Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 26
|sunnudagur|9. 12. 2007| mbl.is A llir sem koma hingað fá heitt súkkulaði og kök- ur, svona var þetta í sveitinni og svona er þetta hér,“ segir Hólm- fríður Finnbogadóttir sem ræður ríkjum í Selinu hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg, en þar eru seld nýhöggvin jólatré gest- um og gangandi um helgar fyrir jólin og svo koma leikskólabörn úr bæn- um til að velja jólatré fyrir leikskól- ann sinn í miðjum vikum. Ég sit einmitt núna hjá Hólmfríði, Reyni Jóhannssyni manni hennar og barnabarnabarni þeirra, henni Láru Þöll Búadóttur, ásamt Árna Þórólfs- syni, hinum fastráðna starfsmanni skógræktarfélagsins og bíð þess að rúta með leikskólabörnum frá leik- skólanum Víðivöllum við Miðvang renni í hlað. Á meðan horfi ég á þrestina tína upp í sig smámola sem skógræktarfólkið hefur gefið þeim. „Það eru óvenjulega margir þrest- ir núna, ég hugsa að þeir hafi verpt seint í vor vegna þurrka og þetta séu ungar sem hafi sleppt því að fljúga til útlanda,“ segir Árni. „Við þurfum að vera dugleg að gefa þeim,“ segir Hólmfríður og tek- ur í sama bili fram poka með kjöti. Ég rek upp stór augu, varla lifa þrestirnir á kjöti? „Þetta er fyrir tvo hrafna sem við gefum alltaf hér, ég fæ kjötafskurð hjá Fjarðarkaupum handa þeim,“ segir hún til útskýringar og snarast út með hrafnafóðrið. Það er vafa- laust ekki unnið fyrir gýg; „Guð launar fyrir hrafninn,“ segir einhver staðar. En nú heyrist vélarhljóð og rútan kemur og það er hvorki meira né minna en sjálfur Stúfur jólasveinn sem henni stýrir. Börnin þyrpast út ásamt fóstrum sínum. Þær halda góðum skikk á krökkunum sem eru falleg eins og vorblóm í vetrarnepj- unni og horfa vonglöð í átt að súkku- laðinu og smákökunum hennar Hólmfríðar. En fyrst fara þau fylktu liði ásamt Stúfi jólasveini og fóstrum og velja sér jólatréð. - Síðar kemur að súkkulaðinu og kökunum. „Í desember í fyrra skrifuðu í gestabókina 870 manns fram til 17. desember,“ segir Hólmfríður stolt. „Við hleypum fólki ekki út í skóg- inn, við höggvum niður þau tré sem þarf að grisja og svo getur fólk valið úr þeim. Við seljum líka Hafnarfjarð- arbæ tré, bæði á torgin og svo seljum við öll trén í jólaþorpið. Við seljum eingöngu stafafuru sem er algerlega barrheldin, svo seljum við furugrein- ar og köngla. Við sáum, ræktum, setjum niður og grisjum svo, þetta eru útivistarskógar og þannig er unnið í þeim,“ segir hún og heldur að mér jólaköku og smákökum. „Krökkunum finnst líka gaman að koma hingað á vorin en það er önnur saga,“ bætir hún við. Hólmfríður og maður hennar gæta langömmu- barnsins meðan móðirin er í Listahá- skólanum, það væsir ekki um litlu Láru Þöll í þeirri vist. Hún fær að fara með að velja jólatréð með krökkunum og langafa. „Við erum með logandi á arninum um helgar, þetta er fimmta aðventan sem við seljum jólatré hér í Selinu,“ segir Hólmfríður. „Þá kemur full- orðna fólkið með börnin sín.“ Árni segir að trén sem seld eru núna séu þetta 15 til 25 ára. „En það þarf að stytta þau allra stærstu, en viðskiptavinir sjá um að telgja þau til að neðan, það þarf öflugan jólatrés- fót fyrir stór tré.“ Árni segir mér og þær góður fréttir tré hérlendis bindi meira kolefni en fólk bjóst við áður. Og nú kemur öll barnahersingin til að fá súkkulaðið og kökurnar. Öll eru þau fimm ára. Þau hafa fréttir að færa. „Jólasveinninn var ekki með bílpróf,“ segir Ragnheiður Ágústs- dóttir. „En það gerir ekkert til, hann statti bara upp og veifaði,“ segir Elín Helena Karlsdóttir og horfir á mig einlægum brúnum augum. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi börn koma í svona jólaheimsókn til Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar. Þau þakka fyrir góðgerðir og skemmtilega ferð með því að syngja hárri röddu: Í skóginum stóð kofi einn sat við gluggann jólasveinn þá kom lítið héraskinn og vildi komast inn. Það virðist lítil hætta á að hérum eða fólki verði úthýst í Selinu, þvert á móti mega bæði menn og málleys- ingjar búast þar við góðum mót- tökum, sú er reynsla mín af þessari skemmtilegu aðventuheimsókn í glitrandi jólasnjónum. Húsráðendur Þau Hólmfríður og Reynir maður hennar með Láru litlu Þöll taka á móti mörgu fólki á aðventunni sem kaupir sér nýhöggvið jólatré og fær sér heitt súkkulaði eftir kaupin. Jólatréð Árdís Grétarsdóttir leikskólastjóri með börnum og fóstrum með velvalið jólatréð sem þau skreyta svo í leikskólanum sínum Víðivöllum við mikinn fögnuð allra viðstaddra. Forsmekkur jólanna Morgunblaðið/Frikki Stúfur Jólasveinninn Stúfur ók rútunni og heldur hér af stað með börnunum að finna gott og fallegt jólatré. Stúfur próflaus Ragnheiður Ágústsdóttir t.h. segir að Stúfur hafi ekki bílpróf en Elín Helena Karlsdóttir t.v. segir að það geri bara ekkert til, hann bara veifi. Smákökur Börnin slá ekki hend- inni á móti heitu súkkulaði og smá- kökum, lagkökum og fleiru góðu. Hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar var mik- ið um að vera þegar Guðrún Guðlaugs- dóttir hitti Hólmfríði Finnbogadóttur um leið og 5 ára börn frá leikskólanum Víðivöll- um voru þar að velja sér jólatré. gudrun@mbl.is daglegtlíf Síldarsaga Íslendinga er komin út í 3 bindum. Einn höfundanna, Jakob Jakobsson, hefur sér- stakt dálæti á síldinni. »30 gull íslands Tawny Kitaen, sem sló í gegn í myndböndum Whitesnake er hún var gift David Coverdale og lék á móti Tom Hanks. »42 hvað varð um... Friðþór Eydal hefur viðað að sér ógrynni gagna og mynda um Keflavíkurstöðina frá 1942 til 1951 og gefið út á bók. »32 stöðin í keflavík Skáld-Rósa á streng í íslensku þjóðinni. Gísli H. Kolbeins hefur skráð sögu ljósmóðurinnar með skáldgáfuna. »34 skáldkona Fjórar litlar grínsýningar Ladda eru orðnar 80, uppselt hefur verið á þær allar og meistari grínsins er í fullu fjöri. »28 stanslaust grín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.