Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 88
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg N- eða breytileg átt en svo allhvöss NA-átt vestanlands með rigningu eða slyddu. Annars úrkomulítið, skúrir eða él n- og a-lands með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 10°C 0°C REYKJAVÍKURBORG hyggst ekki beita þvingunum eða skattlagningu til að tak- marka nagladekkjanotkun í borginni, held- ur beita jákvæðum áróðri í því skyni. Að sögn Gísla Marteins Bald- urssonar, borg- arfulltrúa og for- manns umhverfis- sviðs Reykjavíkur- borgar, á að vekja bíleigendur til um- hugsunar um áhrif nagladekkjanotk- unar svo draga megi úr svifryksmengun í borginni. Að sögn Gísla Mar- teins hefur borgin beitt mótvægisaðgerðum gegn svifryksmenguninni með götuhreinsun en auk þess verður gripið til þess í vetur að úða þar til gerðum bindiefnum á göturnar en það hefur gefist vel í Svíþjóð að sögn Gísla. | 2 Götur verða úðaðar með bindiefni í vetur Mengun Nagladekk spæna upp malbikið og valda mengun. ÞRÍR menn á óbreyttum Pajero-jeppa lentu í hættu þegar þeir lögðu í Markarfljót um ellefuleytið í gærmorgun. Straumurinn hreif jeppann með sér með þeim afleið- ingum að hann valt, en mennirnir náðu að komast upp á hlið hans og hringja á Neyð- arlínuna. Markarfljótið skipti um farveg fyrr í haust og sker nú leiðina inn á Emstrur og voru mennirnir staddir um 3 km innan við Fljótsdal þegar óhappið varð. Flugbjörg- unarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli voru kallaðar út og voru björgunarmenn komnir á staðinn skömmu síðar. Tókst að bjarga mönnunum úr ánni með því að aka stórum sérútbúnum bíl að slysstaðnum. Unnið var að því um há- degi í gær að ná bifreið mannanna úr ánni. Mjög hvasst var á landinu í gærmorgun og á Selfossi fuku fjögur trampólín í rok- inu. Eitt lenti á bifreið sem skemmdist tals- vert. Þrír heilir á húfi eftir bílveltu í Markarfljóti AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar til að lækka matvælaverð hafa þau áhrif að tekjur með- alkúabús lækka um u.þ.b. 300 þúsund krónur á næsta ári, segir Þórólfur Sveinsson, for- maður Landssambands kúabænda. „Þetta eru tekjur sem bændur vildu vissulega að skiluðu sér í þeirra vasa, en þetta drepur ekki greinina. Við höfum meiri áhyggjur af þeirri óvissu sem er framundan,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að á undanförnum árum hafi kúabændur endurnýjað fjós og búnað í stórum stíl. Þetta hafi leitt til verulegrar skuldasöfnunar og talið sé að heildarskuldir kúabænda séu um 25 milljarðar. „Það er því ljóst að fjölmörg kúabú eru þannig stödd eftir mikla uppbyggingu að þau þola ekki tekjuskerðingu og framtíð mjólk- urframleiðslu á Íslandi er í verulegri hættu ef þessi bú hætta starfsemi,“ segir Þórólfur. | 6 Morgunblaðið/Þorkell Fjós Margir kúabændur hafa lagt í kostn- aðarsama uppbyggingu undanfarið. Fjölmörg kúabú þola ekki tekjuskerðingu ÍSLANDSMÓT Bjarnarins í íshokkíi fyrir fjórða flokk stendur nú yfir í Skautahöll Reykjavíkur, en á tímabilinu eru haldin þrjú slík mót. Liðin eru þrjú, frá Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar, og leikur hvert lið tvo leiki við hvort hinna tveggja. Jafnan eru fimm leik- menn auk markvarðar inni á ísnum hjá hvoru liði, en leikmannaskiptingar eru mjög örar í íshokkíi og enn örari í þessum aldurshópi. Eru því að jafnaði 15 manns í liði auk mark- varða. Súsanna Gunnarsdóttir, móðir tvegga leikmanna í Birninum, segir íþróttina vera mjög að sækja í sig veðrið hjá drengjum, en heldur mættu stúlkurnar vera fleiri. Þrátt fyrir það orð sem fer af íshokkíi um skap- stærð leikmanna og slagsmál á ísnum segir Súsanna að slík tilvik séu mjög sjaldgæf og að íshokkí sé síst hættulegra en knattspyrna og handbolti og slys séu fátíðari en í hinum íþróttunum tveimur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leikgleðin nýtur sín á ísnum Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÝJAR leiðir eru nú farnar við mönnun verslana á Íslandi og stjórnendur verslana farnir að huga að samskonar leiðum og byggingariðnaðurinn í starfs- mannamálum, þ.e. að ráða til sín starfsmenn frá útlöndum og hýsa þá. Er þetta líklega í fyrsta skipti sem verslunarrekendur grípa til þessa ráðs, að sögn framkvæmda- stjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Hildur Björgvinsdóttir, starfs- mannastjóri Hagkaupa, staðfestir að fyrirtækið búi sig undir að flytja inn erlent starfsfólk. Þá hafa verslanir einnig brugð- ið á það ráð að auglýsa hér á landi á fleiri tungumálum en ís- lensku, t.d. pólsku og ensku, en slíkt hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Nokkru betra en í september Viðvarandi mannekla hefur verið í verslunarstörfum undan- farin misseri og ekki sér fyrir endann á henni. Er ástandið verra nú í haust en áður hefur þekkst, þótt það hafi batnað tölu- vert frá því sem var í september. Sérstaklega er starfsmannavelta mikil og segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ stjórn- endur verslana tala um að varla taki því að halda undirbúnings- námskeið fyrir nýja starfsmenn: „Þeir eru farnir út um bakdyrnar áður en námskeiðinu lýkur.“ „Mér heyrist að ástandið sé verra en verið hefur áður,“ segir Sigurður. „Það er óhætt að segja að gegnumstreymið sé meira í matvöruversluninni en sérvöru- versluninni,“ segir Sigurður og að lágvöruverðsverslanir hafi orðið sérstaklega hart úti hvað mönnun varðar. Þá segir Sigurður það færast í vöxt að útlendingar séu ráðnir til starfa á veitingahúsum. „Menn hafa talið mjög ákveðið hingað til að íslenskukunnátta sé forsenda fyrir vinnu í verslun, en það er greinilegt að það er ekki lengur álitið svo heilagt að ekki sé hægt að komast af með öðrum hætti.“ Undirbúa innflutning á vinnuafli Hildur Björgvinsdóttir, starfs- mannastjóri Hagkaupa, segir starfsmannaveltuna í ár meiri en í fyrra. „Ætli þetta séu ekki þensluáhrifin sem valda, það eru fleiri um bitana.“ Hildur segir að auglýsingar á pólsku og ensku hafi verið settar upp í Alþjóðahúsi. „En erlendir ríkisborgarar hafa alveg næga vinnu hér,“ segir Hildur. Árangur af auglýsingunum hafi því ekki verið mikill. Því hefur fyrirtækið brugðið á það ráð að fá ráðningarmiðlun til að auglýsa eftir fólki úti í Evrópu til starfa í Hagkaupum á Íslandi. „Við höfum ekki komist hjá því að skoða þetta,“ segir Hildur. Aflað hefur verið upplýsinga um hús- næði, íslenskukennslu og fleira sem fylgi ráðningu slíkra starfs- manna. „Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að ráða fólk sem talar erlent tungumál, við erum í þjón- ustugeiranum. Það þarf að und- irbúa þetta mjög vel og við erum að gera það.“ Hildur tekur fram að ekki sé von á holskeflu útlendinga til starfa í verslunum. Farið verði hægar í sakirnar en raunin hafi orðið t.d. í byggingariðnaði. Hildur segir óhjákvæmilegt að skoða þennan möguleika í fullri alvöru. „Helmingur af okkar starfsfólki er skólafólk og okkur vantar fólk í fullt starf, þannig að við verðum að horfast í augu við það.“ Ætla að flytja inn vinnu- afl til verslunarstarfa Mannekla í verslun og þjónustu meiri en áður, segir framkvæmdastjóri SVÞ Í HNOTSKURN »Ráðningarmiðlun semHagkaup skiptir við hef- ur í mörg ár útvegað útlend- inga til starfa hér á landi, bæði til sveitastarfa og fisk- vinnslu. »Hagkaupum hafa þegarborist umsóknir frá Frakklandi, Belgíu, Þýska- landi og fleiri Evrópulönd- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.