Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 54
54 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIKUNA 30. nóvember til 7. desem-
ber stóð yfir góðgerðarvika hjá ung-
lingum í Gufunesbæ í Grafarvogi.
Ætlunin er að láta gott af sér leiða í
byrjun jólamánaðarins og styrkja
ýmis málefni t.d. Sjónarhól, Mæðra-
styrksnefnd og Umhyggju svo að
eitthvað sé nefnt.
Föstudaginn 30. nóvember byrj-
aði vikan á hip-hop balli í fé-
lagsmiðstöðinni Sigyn í Rimaskóla
þar sem rappararnir Danni A, Gunni
Jr, Dabbi T og Jói Dagur tóku nokk-
ur lög. Þangað mættu rúmlega 50
manns og söfnuðust um rúmlega
15.000 kr. sem runnu til Umhyggju
— félags til styrktar langveikum
börnum.
Mánudag og þriðjudag safnaði fé-
lagsmiðstöðin Borgyn í Borgaskóla
fötum til styrktar Rauða krossinum
og Mæðrastyrksnefnd og Fjörgyn í
Foldaskóla safnaði spólum, dvd-
myndum, leiktækjum, spilum og
fleira sem rann svo til Barnaspítala
Hringsins.
Félagsmiðstöðin Engyn í Engja-
skóla hélt rokkball fyrir 1.-4. bekk á
þriðjudaginn og á fimmtudaginn hélt
einnig rokkball fyrir 5.-7.bekk og all-
ur ágóðinn af ballinu rann til Blátt
áfram.
Fimmtudaginn 6. desember fóru
flestar félagsmiðstöðvar í Graf-
arvogi í Smáralind og tóku þátt í
Pakkajólum Bylgjunnar. Krakk-
arnir voru mjög spenntir fyrir að
fara með gjafir undir jólatréð sem er
til styrktar Mæðrastyrksnefnd.
Svo verður gefinn út jólageisla-
diskur þar sem sönghæfileikaríkir
krakkar syngja jólalög.
Vikan endar svo á „Góðgerðaball-
inu“ í félagsmiðstöðinni Nagyn í
Húsaskóla þar sem Addi úr Svita-
bandinu verður Dj og krakkar af
jólageisladiskinum hita upp og taka
lagið sitt af diskinum, allur ágóðinn
af ballinu rennur til Sjónarhóls.
Góðgerðarvikan gekk mjög vel í
fyrra hjá unglingunum í Gufunesbæ
og áætlunin er að gera góðgerð-
arvikuna að árlegum viðburði. Í
fyrra söfnuðust yfir 350.000 kr. til
ýmissa góðgerðarmálefna, gjafir
sem Mæðrastyrksnefnd sá um að
dreifa til bágstaddra og fullt af föt-
um einnig.
BÁRA SIF MAGNÚSDÓTTIR,
10. bekkur – formaður í nem-
endaráði Nagynjar í Húsaskóla
ÚLFAR VIKTOR BJÖRNSSON,
9. bekkur – fulltrúi í nemendaráði
Nagynjar í Húsaskóla
DILJÁ MATTHÍASARDÓTTIR,
8. bekkur – fulltrúi í nemendaráði
Nagynjar í Húsaskóla
Góðgerðarvika unglinga í Grafarvogi
Frá fulltrúum í
nemendaráði Nagynjar
TIL SÖLU/LEIGU
Erum með til sölu eða leigu tæplega 6.000 fermetra iðnaðar og
skrifstofuhúsnæði við Tunguháls í Reykjavík, eignin verður tilbúinn haust
2008, en möguleiki er á að taka við hluta eignarinnar fljótlega.
Eignin selst eða leigist einungis í einu lagi ekki í hlutum.
Allar frekari upplýsingar gefur Skúli Þór í síma 585 0104
eða 848 0275
M
bl
9
38
15
0
Baldvin Ómar Magnússon Löggiltur fasteignasali
SMIÐSHÖFÐI 11 - ATVINNUHÚSNÆÐI
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 30 ár
M
bl
.9
46
17
5
1176,3 fm atvinnuhúsnæði á tveimur
hæðum á góðum stað í Ártúnshöfðanum í
Reykjavík.
NÁNARI LÝSING:
NEÐRI HÆÐ: Aðkoma að neðri hæðinni er
frá Stórhöfða. Neðri hæðin er 552 fm og er
skipt upp í 5 bil öll með góðum
innkeyrsluhurðum. Lofthæð neðri hæðar
er ca. 3,3 m og er hvert bil ca. 110 fm.
EFRI HÆÐ: Aðkoman að efri hæðinni er
frá Smiðshöfðanum. Efri hæðin er 552 fm auk millilofts sem er skráð 72,3 fm.
efri hæðinni er skipt upp í tvö bil með stórum innkeyrsluhurðum.
Lofthæðin er ca 5,5 m og er eignini skipt upp í tvö bil og er milliloft í báðum.
ALLAR UPPLÝSIGNAR GEFUR SVEINBJÖRN Í SÍMA 892-2916
EÐA Á SKRIFSTOFU GIMLI SÍMI 570-4800.
Gylfaflöt 16 - 18
Glæsilegt og vandað um 1950 fm skrifstofu og þjónustuhúsnæði í byggingu við Gylfalöt 16 - 18
(hornlóð). Húsið er steypt á tveimur hæðum. Að framan eru gluggahliðar en innkeyrsluhurðir
bakatil. Húsið er einangrað að utan með 100 mm steinull og klæddir liggjandi bárujárni og granít
steinplötum. Þak er steinsteypt, einangrað með 200mmm polystýerene einangrunarplasti. Ofan á
einangrun er vatnsþéttur dúkur og möl þar ofaná. Húsið skilast því fullbúið að utan, einangrað og
lóð malbikuð og hellulögð. Hiti kominn í allt húsið og rafmagn. Lyfta komin. Húsið er tilbúið til
afhendingar. Hægt að fá húsið fullinnréttað. Verð 340 milljónir.
Húsið er frábærlega staðsett og í alfaraleið fyrir þá sem leið munu eiga um
Grafarvog, Gufunes, Geldinganes, Kjalarnes, Kjósina og Mosfellsbæ.
Staðsett rétt við þar sem Hallsvegur og Sundabraut koma.
Upplýsingar veitir : Þórhallur, sími 896-8232.
Mb
l.
-9
46
62
8
FJALLALIND 141 201 KÓPAVOGI
Sölusýning í dag milli kl 14 og 15
Domus kynnir: Glæsilegt 235,1 fm. 7 herbergja einbýlishús
með innbyggðum bílskúr á besta stað í Lindahverfinu í Kópavogi.
Húsið er á tveimur hæðum og er allt hið vandaðasta. Möguleiki
er á að nota hluta af neðrihæð sem aukaíbúð með sérinngangi.
Parket og flísar á gólfum, eikarinnréttingar frá Brúnás.
Svalir útfrá stofu á efrihæð. Glæsilegt útsýni. Stutt í skóla,
leikskóla svo og alla almenna þjónustu. Verð 74,9 millj
Halldór Jensson
Viðskiptastjóri
halldor@domus.is
s. 840 2100/440 6014
ÉG BÝ erlendis um þessar stundir.
Við flutningana upplifði ég vægt
menningarsjokk. Það er svo margt
öðruvísi hér en ég á að venjast.
Prestar ríkiskirkjunnar og aðrir
fylgismenn hennar virðast líka vera
að ganga í gegnum menningarsjokk
þessa dagana. Veröldin sem þeir
héldu að þeir þekktu er ekki til og
líklega var hún aldrei til.
Þjóðkirkjan er í stöðu sem hún
hefur ekki áður verið í. Allt í einu
þarf hún að taka tillit til þess að það
eru ekki allir Íslendingar sem að-
hyllast kristni. Það hafa væntanlega
alltaf verið til Íslendingar sem ekki
voru kristnir án þess að það kæmi á
yfirborðið. Það að hafa eitthvert val í
trúmálum er tiltölulega nýtt fyr-
irbæri á Íslandi. Í nýlegri könnun
sem var gerð fyrir ríkiskirkjuna,
guðfræðideild og kirkjugarðana
sagðist einungis um helmingur vera
kristinnar trúar.
Fyrir skömmu kom fram að um
það bil fjórðungur barna er ekki
skírður í ríkiskirkjunni. Foreldrar
þessara barna hafa væntanlega tek-
ið upplýsta ákvörðun. Af hverju
ættu börnin þeirra að verða fyrir
trúboði í skólum? Ríkiskirkjan veit
af þessum stóra hópi sem er að
sleppa og vill væntanlega ná til hans.
Það er verið að reyna að taka
ákvörðunarvaldið frá foreldrunum.
Þess vegna er verið að draga línu.
Trúboð á ekki heima í skólum og
skólar eiga ekki að laga starf sitt að
þörfum trúfélaga. Þetta er kjarni
málsins. Foreldrar sem vilja fara
með börn sín til prests mega það
áfram. Skólinn á að vera hlutlaus og
sinna öllum jafnt. Þetta er eina leiðin
til að skapa sátt um skólastarf.
Sanngirni og tillitssemi er allt sem
þarf.
ÓLI GNEISTI
SÓLEYJARSON,
Grýtubakka 18, Reykjavík.
Menningarsjokk
tillitsseminnar
Frá Óla Gneista Sóleyjarsyni
smáauglýsingar mbl.is