Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 41

Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 41 að ræða án þess að fjalla almennt um stöðu kenn- ara í samfélagi okkar og launakjör þeirra. Hér er komið að lykilatriði í þessu máli. Við Íslendingar viljum byggja upp framúrskar- andi skólakerfi. Sá er andinn í allri lagasmíð okkar um skólamál og sá er andinn í opinberum málflutn- ingi núverandi menntamálaráðherra og hið sama má segja um fyrirrennara hennar. Starf kennarans er eitt mikilvægasta starfið í samfélagi okkar. Við gerum miklar kröfur til þeirra og leggjum mikla ábyrgð á herðar þeirra. Þær þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa á síðustu áratugum og hafa m.a. leitt til þess að báðir for- eldrar vinna fullan vinnudag utan heimilis, þýða að það er verið að gera enn meiri kröfur til kennara um að sinna því uppeldishlutverki, sem áður fór fram að verulegu leyti innan heimilanna. Því fer hins vegar fjarri að við sýnum kennurum þá virðingu, sem er í samræmi við þær kröfur sem við gerum til þeirra. Þvert á móti hefur andinn í samfélaginu undanfarna áratugi í vaxandi mæli verið sá, að þetta sé heldur lítilmótlegt starf, þótt fallega sé talað til þeirra á hátíðarstundum. Og jafnvel talað á þann veg manna á meðal að þessi og hinn hafi gerzt kennari af því, að hann hafi ekki átt kost á betra starfi. Launakjör kennara eru í sam- ræmi við þetta almanna viðhorf. Þau hafa verið hraksmánarleg, þótt breyting hafi orðið á allra síð- ustu árin en þó engan veginn í þeim mæli, sem þarf að verða. Það er alveg sama hvað við byggjum fínar skóla- byggingar, hvað við setjum fín lög og háleit mark- mið; við náum engum árangri ef við fáum ekki hæfileikamesta fólkið til kennarastarfa. Og það er gersamlega óhugsandi að það fáist miðað við nú- verandi launakjör. Auðvitað eru margir hæfileika- miklir einstaklingar í kennarastörfum í dag en þeir eru ekki nógu margir og það vita allir, sem vita vilja, líka menntamálaráðherra. Og auðvitað veit Þorgerður Katrín að það, sem hér er sagt um launakjör kennara, er rétt. Allir þeir, sem hafa verið svo heppnir í lífinu að njóta kennslu góðs kennara, vita, að það markar líf þeirra allt og að slíkt fólk gleymist aldrei í hug og hjarta þakklátra nemenda. Þess vegna er það þjóðfélagi okkar til skammar, hvernig við höfum umgengist þessa stétt og hver aðbúnaður hennar í launum hefur verið. Þegar leit- að er skýringa á frábærum árangri Finna í þessum efnum er svarið alltaf það sama; þar í landi njóta kennarar mikillar virðingar. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar eiga að verða til þess að við snúm við blaðinu og breytum viðhorfi okkar til kennarastéttarinnar. Það fólk, sem stundar þessi störf, á kröfu á virðingu okkar allra og stuðningi okkar allra. Kennarar eiga kröfu á því að við borgum þeim góð laun fyrir störf sem eru svo mikilvæg að því verður tæpast með orðum lýst. Og þeir eiga ekki að þurfa að sækja þau laun í hendur okkar skattgreiðenda með verkföllum heldur á að tryggja þeim viðunandi launakjör með mannsæmandi hætti. Það er ekki hægt að fjalla um niðurstöður PISA- rannsóknarinnar án þess að ræða þennan þátt málsins vegna þess, að þetta er lykillinn að því að byggja upp gott skólakerfi. Fólkið, sem þar starf- ar, þarf að finna, að störf þess séu einhvers metin. Þetta fólk lifir ekki á hugsjóninni einni fremur en aðrir. Kennurum finnst enn að þeir séu niðurlægð- ir með þeim launakjörum, sem þeim eru boðin. Hvernig í ósköpunum er hægt að gera kröfu til þeirra um framúrskarandi árangur ef tilfinning þeirra er sú, að það skipti samfélagið ekki nokkru máli? Niðurstaða PISA-rannsóknarinnar nú þarf að leiða til rækilegrar uppstokkunar í skólakerfi okk- ar, enda bersýnilega mikil þörf á því, en þá verðum við að ræða málið allt en ekki bara hluta af vand- anum. Og þótt það sé erfitt fyrir menntamálaráð- herra stöðu hennar vegna að ræða kjaramál kenn- ara liggur við að hún ætti að skipa sér í fremstu röð í kröfugöngu þeirra fyrir bættum kjörum vegna þess, að þar liggur stór hluti af þeirri lausn, sem bæði ráðherrann og aðrir leita að. Það þætti vissulega saga til næsta bæjar ef ráð- herra gengi fyrst í kröfugöngu kennara en hvers vegna er það svo fráleitt? Er það ekki frumskylda menntamálaráðherra að gæta hagsmuna skóla- kerfisins, nemenda – og kennara? » Þetta er óvarlega sagt hjá menntamálaráðherra og ekkiskynsamlegt að horfa fram hjá þeim veruleika, sem við okk- ur blasir eftir að niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir. rbréf Morgunblaðið/Golli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.