Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 46

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖNNUN GRUNNSKÓLANEMENDUR NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska o.fl. Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskóla. Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233www.namsadstod.is Hótel Hvolsvöllur Villibráðarhlaðborð Jólahlaðborð Gisting Einstaklingar, hópar og fyrirtæki leitið tilboða Sími 487-8050. Símabréf 487-8058. hotelhvolsvollur@simnet.is www.hotelhvolsvollur.is Hótel Hvolsvöllur Betra val Birgi Ármannsson a l þ i n g i s m a n n Sunnudagskaffi Við stuðningsmenn Birgis Ármannssonar, alþingismanns, bjóðum öllum sjálfstæðismönnum í sunnudagskaffi kosningamiðstöð okkar að Sætúni 8 (hjá húsi Heimilistækja), nú í dag, sunnudaginn 15. október, milli kl. 15.00-17.00. Í boði eru kaffiveiting- ar, skemmtiatriði og smáfólkinu ger- um við líka til hæfis. Svo er tilvalið að spjalla við frambjóðandann og annað sjálfstæðisfólk um baráttuna framundan. Þó að sýningarsalur Hönn-unarsafns Íslands sé ekki stórað flatarmáli hefur hann gegnt mikilvægu hlutverki í kynn- ingu á góðri hönnun, innlendri og er- lendri, þau ár sem safnið hefur starf- að. Um tíma hefur ríkt nokkur óvissa um framhald starfsemi hönnunar- safnsins en nú heyrist því hvíslað að niðurstöðu sé að vænta varðandi framtíð þessa safns þannig að kring- umstæður þess standa vonandi til bóta, bæði hvað varðar húsnæði og innri byggingu. Sýningin KVARTS er tilkomin fyrir atbeina fyrrverandi sendiherra Finnlands á Íslandi, Tom Söderman, og núverandi sendiherra, Kai Gran- holm. Leitað var eftir samvinnu við Hönnunarsafnið sem annaðist undir- búning sýningarinnar en hann hófst þegar í september 2005. Þó að undirritaður hafi komið að undirbúningi og gerð sýningarinnar leyfir hann sér að fara um hana nokkrum orðum ef það mætti vekja á henni áhuga. Eins er freistandi að skyggnast um baksvið þeirrar vel- gengni sem finnsk hönnun í gler- og leirlist hefur átt að fagna nú um ára- tuga skeið. Hið frjóa listaumhverfi í Fiskars Camilla Moberg og Karin Widnäs eru í dag í fremstu röð finnskra list- hönnuða á sviði gler- og leirlistar. Verk þeirra hafa verið kynnt víða um heim á undanförnum árum, vakið at- hygli og aðdáun, það verður að teljast verulegur fengur í að fá verk þeirra til sýningar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Báðar starfa þær og búa í hinu frjóa listaumhverfi sem orðið hefur til á síðustu tuttugu árum eða svo í Fiskars. Þar hefur nú risið fjölmennt hverfi listamanna, arkitekta, vöru- hönnuða og listhönnuða. Allt fram að árinu 1980 stóð Fisk- ars, eins og oft vill verða um eldri iðn- aðarumhvefi, frammi fyrir því að gamlar, fallegar og í raun sögulegar byggingar og minjar yrðu að víkja. Þorpið Fiskars var sett á stofn 1649 fyrir tilstilli Gústafs Adolfs II. Svíakonungs, sem vildi hlífa sænskum skógum í eigu krúnunnar frá því að verða járn- bræðsluofnum að bráð. Við hæfi þótti að nýta hið ríka skóglendi Finnlands sem þá var hluti sænska ríkisins. Nú hefur nýjum lífsanda verið blásið í gamlar byggingar þessa þorps og þær endurgerðar og lagað- ar að þörfum hönnunarsamfélagsins sem starfar að einhverju leyti í anda samvinnufélags. Járnverksmiðja Fiskars stendur þar enn föstum fótum í nýjum húsum sem hæfa kröfum nútímans við fram- leiðslu margháttaðra tækja sem vel eru þekkt í dag fyrir framúrskarandi hönnun. Glerið Camilla Moberg ( 1961) vinnur jöfnum höndum að hreinni listhönn- un í gleri, svo sem sjá má í vösum hennar, er hún kennir við, GEYSI, TAIFUN og IRIS, eða kertastjök- Gler og keramik frá Finnlandi Nú stendur yfir í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ sýning undir yfirskriftinni KVARTS á verkum finnsku hönnuðanna Camillu Moberg og Kar- inar Widnäs. Stefán Snæbjörnsson skrifar um hönn- uðina og sýninguna, sem lýkur í dag. Ljósmynd/W. Zakowski Taifun Rauði liturinn setur sterkan svip á þennan vasa eftir Camillu Moberg. Ljósmynd/Rauno Träskelin Leirpípur Leirverk eftir Karin Wid- näs. Hægt er að raða saman pípum nánast endalaust. Ljósmynd/Rauno Träskelin Við lindina Keramikveggskreyti á sýningunni eftir Karin Widnäs. Verkið er hugsað í tengingu við byggingarlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.