Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 46

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 46
46 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÚ djúpa og margbrotna reynsla sem fólk verður fyrir í veiði kallar á að það tjái sig um hana. Því er ekki að undra að veiðisögur skuli vera eitt mest iðkaða munnlega frásagn- arform landsmanna. Innihaldið er ekki flóknara en að sögumaður kast- ar öngli og fær fisk sem annaðhvort sleppur eða endar á landi. Að þessu leyti er efnið jafn einfalt og í drótt- kvæðum vísum um hermann sem drepur óvininn með vopni. List svo einfaldra frá- sagna er ekki fólgin í því hvað er sagt heldur hvernig. Bubbi Morth- ens er þekktur fyrir laxveiðar og munnlegar sögur sem hann færir hér í form ritlist- arinnar. Það kallar á aðra framsetn- ingu en í veiðihúsum og á bakkanum eða þegar veiðimenn hittast á förn- um vegi. Hann heldur því að vísu vel til haga að laxarnir séu stórir og erf- iðir viðfangs, að jafnaði heldur stærri en flestir þeirra laxa sem dregnir eru úr ám landsins, en metn- aður hans beinist að því að miðla þeim tilfinningum sem veiðin og glíman við náttúruna magna upp. Koma því í orð hvað sé svona æð- islegt við veiðina. Þar skipta hvorki stærð né magn höfuðmáli heldur það sama og Ragnheiður Gröndal lýsti nýlega í sjónvarpsviðtali að hún hefði lært um sönglist á ferli sínum: Að minna væri meira. Lesandinn fer með sögumanni út í náttúruna í byggð og óbyggðum, í rjómablíðu og illviðri, og tekur þátt í gleði hans og vonbrigðum, jafnvel mannjafnaði þegar seiglan og þrjóskan skila árangri eftir að aðrir hafa gefist upp. En veiðin kennir honum líka lítillæti og að það geti verið sælla að gefa en þiggja, njóta þess að fylgjast með fögnuði ann- arra frekar en að veiða sjálfur. Sögumanni þykir þó erfitt að kyngja þessum lærdómi þegar hann hnýtir við fyrirsögn á frábærri sögu um að- vífandi strák sem hann leyfir að kasta einu sinni – eftir að stráksi hefur lýst aðdáun sinni á Egó-tíma Bubba – að „hégóminn hafi kostað sig stórlax“. Lesandinn skynjar þó að sá „kostnaður“ hlýtur að hafa margborgað sig. Engir slíkir fyr- irvarar eru þegar hann veiðir með syni sínum. Þar er ánægjan einlæg yfir velgengni sonarins. Vinátta veiðifélaga, náin kynni þegar menn opna sig á bakkanum og óvænt tilfinningakvika harðúðigs bónda koma hér við sögu í bland við frásagnir sem draga það fram hvernig ólga heillar hjónabandsævi getur fengið útrás með lax í hendi. Aðrar benda á mikilvægi hófsamrar umgengni við náttúruna og breytt kynhlutverk frá því sem áður var. Þannig spegla veiðisögurnar nýjan tíðaranda sem hefur víða skírskotun út í þjóðfélagið. Sú tíð er löngu liðin að í veiði séu karlar einir á ferð að moka upp eins mörgum löxum og hægt er í bland við mikla viskí- drykkju. Nú er okkur ætlað að veiða (og drekka) í hófi með flugum og það er ekki lengur svo að veiðin sé ein- göngu karlasport. Þar eiga konur jafn mikið erindi – ekki síst við sögu- mann sjálfan. Sögur Bubba eru skemmtilega fjölbreyttar, einlægar og lifandi. Honum liggur mikið á hjarta að miðla til lesandans hugmyndum sín- um um veiðiskap. Stundum gæti minna verið meira en frásagnarmát- inn er hluti af persónu sögumanns- ins, stóru egói sem sættir sig ekki við annað en árangur og hefur næma tilfinningu fyrir fólki, fiskum og náttúrunni umhverfis. Spegill sálar og þjóðfélags BÆKUR Veiðisaga Eftir Bubba Morthens, Reykjavík, JPV útgáfa 2007. Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð Gísli Sigurðsson Bubbi Morthens RÚMAR 6,3 milljónir króna söfn- uðust á styrktartónleikum FL Group fyrir verkefnið Lífið kall- ar, sérstakt meðferðarverkefni hjá BUGL. Jón Sigurðsson, for- stjóri FL Group, afhenti Hrefnu Ólafsdóttur, yfirfélagsráðgjafa hjá BUGL, andvirði allra seldra miða á tónleika þar sem Kiri te Kanawa og Garðar Thór Cortes komu fram með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði FL Group, sem greiðir allan kostnað við þá, þannig að andvirði miða rann óskert til BUGL, barna- og unglingageð- deildar Landspítala. Lífið kallar er stuðningsverkefni á bráðaþjón- ustu BUGL, sem miðar að því að styrkja börn og unglinga sem hafa orðið fyrir áfalli og í kjölfar- ið misst lífslöngunina. Í lok tónleikanna sagði Jón Sig- urðsson, forstjóri FL Group, það sérstaklega ánægjulegt að leggja jafn ágætu málefni lið. „Með verk- efninu Lífið kallar er verið að lið- sinna börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir áfalli og misst fótfestuna í lífinu.“ Þá þakkaði Jón einnig söngvurunum og Sin- fóníuhljómsveitinni fyrir þeirra framlag. Myndarlegt Hrefna Ólafsdóttir með upphæðina sem Jón Sigurðsson af- henti að loknum tónleikunum á föstudagskvöldið þar sem Kiri te Kanawa og Garðar Thór Cortes komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 6 milljónir söfnuðust á tónleikum Kiri te Kanawa Morgunblaðið/Frikki EISTNESKA söngkonan Margot Kiis, sem búsett er fyrir norðan, hef- ur lengi vakið athygli fyrir fínan djassöng og syngur jafnan á ensku með sjarmerandi hreimi. Nú hefur hún sent frá sér skífu með tíu söng- dönsum og einum Ellingtonópusi. Með henni er frábært tríó: Kjartan Valdimarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Erik Qvick trommur, en Margot hefur alltof sjaldan sungið hér syðra. Hún er þroskuð söngkona sem hefur mótað persónulegan stíl er breytist varla úr þessu. Rödd hennar er nærri söng- leikjasöngkonum en djassdívum, en oft krydduð beljanda gospelsins. Skífan hefst á versinu í Crazy He Calls Me áður en sveiflan brýst fram hægversk en sterk. Kjartan á þarna sólóperlu með blokkurum og öllum herlegheitunum. Stars Fell On Ala- bama er sungið nokkuð geyst, en skattkaflinn fínn. Í þeirri list eru þær Kristjana Stefánsdóttir Íslands- meistarar. Angel Eyes er sömbu- skotinn í útsetningu Helmut Aniko, sem útsetur þrjá dansa á skífunni; Margot annað. Kjartan leikur sóló á neðra sviði hljómborðsins, sem hon- um er tamt, og Margot skattar. Ópus Ellingtons, sem Al Hibler söng svo glæsilega með hljómsveit meist- arans, I Aińt Got Noting But The Blues, er frábærlega fluttur og Gunnar Hrafnsson makalaust fínn í bassakompi sínu af Niels-Henning ættinni. Margot syngur Kern klass- íkina The Song Is You með hraðri sveiflu og My One And Only Love af mikilli tilfinningu. Það er undir- leikur glæsilegur og Qvick flottur með burstana einsog jafnan. Sóló Kjartans er tær lýrík. Lokasöng- urinn er meistaraverk Rodgers og Harts: My Romance, sem Kjartan og Margot flytja tvö, en einsog Kristjana í Salnum á dögunum nær Margot ekki djasstilfinningunni í þessum söngdansi. Ben Webster hlustaði jafnan á Jo Stafford syngja; en ég myndi ráðleggja öllum sem glíma við My Romance að hlusta á hann blása dansinn. Diskur sem allir söngunnendur munu njóta. Topp djasssöngur TÓNLIST Geisladiskur Margot Kiis: My Romance Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.