Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 31
mjög miklar vetrarsíldveiðar. Hann fékk skip og búnað, síldarvörpur og ætlaði að finna þessa síld – en hann fann hana ekki. Þá voru góð ráð dýr. Hann tók sér far til Noregs frá Aust- fjörðum til að ræða við Norðmenn um þetta mál. Á leiðinni þangað sagði hann mér að honum hefði ekki orðið svefnsamt eina nóttina og setið uppi á bátaþilfarinu um sumarnótt 1935. Þá fékk hann þá hugljómun að síldin færi til Noregs til að hrygna. Hann sá fyrir sér straumakerfið og hvernig síldin gæti nýtt sér það og komið svo aftur til baka til Norðurlands á sumr- in. Þetta var byltingarkennd hug- mynd sem enginn tók þá trúarlega. Þessi kenning Árna var ekki viður- kennd fyrr en farið var að merkja síldina. Allar merkingartilraunir á síld höfðu mistekist fram til þessa í Evrópu en hann vissi að Bandaríkja- menn voru þá farnir að merkja síld með þónokkrum árangri. Árni dreif sig 1944 til austurstrandar Banda- ríkjanna til að kanna þetta. Merking- araðferðin var þannig að litlum stál- plötum var stungið inn í kviðarhol síldarinnar, reynt var að hitta á mör- inn sem liggur utan á þörmunum. Þegar síldin var svo síðar brædd voru settir seglar þar sem síldarmjölið fór yfir og málmurinn varð eftir á segl- unum. Árni kom með þessa þekkingu heim og í stríðslok náði hann samn- ingum við Norðmenn um að hefja þessar merkingar. Hann kom með 10 þúsund merki með sér. Farið var að merkja 1948 og ári síðar fannst eitt merki í Noregi. Hvort þetta sannaði nokkuð var ekki víst, þarna gat verið um flæking að ræða. En svo fjölgaði merktum fisk- um og þannig sannaðist kenning Árna. Ég var fyrst í merkingu með nafna mínum Magnússyni en stjórn- aði svo merkingum á námsárum mín- um og merkti talsvert á annað hundr- að síldir með eigin hendi.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í fiskifræði? „Ég var alinn upp á sjó, hafði verið mótoristi hjá föður mínum. Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði og faðir minn var skipstjóri á eigin 15 tonna bát sem hét Auðbjörg eftir ömmu minni, sem var húsfreyja á Ill- ugastöðum á Vatnsnesi – faðir minn var Húnvetningur. Ég kynntist sjó- mennsku frá fermingaraldri og verk- un á fiski, fyrst og fremst þorski. Það kom því ekki á óvart að hugurinn væri við þetta. Að vísu var ekki al- gengt að strákar austan af Norðfirði færu í skóla en móðir mín lagði mikla áherslu á þetta. Systur hennar tvær urðu fljótlega ekkjur, menn þeirra og elstu synir fóru í sjóinn. Mamma ótt- aðist alltaf um okkur á sjónum. Henni fannst því tryggast að koma mér í skóla. Ég tók landspróf 1948 fyrir austan og fór svo í Menntaskólann í Reykjavík. Markmiðið með skólagöngunni var sem sagt að koma mér í land en það þróaðist þannig að ég fékk áhuga fyr- ir að fara í fiskifræði og talaði við Árna Friðriksson um það. Hann hafði hins vegar áhuga á að menn mennt- uðu sig sem víðast til að efla hafrann- sóknir á Íslandi. Enginn Íslendingur hafði farið til Bretlands til að nema fiskifræði, en þar voru menn orðnir atkvæðamiklir, einkum í útreikn- ingum á stofnstærðum. Árni lagði eindregið til að ég færi til Bretlands og skrifað var til hafrannsóknastofn- unarinnar í Aberdeen. Þar fengust þær upplýsingar að best væri að ég færi í háskólann í Glasgow. Við Árni urðum síðar nánir vinir. Síldin atkvæðamikil í þjóðlífinu Síldin var á þessu árum atkvæða- mikil í íslensku þjóðlífi. Ég var ekki á plönum en á síldarbáti eitt sumar, þá 15 ára. Að sjálfsögðu fór ég upp í Hvanneyrarskál – maður hafði gott af að hreyfa sig og rölta þangað upp eft- ir.“ En hvernig hefur samvinnunni verið háttað hvað varðar hið nýút- komna rit? „Meðan Fróði var með þetta hafði ég náið samstarf við Steinar J. Lúð- víksson, við lásum yfir hvor hjá öðr- um efnið okkar í þetta rit. Reynt var að skipuleggja verkið þannig að kafl- arnir sköruðust sem minnst þótt ekki yrði alveg hjá slíku komist. Engir árekstrar urðu vegna efnistakanna.“ Seinna síldarævintýrið Seinna síldarævintýrið kom rétt um 1960. Fram að því hafði verið óttalegt hallæri á þessu sviði hér þótt hún veiddist í Noregi þar sem hún hrygndi. Á fyrri hluta 20. aldar gekk síldin á grunnmið Norðurlands en upp úr miðjum fimmta áratugnum hætti hún að ganga á grunnmið og menn vissu ekki hvar hún var. Þegar menn svo komust að því með aðstoð síldarleitartækja fannst hún 70 til 80 sjómílur austur af landinu en þá höfðu menn ekki búnað til að veiða hana. Þetta breyttist um 1960, þá voru menn með Astic-tæki, sem þeir tóku svo að nota til að kasta á síldar- torfurnar. Astic er bergmálstæki sem sendir geisla lárétt út frá skipinu og endurvarpið kemur fram á mæli og sýnir stefnu og fjarlægð síldartorfa frá skipinu og síldina sem svarta flekki. Þetta tæki er afsprengi tækis sem bresk nefnd fann upp til að leita uppi þýska kafbáta. Þarna vorum við komnir með leit- artæki, veiðarfæri og vissum að auki hvort síldin væri í veiðanlegu formi. Við gátum sagt fyrir með rann- sóknum á rauðátu hvar væru mestar veiðilíkur eftir svo og svo langan tíma. Þetta varð grundvöllur fyrir síðasta síldarævintýrinu sem lauk þegar hafís lagðist yfir rauðátusvæði sem hún hafði leitað sér æti á.“ Er von á nýju síldarævintýri? „Það er að verða á annan hátt, menn verða bara ekki eins mikið var- ir við það. Síldarstofninn var kominn niður í nokkrar síldartorfur við Hrollaugseyjar þegar síldveiðar voru bannaðar. Stofninn var að deyja út. En 1971 vildi það okkur til láns að það klaktist út frá þeim fáum síldum sem eftir lifðu þokkalegur árgangur. Ég tók strax þá ákvörðun að það yrði að vernda þennan árgang svo hann gæti hrygnt og getið af sér afkomendur. Það varð samstaða um að hreyfa ekki við þessari síld. Sumir sögðu að vísu að Jakob lægi á þessu eins og ormur á gulli og aldrei mætti veiða neitt. Eigi að síður varð samstaðan yfirgnæfandi og þetta lukkaðist. Síldarstofninn náði sér upp og farið var að veiða smávegis 1975, eða 10% af 100 þús- und tonna stofni, sem þá var orðinn. Það tók tíma að menn vendust því að veiða ekki allt sem þeir náðu en nú er stofninn orðinn um 700 þúsund tonn.“ Síldin er þinn uppáhaldsfiskur? „Já, hún er svo spennandi. Hún þykir duttlungafull. En þegar grannt er skoðað hefur hún ástæðu fyrir sín- um duttlungum. Það hefur verið áhugavert að kynnast hegðun henn- ar. Fiskar eru skynsamir, síldin er að vísu forn fiskur og hefur fyrst og fremst eðlisávísun. Þorskur er talinn miklu gáfaðri en síld, þótt ég sé nú ekki alveg viss um það. Þegar síldin verður fyrir áreiti breytir hún um hegðun og bregst við. Það gerði hún á síldarárunum. Þegar hún var friðuð í nokkur ár og veiðar hófust að nýju lukkaðist hvert kast, en þegar hún fór að venjast veiðunum, þurfti kúnstir til að ná henni. Hún bíður í köldum sjó á veturna og fær ekki æti, bíður eftir vorinu, þá er hún róleg og sam- anþjöppuð inni í fjörðum. Okkur heppnaðist betur að ná upp síldarstofnum okkar sem orðnir voru svo fáliðaðir sem fyrr sagði vegna samstöðunnar heldur en Norð- mönnum sem ekki voru jafn stífir á veiðitakmörkunum. Norski stofninn var áður stærsti stofn veraldar. Al- þjóðahafrannsóknaráðið beitti sér mjög í þessu máli og það tókst að vernda norsku síldina svo það kom stór árgangur 1983, þá voru liðin 24 ár frá því síðast hafði komið slíkur ár- gangur. Það tókst að vernda þennan árgang í Noregi og er stofninn nú tal- inn kominn í fyrri stærð. Þetta er lýs- andi dæmi um hvað hægt er að gera með samstöðu. Það verður að sýna þolinmæði í þessum efnum.“ Er það ekki mikil sigurtilfinning að horfa á þessi þrjú rit? „Ekki aðeins sigurtilfinning heldur mikið þakklæti. Við höfundarnir vor- um orðnir mjög vondaufir um að þetta kæmist út – ég held að ég geti talað fyrir okkur alla. Og einnig erum við ánægðir með hvað ritið er veglegt og aðgengilegt. Þarna er komið heim- ildarit sem spannar 150 ára sögu síld- veiða og þar fá fróðleiksfúsir les- endur svör við mörgum spurningum varðandi þennan eftirlætisfisk. Í mín- um huga er bæði þakklæti og léttir.“ fiskur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 31 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudaga frá kl. 13-16 • Pelskápur • Rúskinnskápur • Ullarkápur • Leðurkápur • Úlpur • Ullarsjöl • Hanskar og húfur Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.