Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NOKKUR umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um samgöngu- mál undanfarin misseri og er ekki að undra. Það sem hins vegar vekur nokkra furðu er í hvaða farvegi umræð- an hefur farið. Í stað þess að ræða brýna þörf fyrir stórátak til að bæta íslenska vegi verður mönnum tíð- rætt um nauðsyn þess að taka upp strand- flutninga að nýju. Gef- ið er í skyn að það muni verða til þess að við losnum við af veg- unum vöruflutn- ingabílana sem virðast vera sökudólgar alls þess slæma í umferðinni á þjóð- vegum landsins þessa dagana. Nú nýlega hefur þing Neytenda- samtakanna talið ástæðu til að blanda sér í þessa umræðu. Í sam- þykkt þeirra um stefnumótun í neytendamálum frá 30. sept. sl. eru fullyrðingar í þá veru að strand- flutningar séu þjóðhagslega hag- kvæmastir og því beri stjórnvöldum með aðgerðum sínum að beina vöruflutningum til og frá lands- byggðinni yfir í strandflutninga. Auk þess er bent á að strandflutn- ingar séu umhverfisvænni kostur en vöruflutningabílar og klykkt út með því að fullyrða að vöruflutn- ingabílar séu skattlagðir mun minna en sem nemur kostnaði hins opinbera við þá. Í ljósi þessara fullyrðinga er vert að benda á eftirfarandi: Í grein- argerð sem unnin var af samgöngu- ráðuneyti, Vegagerð og Sigl- ingastofnun 2004 í tengslum við að Mánafoss hætti áætlunarsiglingum á ströndina var gert ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda mundi minnka við það eitt um 57%. Kom- ist var að þessari niðurstöðu á þeim forsendum að fyrir breytinguna voru tvö kerfi í gangi sem bæði los- uðu gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið þ.e. bæði skipið og landflutningakerfið en eftir breytinguna var bara annað kerfið eftir og samanlögð áhrif voru þau að gróður- húsaáhrif minnkuðu í stað þess að aukast. Hvað varðar þá full- yrðingu að vöruflutn- ingabílar séu skatt- lagðir mun minna en sem nemur kostnaði hins opinbera við þá má benda á að í skýrslu Hag- fræðistofnunar frá því í mars 2005 er komist að þeirri nið- urstöðu að þungir flutningabílar greiði um 13% meira til hins op- inbera en nemur ytri kostnaði. Því er óskiljanlegt hvernig Neytenda- samtökin, sem einnig vitna í sömu skýrslu komast að þeirri niðurstöðu að „vöruflutningabílar séu skatt- lagðir mun minna en sem nemur kostnaði við þá“. Þá má og spyrja – hver er ætlan Neytendasamtakanna með slíkri fullyrðingu? Er það vilji Neytenda- samtakanna að hækka stórkostlega álögur á landflutninga og yrði það til hagsbóta fyrir neytendur í hin- um dreifðu byggðum landsins? Eða er það svo að Neytendasamtökin standa einungis vörð um hagsmuni neytenda á höfuðborgarsvæðinu? Sú staðreynd að Neytendasamtökin láti frá sér fara svo afgerandi póli- tískar fullyrðingar eins og vitnað er til hér að ofan um að ein atvinnu- grein umfram aðra sé þeim svo þóknanleg hlýtur að vekja spurn- ingar um hvert hlutverk samtak- anna sé. Að síðustu er vert að benda á að þegar Eimskip hætti strandflutn- ingum árið 2002 hafði heildarmagn þeirra flutninga staðið í stað á ár- unum 1997 til 2002. Á sama tíma hafði heildar inn- og útflutningur aukist um 1 milljón tonna. Á þeim árum sem liðin eru síðan hefur Kís- iliðjan lagt upp laupana en vægi hennar í heildarmagni strandflutn- inga Mánafoss var u.þ.b. 20%. Það er ljóst að þau fyrirtæki sem sjá um vöruflutninga á vegum landsins eru síður en svo á móti því að strandflutningar verði teknir upp. Ef einhver aðili finnur rekstr- argrundvöll til þess að reka skip í flutningum á ströndina er það hið besta mál og ekki meira um það að segja. Öðru máli gegnir ef hug- myndir eru uppi um ríkisstyrki til handa strandflutningum. Slíkar hugmyndir eru dæmi um fortíð- arhyggju og til þess eins fallnar að slá ryki í augu almennings. Ástæða þess að strandflutningum var hætt var ekki sú að vondir karlar í flutn- ingafyrirtækjunum hefðu ákveðið að hrekkja landsmenn með auknum vöruflutningum um vegi landsins heldur sú að hagkvæmni þess að reka tvö kerfi, annars vegar land- flutninga og hins vegar strandflutn- inga var engin. Strandflutningarnir lögðust af vegna þess að eft- irspurnin var of lítil. SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu eru hagsmunasamtök fyr- irtækja í vöruflutningaþjónustu. Þau hafa átt góð og hreinskiptin skoðanaskipti við stjórnvöld um þessi mál og vonast til að stór- felldar endurbætur verði á næstu árum gerðar á stofnbrautum vega- kerfisins þannig að öryggi og hag- kvæmni allrar umferðar á landi verði ásættanleg. Hvað gengur Neytenda- samtökunum til? Signý Sigurðardóttir skrifar um ummæli Neytendasamtak- anna um vöruflutningaþjónustu »Er það vilji Neyt-endasamtakanna að hækka stórkostlega álögur á landflutninga? Signý Sigurðardóttir Höfundur er forstöðumaður flutn- ingasviðs SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 226 fm tvílyft einbýlishús með glæsilegu óhindruðu útsýni í Suðurhlíðum Kópavogs. Eignin skiptist í forstofu, sjón- varpshol, rúmgott eldhús með góðum borðkrók og þvottaherbergi innaf, stór stofa með miklum gluggum og útsýni, 4 herbergi (áður 5) og ný- lega endurnýjað baðherbergi auk gestasnyrt- ingar. Útgengi á suðursvalir úr hjónaherbergi. Göngufæri í skóla og leikskóla. Suðursvalir. Húsið stendur á 1.268 fm skjólmikilli lóð með stórum sólpalli, miklir möguleikar. Verðtilboð. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Digranesvegur Einbýlishús á útsýnisstað í Suðurhlíðum Kópavogs Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Asparlundur 15 - raðhús Mjög skemmtilegt 168,1 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á þessum eftirsótta stað í Garðabæ. Eignin er mjög björt þar sem stórir gluggar gefa mikla birtu í öllum vistarverum. Óvenjustór og skemmtileg ca 50 fm stofa og borðstofa með mikilli lofthæð að hluta og útgangi á verönd til suðurs. Bað- herbergi nýlega endurnýjað með baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Þrjú parket- lögð svefnherbergi með skápum en húsið býður upp á að bæta við 4. svefn- herberginu. Þvottahús inn af forstofu. Bílskúr er með hita og rafmagni. Eign sem vert er að skoða. Verð 39,9 millj. Unnur og Bjarni taka vel á móti gestum milli kl. 14-16 í dag. Teikningar á staðnum. Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Fjallalind 38 - Endaraðhús Mjög fallegt 172,7 fm endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Stofa og borðstofa eru mjög skemmtilegar með gólfsíðum gluggum og útgöngum á verönd með skjólveggjum og í garð. Hellulagt plan og aðkoma með hitalögn. Hér er um að ræða endaraðhús með fallegum arkitektúr. Verð 47,5 millj. Þormar tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. Teikningar á staðnum. Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Víðihvammur 14 - Sérhæð Mjög skemmtileg og björt 108,9 fm 4ra herbergja neðri sérhæð á þessum frá- bæra stað í suðurhlíðum Kópavogs. Eignin skiptist í forstofu, 2 stofur, 2 rúmgóð svefnherbergi, hol, baðherbergi með glugga og eldhús. Í sameign er sérþvotta- hús og geymsla. Fallegt parket og flísar á gólfum. Stórir gluggar sem gefa góð birtu. Frá stofu er gengið út á suðursvalir. Eigninni fylgir bílskúrsréttur. Verð 25,9 millj. Grétar og Nanna taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. Sérinngangur. Teikningar á staðnum. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús milli kl. 14 og 15 í dag Miðtún 86 - Hæð Um er að ræða bjarta og fallega 122 fm hæð ásamt 32,8 fm bílskúrí góðu þríbýlishúsi á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík. Hæðin skiptist í stóra og bjarta stofu með fallegum útbyggðum glugga sem setur mikinn svip á eignina, þrjú svefnherbergi, eldhús og fallegt baðherbergi með opnanlegum glugga. Auðvelt er að stækka stofuna enn meira á kostnað svefnherbergis. Bílskúr er með rafmagni og hita. Hellulagt bílastæði fyrir framan bílskúr með hitalögn. Garður er fallegur í rækt. Verð 32,9 millj.Vakin er athygli á því að í sama húsi er til sölu falleg 3ja herbergja 61 fm ris íbúð og gæti því hentað fyrir samhenta fjölskyldu að kaupa báðar eignirnar sem þó er ekki skilyrði fyrir sölu. Sölumenn taka vel á móti gestum frá kl. 14-15 í dag. Teikningar á staðnum. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 • GSM 895 8321 www.husavik.net Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.