Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 29

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 29 Radisson SAS Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R • S ÍA • 7 24 66 Súlnasalur verður stjörnum prýddur hvort sem er á sviðinu eða úti í sal á nýárskvöld. Hver skemmtikrafturinn á eftir öðrum mun gera kvöldið eftirminnilegt sem og girnilegur maturinn og gleðin sem ríkir. Pantaðu borð í síma 525 9900. Misstu ekki af stærsta kvöldi ársins. Dagskrá kvöldsins: Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, tekur á móti gestum með fallegum undirleik. Ragnar Bjarnason stjórnar veislunni eins og honum er einum lagið. Jónas Þórir leikur undir kvöldverði. Diddú tekur lagið. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Bjarni Ara syngur og hver veit nema Raggi Bjarna syngi með. Hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi. Flugeldasýning í Súlnasal á nýárskvöld skemmtikrafta frönsku eða ensku röddunum; þar voru allir Strumparnir keimlíkir. Voru allir svona skrækróma. Þannig að ég kokkaði þetta allt upp úr sjálf- um mér. Ég tók allar raddirnar upp á kassettu og skírði hverja og eina, en í forvígi voru Æðsti Strumpur, Strympa, Kraftastrumpur, Klaufa- strumpur og Gáfnastrumpur. Svo var ég alltaf með tækið á mér af því að sumir Strumparnir, Leitar- strumpur t.d., komu sjaldan fyrir. Kannski á fimm þátta fresti og þá þurfti ég að finna þá rödd svo ég myndi nú ekki flaska á henni.“ Strumparnir eru einn angi af ótrú- lega litskrúðugum ferli Ladda í gegnum tíðina, framlag hans þar fer kannski ekki hátt í umræðum um fer- il hans en eins og sjá má er sama al- úðin og metnaðurinn þar eins og í öðru sem hann gerir. En í augnablik- inu hlýtur hann að vera að jafna sig eftir erilsamt ár. Eða hvað? „Það er hellingur eftir. Ég er eig- inlega farinn að hlakka innilega til jólafrísins. En þetta hefur gefið mér afskaplega mikla innspýtingu. Eðli- lega. Það er mjög gaman að finna fyrir þessum mikla áhuga. Sjálfur fannst mér ég vera kominn á aldur, ný kynslóð væri að taka við í gríninu o.s.frv. En að fá þessi viðbrögð varð til þess að maður rétti úr hryggnum. Það er greinilegt að maður á ennþá aðdáendur, á öllum aldri og út um allt land. Munnvikin lyftust og ég efldist við þetta, fór allur á ið og peppaðist upp. Ég hugsaði: „Ókei, ég er til í slaginn!“ Ég yngdist svei mér þá upp við þetta, mér líður eins og fimmtugum manni frekar en sextug- um (hlær).“ Laddi segir að lokum að hann vilji líta á þetta sem staðfestingu um að hann eigi að halda áfram, eins lengi og heilsa og áhugi leyfa. Blaðamaður spyr hins vegar að lokum í fúlustu al- vöru. Algerlega grínlaust: Hvenær fær þessi maður fálkaorðu? ____________ arnart@mbl.is og gáttaður Skúli rafvirki Hin mörgu andlit Ladda Þórður húsvörður Eiríkur Fjalar Saxi læknir Hallgrímur ormur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.