Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 57
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Nýkomið í sölu sérlega fallegt einlyft
einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals
ca 200 fm. Húsið skiptist meðal annars
þannig: Tvö rúmgóð svefnherbergi, stórar
stofur, borðstofa, sjónvarpsskáli, eldhús
o.fl. Parket, fallegur garður með timbur-
verönd. Frábær staðsetning.
Verð 45,6 millj.
Jón og Helga taka á móti áhugasömum, væntanlegum kaupendum.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Ljósaberg 24, Hf. - Opið hús
Bolholt 4, Reykjavík
(áður Ísleifur Jónsson ehf.)
Næsta hús á milli Kauphallar Íslands og Laugavegs 180
Til leigu
Eftirtaldir hlutar í húsinu Bolholti 4, Reykjavík, eru til leigu. Verða lausir frá og með
15. október nk. Leigist frá þeim tíma eða eftir samkomulagi. Hægt að skipta hlutun-
um upp eftir nánara samkomulagi. Alls er um sex eignarhluta að ræða.
1. Verslunarhúsnæði á 1. hæð austur sem er: 245,4 fm
2. Verslunarhúsnæði á 1. hæð vestur sem er: 170,5 fm
3. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð austur: 219,5 fm
4. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð vestur: 186,7 fm
5. Vöruskemma á baklóð, upphituð að hluta: 330,0 fm
6. Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð vestur, sem er: 178,6 fm
Alls samkvæmt fasteignamati ríkisins 1.330,4 fm
Leigist í ofangreindum hlutum eða saman eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Ragnar Aðalsteinsson
f.h. Grensás ehf., netfang grensas@isl.is
Sími 893 8166 frá 16. október til 4. nóvember 2006.
Eigandi er erlendis frá 5. nóvember til 14. desember nk.
Sími og fax 001-407-249-9425 eða netfang grensas@isl.is
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Til sölu við Laugaveg 50, öll
húseignin, samtals 111,2 fm
Sími 588 4477
Verslun jarðhæð, 39,7 fm ásamt 2ja herb. íbúð á annarri hæð og í
risi 71,5 fm. Timburhús í upprunal. mynd. Stærð lóðarinnar er 185
fm. Samk. deiliskipulagi er búið að auka byggingarnýtingu á lóð úr
0,6 upp í 2.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Mikið endurnýjað 174 fm raðhús sem er tvær hæðir og kj. á þessum
eftirsótta stað við Laugardalinn. Á neðri hæð er hol/borðstofa, eldhús,
flísalögð gestasnyrting og parketlögð stofa. Á efri hæð er sjónvarpshol,
3 góð herb. og nýlega endurnýjað baðherb. auk rislofts. Í kjallara er 1
herb., snyrting, þvottaherb. og góð geymsla. Tvennar svalir, til suðvest-
urs og til norðausturs. Ræktuð lóð með stórum sólpalli og skjólveggjum.
Nýtt þak er á húsinu.
Verð 37,9 millj.
Laugalækur
Stórglæsileg 5 herb. 128 fm íbúð á 8. hæð í vönduðu nýju lyftuhúsi í miðborginni þ.m.t. 13,9 fm
geymsla í kjallara. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta. Vönduð tæki í
eldhúsi og á baðherbergi. Arinn í stofum sem eru mjög stórar og ná í gegnum íbúðina.
Hjónaherbergi með miklum skápum og tvö
barnaherbergi. Hnotuparket á öllum gólfum
utan baðherbergi, sem er flísalagt og bæði
með baðkari og stórum sturtuklefa.
Hnotuviður í innihurðum. Fallegt útsýni og
stórar suðursvalir með glerhandriði. Aðeins
tvær íbúðir á hæð. Sérstæði í bílageymslu.
Verðtilboð.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Lindargata – „101 Skuggi“
Útsýnisíbúð með stórum suðursvölum
MÉR brá heldur betur í brún
þegar ég las gagnrýni
Maríu Kristjáns-
dóttur á leikritið
Þjóðarsálin sem sýnt
er í Reiðhöll Gusts í
Kópavogi. Ég set
ekkert út á þessa
gagnrýni sem slíka
enda er gagnrýni allt-
af einstaklingsbundin
og það eina sem mér
þykir leitt er að Mar-
íu skyldi hafa leiðst
svona á leiksýning-
unni.
Hitt þykir mér
verra að María skuli
falla í þá gryfju, eins og allt of
margir í íslensku þjóðfélagi, að
telja fatlaða vera vanvita, viljalaus
verkfæri og jafnvel ekki þola
nokkra vatnsdropa.
Ég er svo heppin að vera einn
af þessum „fötluðu sýning-
argripum“ í þessari sýningu, og
mér misbýður stórlega, þegar
gagnrýnandi þessa virðulega miðils
leggst svo lágt að kalla okkur sýn-
ingargripi. Flestir þeirra fötluðu
sem taka þátt í þessari stórsýn-
ingu, eru einstaklingar sem eru
miklir listamenn, og ekkert út á
frammistöðu þeirra að setja í þess-
ari sýningu.
En þetta er einmitt einn af þeim
punktum sem við viljum koma á
framfæri með þessari sýningu, að
við erum ekki vanvitar
og að það er kominn
tími til að taka okkur
alvarlega sem þjóð-
félagsþegna í stað
þess að líta á okkur
sem aumingja og van-
vita, vegna þess að við
sitjum í hjólastól, eða
erum spastísk eða eitt-
hvað annað.
Það er heldur skelfi-
legt til þess að hugsa
að á 21. öldinni skuli
jafn virtur fjölmiðill
og Morgunblaðið birta
svona niðrandi um-
mæli um þennan þjóðfélagshóp. Vil
ég því hvetja blaðamenn Morg-
unblaðsins, sem og aðra Íslend-
inga, til að skella sér á sýningu og
dæma fyrir sjálfa sig, hvort þeir
telja okkur vera vanvita, viljalaus
verkfæri sem eru til sýnis og lögð í
óþarfa áhættu, eða hvort það er
boðskapur í sýningunni sem á er-
indi við alla í íslensku þjóðfélagi í
dag, þegar 21. öldin er nýgengin í
garð, og verið er að reyna að út-
rýma svona fordómum í þjóðfélag-
inu.
Heimasíða sýningarinnar er
www.einleikhusid.is og þar má
finna allar upplýsingar um sýn-
ingar og þá sem að verkinu
standa.
Fatlaðir sýningargripir
Berglind Nanna Ólínudóttir
skrifar um gagnrýni
Maríu Kristjánsdóttur
á leikritið Þjóðarsálin
»… við erum ekkivanvitar og að það
er kominn tími til að
taka okkur alvarlega
sem þjóðfélags-
þegna …
Berglind Nanna
Ólínudóttir
Höfundur er geðsjúklingur.
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700