Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ þjóðanna og fyrirtækja um tíu við- mið sem fyrirtæki hyggjast leggja til grundvallar í starfsemi sinni og efla. Viðmiðin eru eftirfarandi:  Virða mannréttindi og framfylgja alþjóðlegum samþykktum um mann- réttindi.  Gæta þess að starfsemi fyrirtæk- isins brjóti ekki á mannréttindum á neinn hátt.  Staðfesta stéttarfélög og virða samningsrétt þeirra.  Útrýma nauðungarvinnu.  Útrýma barnaþrælkun.  Útrýma mismunun á starfsvett- vangi.  Stuðla að fyrirbyggjandi aðgerð- um hvað varðar umhverfismál.  Hafa frumkvæði að því að efla ábyrgð gagnvart umhverfinu.  Styðja við aukna þróun og dreif- ingu á umhverfisvænni tækni.  Fyrirtæki ættu að vinna gegn spillingu af öllum toga, þ. á m. fjár- kúgun og mútum. Á annað þúsund fyrirtæki eiga nú aðild að samkomulaginu, þeirra á meðal tvö íslensk, Landsbanki Ís- lands og Glitnir. Jóhanna segir þetta skref í rétta átt en vandamálið sé að þátttaka er fyrirtækjum í sjálfsvald sett og hér sé einungis um viljayfirlýsingu að ræða. Ekkert eftirlitskerfi sé til staðar til að ganga úr skugga um að fyrirtækin uppfylli kröfurnar. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er í gangi vinna við gerð alþjóðlegs samnings um mannréttindaskyldur fyrirtækja og fjármálastofnana. Uppkast að samningnum er þegar fyrir hendi og getur nýst bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum við að setja lög um mannréttindaskyldur fyrirtækja. Guðrún segir vottunarkerfi á sam- félagsábyrgð í farvatninu en þau fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð og aðild að Global Compact alvarlega gera ítarlegar skýrslur um hvernig þau útfæra skuldbindingar sínar. Þessar skýrslur eru unnar af sérfræðingum, oft í samvinnu við fé- lagasamtök og fylgja með árs- skýrslum fyrirtækjanna. Jóhanna stingur upp á því að með ársreikningi íslenskra fyrirtækja fylgi mannréttindamat, unnið af endurskoðendum eða sambæri- legum fagaðilum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að mannréttindaskýrslur verði skoðaðar með sama hætti og skattaskýrslur fyrirtækja og þar til gerðir fagaðilar taki ábyrgð á þeim.“ Þá telja Guðrún og Jóhanna brýnt að viðskiptafræðideildir háskólanna, sem eru að búa til forstjóra framtíð- arinnar, axli sína ábyrgð og efli kennslu um viðskipti og mannrétt- indi. Þá sé fyrirtækjum í lófa lagið að bjóða starfsfólki sínu með reglu- bundnum hætti upp á fræðslu í þeim efnum. Hvað fáum við fyrir okkar snúð? er fyrirtækjum tamt að hugsa. Guð- rún og Jóhanna leggja báðar áherslu á, að fyrirtæki hafi beina hagsmuni af því að standa vörð um mannrétt- indi. Í fyrsta lagi getur hagnaður horfið eins og dögg fyrir sólu verði fyrirtæki uppvís að barnaþrælkun eða öðrum mannréttindabrotum. „Samfélagsábyrgðin er með öðrum orðum ekki eini hvatinn. Verði fyr- irtæki uppvís að því að brjóta mann- réttindi með einum eða öðrum hætti eiga þau á hættu að almenningur sniðgangi vörur þess eða þjónustu. Þetta getur hreinlega riðið þeim að fullu. Þess vegna hljóta framsýnir stjórnendur að taka tillit til mann- réttinda við alla áætlanagerð og setja sér skýrar reglur. Mannrétt- indi eru góð fyrir viðskiptin,“ segir Jóhanna. Guðrún vísar einnig til rannsókna sem sýna að til lengri tíma litið séu fyrirtæki sem starfa á ábyrgan hátt arðbærari en sambærileg fyrirtæki sem ekki hafa mótað sér stefnu, óháð því hvort mannréttindabrot komast upp eður ei. Mannréttindaviðmið Aðspurð hvort hún treysti íslensk- um fyrirtækjum til að gera þetta svarar hún játandi. „Ég sé enga ástæðu til að draga vilja íslenskra stjórnenda í efa. Með aukinni um- ræðu munu augu þeirra opnast.“ Stundum heyrast þau rök að þrátt fyrir illan aðbúnað megi ekki hafa vinnuna af fólki. Með einhverjum hætti verði það að framfleyta sér og sínum. Jóhanna vísar þessum rökum á bug. „Það má ekki hlusta á svona menningarlega afstæðishyggju. Við verðum að fara eftir þeim al- þjóðalögum og reglum sem þegar eru fyrir hendi í þessum efnum og frá þeim megum við ekki hvika – sama á hverju gengur.“ Með auknum rannsóknum vex vitund fólks og upplýsingar verða aðgengilegri. Guðrún og Jóhanna eru því vongóðar um að umræðan um viðskipti og mannréttindi eigi á komandi misserum eftir að verða upplýstari hér á landi en hún er í dag. Látum Guðrúnu eiga loka- orðið: „Með aukinni umræðu um þessi mál mun íslenska þjóðin taka við sér og leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi.“  Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þarfaþing Gríðarlegt framboð er á leikföngum á Íslandi um þessar mund- ir. Hafa allar þær vörur verið framleiddar við mannsæmandi aðstæður? S tefna okkar er mjög skýr, verðum við þess áskynja að ekki sé allt með felldu við fram- leiðslu á vörum sem við flytjum inn til landsins þá beinum við viðskiptum okkar annað,“ segir Elías Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri leikfangaversl- ananna Leikbæjar og Just 4 Kids. Hann segir eitt tilfelli hafa kom- ið upp þar sem grunur af þessu tagi vaknaði. „Þá tókum við ákvörðun um að hætta með þær vörur. Þetta verður að vera yfir allan vafa hafið.“ Spurður um eftirfylgni segir Elías fyrirtæki sitt ekki hafa bol- magn til reglubundins gæðaeft- irlits í erlendum verksmiðjum. „Ég hef skoðað aðstæður í Kína hjá verksmiðjum sem við erum að versla beint við og varð ekki var við neitt misjafnt en staðreyndin er samt sú að markaðurinn á Ís- landi er svo lítill að fyrirtæki hafa almennt ekki bolmagn til eft- irfylgni. Sú eftirfylgni yrði líka alltaf yfirborðskennd. Okkur er bara sýnt það sem menn vilja að við sjáum.“ Í þessu ljósi segir Elías gefið að seldar séu í íslenskum verslunum vörur sem framleiddar hafa verið við aðstæður sem ekki eru mann- sæmandi. „Það væri barnalegt að ætla annað.“ Leikbær og Just 4 Kids skipta mikið við stóra evrópska aðila og segir Elías traust lykilatriði í þeim viðskiptum. „Við göngum út frá því að þessir stóru aðilar séu að sinna sinni eftirlitsskyldu og lítum svo á þeir séu ábyrgir fyrir því að ganga úr skugga um að allt sé með felldu við framleiðslu vörunnar.“ Viðskiptum hætt ef pottur er brotinn við framleiðsluna Jóhanna Waagfjörd, fram- kvæmdastjóri Haga, sem m.a. á Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf, Zöru, Debenhams, Topshop og Karen Millen, segir félagið leggja áherslu á að vörur sem seldar eru í verslunum þess séu framleiddar við viðunandi aðstæður. Komi ann- að á daginn sé viðskiptum við við- komandi aðila hætt eins fljótt og auðið er. „Við verslum við marga stóra erlenda aðila eins og t.d. Deben- VIÐ EIGUM EKKI AÐ LÍÐA ÁNAUÐ hams, Inditex, Mosaic og Arcadia og stefna þeirra er að eiga ekki viðskipti þegar um mannréttinda- brot er að ræða og við treystum því,“ segir Jóhanna. Hún tekur fram að Hagar flytji ekki inn nema 15-20% af þeim vörum sem seldar eru í verslunum félagsins. Annað er keypt af inn- lendum birgjum. Sama máli gegni hins vegar um þá. Komi í ljós að þeir tengist mannréttindabrotum í framleiðslu á einn eða annan hátt sé viðskiptum sagt upp. Engin skrifleg stefna er í gildi hjá Högum en Jóhanna segir að fólk á vegum félagsins sæki reglu- lega heim verksmiðjur sem verslað er við, einkum í Asíu. „Það er al- gjört skilyrði að aðstæður í fram- leiðslu séu viðunandi.“ Að sögn Jó- hönnu eru þessi mál talsvert rædd innan Haga og þar á bæ fylgjast menn vel með umræðunni í þjóð- félaginu. Henni þykir eðlilegt að sem flest íslensk fyrirtæki marki sér skýra stefnu í þessum málum og fylgi henni fast eftir. „Við eig- um ekki að líða ánauð.“ Tóku vöru tímabundið úr umferð Magnús Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagers- ins, segir það skilyrði af hálfu fyr- irtækisins að mannréttindi séu ekki brotin við framleiðslu á vörum sem seldar eru í verslunum þess. „Okkur er mjög annt um þetta enda get ég ekki ímyndað mér að nokkurt fyrirtæki vilji versla við aðila þar sem vinnu- vernd er ekki í hávegum höfð.“ Magnús segir að í einu tilviki hafi vaknað grunur um að vörur sem seldar voru í Rúmfatalagern- um væru framleiddar við óviðund- andi skilyrði úti í heimi. „Í því til- viki tókum við vörurnar úr sölu meðan við rannsökuðum málið. Al- þjóðlegt og óháð rannsóknarfyr- irtæki var fengið til að skoða þau tvö fyrirtæki sem um var að ræða án viðvörunar. Í framhaldi af at- hugasemdum þess var þeim gefinn ákveðinn frestur til úrbóta. Annað fyrirtækið lagaði sig að kröfunum og við höfum tekið vörur þess aft- ur í sölu. Hitt fyrirtækið gerði það ekki og vörur þess hafa ekki farið aftur upp í hillu.“ Hann áréttar að grunsemdir af þessu tagi verði að vera á rökum reistar, ekki sé eingöngu hægt að byggja á orðrómi. Magnús segir Rúmfatalagerinn reyna eftir föngum að fylgjast með þessum málum, birgjar séu heim- sóttir reglulega og jafnvel verk- smiðjur. „Við verslum bara við birgja sem við treystum en auðvit- að getur verið snúið að skoða upp- runa hverrar einustu vöru. Þetta snýst eðli málsins samkvæmt að miklu leyti um traust.“ Heimsækja verksmiðjur Svava Johansen, forstjóri NTC, sem meðal annars rekur tísku- vöruverslanirnar Gallerí Sautján, Retro, Kultur og Smash, segir það stefnu fyrirtækisins að eigin hönn- un sé framleidd í verksmiðjum sem eru mannsæmandi. Hvort sem er á Íslandi, í Tékklandi, Frakklandi eða Kína. „Yfirmaður á sauma- stofu okkar hér á Íslandi hefur heimsótt verksmiðjur í Kína og segir þær mjög vel búnar. Sama er að segja um Tékkland, unnið er með þeim þar fjórum sinnum á ári,“ segir Svava. „Verksmiðjur sem við erum í samstarfi við í Frakklandi höfum við aldrei skoðað en þær eiga að vera mjög góðar enda er allur fatnaður, vinna og frágangur sam- kvæmt því,“ bætir hún við. Svava segir ekki alltaf liggja fyrir hvernig staðið sé að fram- leiðslu vara sem NTC kaupir inn frá þriðja aðila enda sé mikið um milliliði og þeirra að sjá til þess að vel sé að framleiðslunni staðið. Ó lafur Ragn- ar Grímsson forseti Ís- lands átti fund með Hu Jintao forseta Kína ytra í haust og vakti það athygli Íslands- deildar Amnesty Int- ernational að í frétta- tilkynningu frá skrifstofu forseta Ís- lands í framhaldi af fundinum kom hvergi fram að mannréttinda- mál hefði borið á góma í viðræðum leið- toganna. Fyrir vikið ritaði Íslandsdeild Amnesty forsetanum bréf 5. októ- ber síðastliðinn. Í því segir meðal annars: „Hið svokallaða efnahagsundur í Kína á sér alvarlegar skuggahlið- ar. Áætlað er að þegar hafi á bilinu 150-200 milljónir farandverka- manna flust til kínverskra borga í leit að vinnu og mun sú tala fara hækkandi á komandi áratug. Far- andverkafólkið er gjarnan neytt til að vinna mikla yfirvinnu, því er neitað um frí, jafnvel þegar það á við veikindi að stríða, og því er gert að vinna við hættulegar að- stæður fyrir lítil sem engin laun. Farandverkafólkið þarf ekki ein- göngu að þola óréttlæti af hálfu vinnuveitenda, heldur mismunar ríkisvaldið fjölskyldum þess á nán- ast öllum sviðum daglegs lífs. Því er neitað um húsnæðisbætur og sjúkratryggingar sem borgarbúum standa almennt til boða og börnum farandverkafólks er oft meinaður aðgangur að skólakerfinu. Atvinnurekendur beita ýmsum aðferðum til að koma í veg fyrir að verkamenn segi upp störfum. Launagreiðslum til farandverka- fólks er gjarnan frestað, þannig að verkafólk sem hættir störfum tap- ar 2-3 mánaða launum. Oft halda vinnuveitendur launum eftir fram yfir kínverska nýárið til að tryggja að fólk snúi aftur til vinnu að hátíð- isdögum loknum og það gerir að verkum að milljónir verkamanna hafa ekki efni á að ferðast heim til fjölskyldna sinna yfir hátíðirnar. Þá neyða atvinnurekendur verka- fólk oft til að greiða tryggingu, í trássi við lög, til að koma í veg fyr- ir að það leiti sér vinnu annars staðar. Slíkar aðferðir gera atvinnurek- endum kleift að bregðast við auk- inni eftirspurn eftir vinnuafli án þess þó að hækka laun. Þetta skýr- ir hvers vegna laun hafa ekki hækkað í samræmi við þann skort sem er á vinnuafli, eins og búast mætti við í venjulegu markaðs- umhverfi. Fjölmörg fyrirtæki sem ráða til sín farandverkafólk sinna ekki skyldum til að gera skriflega ráðningarsamninga og tryggja fólki réttlát launakjör og frítíma, auk þess sem aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum er mjög ábótavant. Kínversk yfirvöld hafa brugðist skyldum sínum til að verja fólk fyr- ir ofannefndum mannréttinda- brotum og hafa jafnframt neitað því um félaga- og tjáningarfrelsi en þau mannréttindi eru forsenda þess að fólk geti staðið vörð um réttindi sín.“ Forseti Íslands hefur ekki svarað bréfinu. Ólafur Ragnar Grímsson Hu Jintao VEKJA ATHYGLI FOR- SETA Á AÐSTÆÐUM VERKAFÓLKS Í KÍNA UPPRUNI VÖRU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.