Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 27
Ö
ndvert við næstum alla
sem koma í fjölmiðla-
viðtöl þessa dagana þá
gæti ég seint haldið því
fram með sannfæringu
að ég væri mikið „jólabarn“, eins og
það er jafnan kallað. Það helgast
ekki af því að ég eigi slæmar minn-
ingar um jól í æsku minni. Öðru nær.
En einhvern veginn veldur koma
þeirra mér ekki þeim óskaplega fiðr-
ingi og sælu, sem greina má í yfirlýs-
ingum alvörujólabarna.
Undanfarna daga hef ég verið að
velta fyrir mér hverju þetta sæti.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann
af minningum frá aðfangadögum
bernskunnar er að við fórum í mat til
ömmu og afa á Smáragötu. Áður en
við ókum þangað þurfti að fara í bað
og klæða sig upp á og opna jóla-
pakka heimilisins, því af einhverjum
ástæðum tókum við þá ekki með
okkur í fjölskylduboðið á Smáragöt-
unni.
Í minningunni þurfti að hafa hrað-
ar hendur til að ná þessu áður en
brottfarartíminn rann upp. Það voru
allmargir pakkar undir trénu og
ekki man ég annað en innihald
þeirra hafi jafnan kveikt heilmikla
gleði. Hins vegar var lítill tími til að
njóta þess því við vorum á leiðinni
burt.
Hjá ömmu og afa var góður matur
og ís og niðursoðnir ávextir á eftir.
Þar var frændfólkið mætt og þar á
meðal krakkar á svipuðu reki.
Amma átti jólasveinagrímu og bún-
ing og hún eða einhver annar setti
þetta upp þegar borðhaldinu var lok-
ið eftir að því er virtist átján klukku-
stundir.
Þá tóku pakkarnir að streyma að
boðsgestunum, einn af öðrum og ég
fékk auðvitað minn skammt og allt
var þetta hið notalegasta. Skrjáf í
skræpóttum pappír, kímið tíst og
stöku hlátrasköll. Er á leið kvöldið
settist mamma við gamla ameríska
píanóið og fullorðna fólkið söng
nokkra sálma með seinni kaffiboll-
anum.
Ég man að fallega skæra röddin
hennar Gunnu frænku heyrðist
greinilega í Heims um ból alla leið
þangað sem við krakkarnir vorum
búin að hreiðra um okkur, í Norður-
herberginu eða í gömlu súðarher-
bergjunum á háaloftinu.
Þar nutu sín nú glansandi bílar og
skrautklæddar dúkkur auk bóka og
annarra gulla, en sparifötin okkar
örlítið farin að velkjast eftir margar
skreppur undir borð og stóla, inn í
skápa og bak við hillur í feluleik eða
öðrum mikilvægum erindagjörðum.
Loks var ekið heimleiðis um
óvenjukyrrar götur með blikandi
stjörnur bæði á himni og snævi þak-
inni jörð og síðan lagst til svefns
undir ilmandi hreinni sæng, helst
með úrval úr jólagjafaflórunni með
sér. Það gat að vísu verið strembið.
Eina nóttina svaf ég með tekkbrún
skíði við hliðina á mér í rúminu og
vaknaði flæktur í bindingarnar um
morguninn og með trébragð í munn-
inum.
Þegar ég rifja þetta upp skil ég
svo sem enn síður en áður hvers
vegna mér dytti aldrei í hug að kalla
mig „jólabarn“. Ég verð bara að
sætta mig það. Ég óska okkur öllum
gleðilegra jóla.
Jólabarn eða ekki jólabarn
– þarna er efinn
HUGSAÐ UPPHÁTT
Sveinbjörn I. Baldvinsson
www.oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift!
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
Þrír mánuðir ókeypis. Prófaðu núna!
• Heimaöryggi felur í sér innbrotsvörn, næturgæslu, brunaviðvörun og vatnsviðvörun
• Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna!
• Tilboðið gildir til 24. desember
• Í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila
og sinnir útkallsþjónustu
Þú vilt ekki
hvaða jólasvein
sem er
inn um gluggann
hjá þér!
JÓLATILBOÐ
á Heimaöryggi
Hver vakta
r
þitt heimil
i?
Opið
í dag
kl. 13-18
Laugavegi 53 • Sími 552 3737
Opið virka daga 10-18