommúnista aftur til valda
á Íslandi er stuðningur
þeirra við rangindin í kjör-
bréfamálinu.
Og þetta gera kommúnistar
blygðunarlaust eftir að þeir
höfðu manna mest deilt á
Hræðslubandalagið aðeins
fáum mánuðum fyrr í sum-
ar. Þeirra stefna er engin
önnur en sú að geta fengið
tækifæri til að koma ár
sinni fyrir borð í eina þjóð-
félaginu á Vesturlöndum
sem þeir eiga þátt í að
stjórna.
Það er „heiður“ Hermanns
að hafa veitt þeim tækifæri
til þess og nú uppsker hann
sigurlaunin.
En ekki er víst nema það
verði beisk uppskera og
fyrr en varir geta lárvið-
arsveigarnir, sem komm-
únistar bregða nú um höfuð
Hermanni orðið honum dýr-
ari vegsemd en hann sjálfan
grunar.“
. . . . . . . . . .
16. október 1966: „End-
urteknar fréttir um til-
raunir til þess að svívirða
stúlkubörn hafa vakið óhug
meðal alls almennings. Og
enn virðist rannsókn þeirra
atburða, sem orðið hafa síð-
ustu daga ekki hafa borið
fullnægjandi árangur.
Full ástæða er til þess að
krefjast þess af hlutaðeig-
andi aðilum, að allt kapp sé
lagt á að upplýsa slík mál
og öllum þeim starfs-
kröftum, sem fyrir hendi
eru, verði beint að þeim.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MERKILEGT FRAMTAK
Árni Magnússon, fyrrverandi fé-lagsmálaráðherra, hafði for-göngu um að einum milljarði
króna af svonefndum símapeningum,
þ.e. andvirði af sölu Landssímans til
einkaaðila, yrði varið til að bæta
þjónustu við geðfatlað fólk. Að auki
var ákveðið að veita 500 milljónir til
viðbótar úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra vegna búsetu- og stofnþjónustu
við geðfatlaða.
Til þess að undirbúa þessa auknu
þjónustu skipaði félagsmálaráðherra
sérstaka verkefnastjórn, sem starf-
aði undir forystu Dagnýjar Jónsdótt-
ur alþingismanns, ráðgjafarnefnd,
sem skipuð var notendum, aðstand-
endum þeirra og fagfólki, og fram-
kvæmdahóp fagfólks, sem ætlað er að
koma þjónustuúrræðum í fram-
kvæmd.
Sl. mánudag var svo kynnt ítarleg
skýrsla um þjónustu við geðfatlað
fólk en í þeirri skýrslu felst stefna og
framkvæmdaáætlun félagsmálaráðu-
neytis fyrir árin 2006 til 2010.
Hér er á ferðinni merkileg skýrsla
og sennilega sú viðamesta, sem hér
hefur verið tekin saman um málefni
geðfatlaðra. Og augljóst er að fram-
undan er stórfellt átak við að koma
þjónustu við þennan hóp geðfatlaðra
á sambærilegt stig og þekkist í ná-
grannalöndum okkar. Það virðist
nokkuð almenn skoðun, að sú þjón-
usta, sem veitt er úti í samfélaginu, sé
áratug eða einum og hálfum áratug á
eftir því, sem nú þykir sjálfsagt á öðr-
um Norðurlöndum.
Í skýrslunni er lögð áherzla á fjög-
ur grundvallaratriði. Í fyrsta lagi að á
tímabili þessarar framkvæmdaáætl-
unar verði reynt að tryggja, að geð-
fatlað fólk njóti sambærilegra lífs-
kjara og lífsgæða og aðrir þegnar
þjóðfélagsins. Í öðru lagi að fagleg
þekking og færni starfsfólks verði á
við það bezta, sem þekkist í Evrópu. Í
þriðja lagi að komið verði á gæðakerfi
á landsvísu og í fjórða lagi að byggt
verði upp samstarf við önnur lönd um
þróun þjónustu við geðfatlað fólk og
aðstandendur þess til þess að fylgjast
með með nýjasta, sem gerist hverju
sinni.
Í skýrslunni er lögð áherzla á að
þörfum geðfatlaðs fólks fyrir búsetu
verði fullnægt á nokkrum árum með
sérstöku átaki enda er það auðvitað
þjóðinni til skammar að nú er nokkur
hópur geðfatlaðra á götunni. Þá er
sérstaklega vikið að þjónustu vegna
atvinnu og endurhæfingar en á því
sviði hefur Klúbburinn Geysir starf-
að. Þá er fjallað um stoðþjónustu,
sem verður stöðugt mikilvægari og
hefur kannski verið meiri í orði en á
borði, þótt margt hafi vel verið gert á
því sviði.
Í skýrslunni eru einnig tekin upp
hin nýju viðhorf gagnvart fólki, sem
átt hefur við geðsýki að stríða, sem
mótast af því að ákvarðanir um mál-
efni þess séu ekki teknar nema í sam-
ráði við það og aðstandendur þess.
Fyrir þessum sjónarmiðum hafa
Héðinn Unnsteinsson, Elín Ebba Ás-
mundsdóttir og Auður Axelsdóttir
barizt af miklum krafti á seinni árum.
Nú eru þessi viðhorf að verða beinn
þáttur í stefnumörkun stjórnvalda.
Og loks er nokkur áherzla lögð í
skýrslunni á mikilvægi þess að kynna
fyrir almenningi og móta nútímalegri
viðhorf til fólks, sem átt hefur í stríði
við geðsjúkdóma.
Það er sérstök ástæða til að þakka
Árna Magnússyni fyrir frumkvæði
sitt að þessu starfi, Magnúsi Stefáns-
syni, núverandi félagsmálaráðherra,
fyrir að hafa fylgt því fast eftir, Þór
G. Þórarinssyni, skrifstofustjóra í fé-
lagsmálaráðuneyti, sem hefur verið
lykilmaður í þessari vinnu, og því
fólki öllu, sem komið hefur að þessari
skýrslugerð. Hún er grundvöllur að
því að á næstu árum verði blaðinu
snúið við og þjónusta við þá, sem
staðið hafa í erfiðri baráttu við illvíga
sjúkdóma, færð út í samfélagið, heim
til þeirra, á vinnustaði o.s.frv. Svo og
að þeir búi við mannsæmandi kjör í
búsetumálum. Þessi skýrsla verður
það grundvallarplagg, sem umræður
og aðgerðir munu byggjast á næstu
árin.