Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 57 Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Nýkomið í sölu sérlega fallegt einlyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals ca 200 fm. Húsið skiptist meðal annars þannig: Tvö rúmgóð svefnherbergi, stórar stofur, borðstofa, sjónvarpsskáli, eldhús o.fl. Parket, fallegur garður með timbur- verönd. Frábær staðsetning. Verð 45,6 millj. Jón og Helga taka á móti áhugasömum, væntanlegum kaupendum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ljósaberg 24, Hf. - Opið hús Bolholt 4, Reykjavík (áður Ísleifur Jónsson ehf.) Næsta hús á milli Kauphallar Íslands og Laugavegs 180 Til leigu Eftirtaldir hlutar í húsinu Bolholti 4, Reykjavík, eru til leigu. Verða lausir frá og með 15. október nk. Leigist frá þeim tíma eða eftir samkomulagi. Hægt að skipta hlutun- um upp eftir nánara samkomulagi. Alls er um sex eignarhluta að ræða. 1. Verslunarhúsnæði á 1. hæð austur sem er: 245,4 fm 2. Verslunarhúsnæði á 1. hæð vestur sem er: 170,5 fm 3. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð austur: 219,5 fm 4. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð vestur: 186,7 fm 5. Vöruskemma á baklóð, upphituð að hluta: 330,0 fm 6. Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð vestur, sem er: 178,6 fm Alls samkvæmt fasteignamati ríkisins 1.330,4 fm Leigist í ofangreindum hlutum eða saman eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefur: Ragnar Aðalsteinsson f.h. Grensás ehf., netfang grensas@isl.is Sími 893 8166 frá 16. október til 4. nóvember 2006. Eigandi er erlendis frá 5. nóvember til 14. desember nk. Sími og fax 001-407-249-9425 eða netfang grensas@isl.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Til sölu við Laugaveg 50, öll húseignin, samtals 111,2 fm Sími 588 4477 Verslun jarðhæð, 39,7 fm ásamt 2ja herb. íbúð á annarri hæð og í risi 71,5 fm. Timburhús í upprunal. mynd. Stærð lóðarinnar er 185 fm. Samk. deiliskipulagi er búið að auka byggingarnýtingu á lóð úr 0,6 upp í 2. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Mikið endurnýjað 174 fm raðhús sem er tvær hæðir og kj. á þessum eftirsótta stað við Laugardalinn. Á neðri hæð er hol/borðstofa, eldhús, flísalögð gestasnyrting og parketlögð stofa. Á efri hæð er sjónvarpshol, 3 góð herb. og nýlega endurnýjað baðherb. auk rislofts. Í kjallara er 1 herb., snyrting, þvottaherb. og góð geymsla. Tvennar svalir, til suðvest- urs og til norðausturs. Ræktuð lóð með stórum sólpalli og skjólveggjum. Nýtt þak er á húsinu. Verð 37,9 millj. Laugalækur Stórglæsileg 5 herb. 128 fm íbúð á 8. hæð í vönduðu nýju lyftuhúsi í miðborginni þ.m.t. 13,9 fm geymsla í kjallara. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta. Vönduð tæki í eldhúsi og á baðherbergi. Arinn í stofum sem eru mjög stórar og ná í gegnum íbúðina. Hjónaherbergi með miklum skápum og tvö barnaherbergi. Hnotuparket á öllum gólfum utan baðherbergi, sem er flísalagt og bæði með baðkari og stórum sturtuklefa. Hnotuviður í innihurðum. Fallegt útsýni og stórar suðursvalir með glerhandriði. Aðeins tvær íbúðir á hæð. Sérstæði í bílageymslu. Verðtilboð. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Lindargata – „101 Skuggi“ Útsýnisíbúð með stórum suðursvölum MÉR brá heldur betur í brún þegar ég las gagnrýni Maríu Kristjáns- dóttur á leikritið Þjóðarsálin sem sýnt er í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Ég set ekkert út á þessa gagnrýni sem slíka enda er gagnrýni allt- af einstaklingsbundin og það eina sem mér þykir leitt er að Mar- íu skyldi hafa leiðst svona á leiksýning- unni. Hitt þykir mér verra að María skuli falla í þá gryfju, eins og allt of margir í íslensku þjóðfélagi, að telja fatlaða vera vanvita, viljalaus verkfæri og jafnvel ekki þola nokkra vatnsdropa. Ég er svo heppin að vera einn af þessum „fötluðu sýning- argripum“ í þessari sýningu, og mér misbýður stórlega, þegar gagnrýnandi þessa virðulega miðils leggst svo lágt að kalla okkur sýn- ingargripi. Flestir þeirra fötluðu sem taka þátt í þessari stórsýn- ingu, eru einstaklingar sem eru miklir listamenn, og ekkert út á frammistöðu þeirra að setja í þess- ari sýningu. En þetta er einmitt einn af þeim punktum sem við viljum koma á framfæri með þessari sýningu, að við erum ekki vanvitar og að það er kominn tími til að taka okkur alvarlega sem þjóð- félagsþegna í stað þess að líta á okkur sem aumingja og van- vita, vegna þess að við sitjum í hjólastól, eða erum spastísk eða eitt- hvað annað. Það er heldur skelfi- legt til þess að hugsa að á 21. öldinni skuli jafn virtur fjölmiðill og Morgunblaðið birta svona niðrandi um- mæli um þennan þjóðfélagshóp. Vil ég því hvetja blaðamenn Morg- unblaðsins, sem og aðra Íslend- inga, til að skella sér á sýningu og dæma fyrir sjálfa sig, hvort þeir telja okkur vera vanvita, viljalaus verkfæri sem eru til sýnis og lögð í óþarfa áhættu, eða hvort það er boðskapur í sýningunni sem á er- indi við alla í íslensku þjóðfélagi í dag, þegar 21. öldin er nýgengin í garð, og verið er að reyna að út- rýma svona fordómum í þjóðfélag- inu. Heimasíða sýningarinnar er www.einleikhusid.is og þar má finna allar upplýsingar um sýn- ingar og þá sem að verkinu standa. Fatlaðir sýningargripir Berglind Nanna Ólínudóttir skrifar um gagnrýni Maríu Kristjánsdóttur á leikritið Þjóðarsálin »… við erum ekkivanvitar og að það er kominn tími til að taka okkur alvarlega sem þjóðfélags- þegna … Berglind Nanna Ólínudóttir Höfundur er geðsjúklingur. Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.