Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 60

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 60
60 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Agnar GrétarTryggvason fæddist í Reykjavík 23. júní 1927. Hann lést á Landspítal- anum 9. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Tryggva Siggeirs- sonar og Láru Guð- laugsdóttur, Smiðju- stíg 4 í Reykjavík. Agnar átti eina syst- ur, Helgu, f. 19. júlí 1920, d. 11. apríl 2003. Agnar kvæntist 1949 Láru Þor- steinsdóttur, f. 10. jan. 1929. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sverrir, kvæntur Niven Shalaby, hann á tvo syni frá fyrra hjóna- bandi, a) Jóhannes, hann á eina dóttur, Maríu, og b) Ómar. Einnig á Sverrir tvö fósturbörn. 2) Edda Helga, gift Jóni Magnússyni, þau eiga tvær dætur, a) Kolbrúnu, gifta Hlyni Hreinssyni og eiga þau þrjá drengi, Jón Inga, Hafstein og Emil, og b) Helgu, gifta Þorgeiri Magnússyni og eiga þau tvö börn, Magn- ús Ingvar og Eddu Helgu. 3) Tryggvi Þór, kvæntur Erlu Valtýsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur, a) Elísabetu Láru, á hún þrjú börn, Brynju Sól, Aþenu Mareyju og Viktor Smára, og b) Katrínu Guðrúnu. 4) Lára Guð- rún, gift Kristjáni Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn, Sigurð Orra, Láru og Agnesi Björgu. Agnar fór mjög ungur á sjóinn, fyrst á varðskipunum og hjá Eim- skip. Lengst af vann Agnar hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Útför Agnars fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Ég ætla hér að minnast föður míns Agnars Grétars Tryggvasonar, í fá- einum orðum. Pabbi var fæddur og uppalinn í miðbæ Reykjavíkur og bjó við Smiðjustíg 4 ásamt foreldrum sín- um og systur, Helgu, þar til að hann ungur fór á sjóinn. Pabbi kynntist mömmu á Akureyri og giftu þau sig 3. júlí 1949 og settust að í Reykjavík. Þau bjuggu á Smiðjustíg 4, Lauga- vegi 19 og síðar á Njálsgötu 59 þar sem ég man fyrst eftir mér. Þar sem ég er yngst í systkinahópnum man ég bara eftir að pabbi hafi unnið í Áburð- arverksmiðjunni þar sem hann starf- aði í næstum 40 ár og fékk ég stund- um að fara með honum þangað um helgar ef á þurfti að halda. Á þeim tíma var Áburðarverksmiðjan uppi í sveit. Pabbi tók mikinn þátt í heim- ilishaldinu og var ekki óvenjulegt að vakna á laugardagsmorgnum við að hann var að skúra gólfin eða taka til. Uppvaskið var líka alltaf hans. Ófáar ferðirnar voru farnar um helgar aust- ur fyrir fjall, í Hveragerði að skoða apana, á Selfoss eða Þingvallahring- inn. Þá var öll fjölskyldan sett í litlu Volkswagen-bjölluna og keyrt af stað. Minn staður var fyrir aftan aftursæt- ið. Pabbi og mamma ferðuðust mikið til sólarlanda síðustu ár og fannst þeim notalegt að stytta veturinn með því móti. Eftir að pabbi hætti að vinna fóru þau að fara í sund á morgnana og varð það fastur punktur í þeirra lífi að mæta kl. 7 á morgnana á virkum dög- um í Sundhöllina. Síðastliðið sumar hélt pabbi upp á 80 ára afmælið sitt og gerði það með pomp og prakt og var það mjög vel heppnað en þá var hann orðinn veikur. Hann var lagður inn á Landspítalann til að fara í rannsókn um miðjan september, veiktist þar og lést eftir 7 vikna legu. Pabbi hafði mjög sterkar skoðanir á hlutunum og lá ekki á þeim. Hann var einnig hrók- ur alls fagnaðar ef eitthvað var um að vera og hafði gaman af að skemmta sér. Pabbi lést hinn 9. nóvember sl. og var kvaddur í kyrrþey hinn 14. nóv- ember eins og hann vildi hafa það. Ég kveð hann með söknuði og þakklæti fyrir allar góðar stundir og vona að honum líði vel þar sem hann er núna. Blessuð sé minning hans. Lára Guðrún Agnarsdóttir. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert kominn á stað þar sem þér líður betur. Ég á svo margar góðar minningar um þig afi minn, mjúka englahárið sem ég fékk alltaf að strjúka þegar ég kom í heimsókn til þín og var svo heppin að fá að klippa aðeins viku áður en þú fórst á spítalann og þegar þú kallaðir mig prinsessuna þína, mér leið alltaf vel hjá þér. Húmorinn þinn var einstakur og alls ekki fyrir alla en ég skildi þig afi, meira en þig grunaði. Ég átti margar góðar minningar frá Smiðjustígnum og fannst alltaf gott að koma heim til þín og ömmu, borðstofuborðið var miðdepillinn og þar sátum við og gæddum okkur á vöfflunum hennar ömmu og kexinu góða og svo eftir smástund varstu staðinn upp og byrjaður að taka af borðinu til að geta vaskað upp. Mér þykir svo vænt um að hafa get- að verið hjá þér daginn áður en þú fórst frá okkur og að geta horft í aug- un þín og sagt þér hversu mikið ég elska þig, þú horfðir á mig með ein- beitingu en gast ekki sagt neitt, en ég veit að þú heyrðir til mín afi minn. Elsku amma Lára, innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og börnunum. Elísabet Lára og börn. Burt er genginn kær frændi og góður vinur Agnar Grétar Tryggva- son Við vorum bræðrasynir og öll okkar barna- og unglingsár ólumst við upp á sömu torfunni í miðbæ Reykjavíkur sem afmarkaðist af Laugavegi – Smiðjustíg og Hverfis- götu. Það var að vísu engin tilviljun því að afi okkar, Siggeir Torfason, reisti um aldamótin 1900 verslunar- og slát- urhús að Laugavegi 13 þar sem hann rak umfangsmikla sveitaverslun um áratuga skeið. Þar var allt á sama stað, verslun, sláturhús og heimili afa og ömmu Helgu Vigfúsdóttur. Heim- ili afa og ömmu var í okkar ungdæmi samkomustaður fjölskyldunnar jafnt við lítil sem stór tækifæri. Minnisstæðar eru stórveislur á jól- um þar sem gleðin ríkti og marg- radda söngur hljómaði um húsið. Að þeim látnum héldu slíkar jólaveislur áfram hjá skyldfólki okkar um all- langt skeið. Ættir afa Siggeirs eru héðan úr Reykjavík en hann var sonur Torfa Þorgrímssonar prentara sem bjó neðst á Skólavörðustíg. Agnar Grét- ar, sem hér er kvaddur, var Reykvík- ingur í föðurætt í fimmta ættlið. Amma Helga var ættuð úr Suður- Þingeyjarsýslu, dóttir Vigfúsar Krist- jánssonar trésmiðs og Jakobínu Niel- sen. Leiðir þeirra ömmu og afa okkar lágu saman á menningar-og myndar- heimilinu í Húsinu á Eyrarbakka þar sem húsfreyja var Sylvía Thorgrims- en móðursystir ömmu okkar, en þar var þá fyrir afi okkar Siggeir, bók- haldari við Lefoliiverslun. Þau voru tvö systkinin Agnar og Helga sem var sjö árum eldri. Mikið ástríki var milli þeirra systkina, og barna þeirra Agnars Grétars og Láru, en bróðurbörnin voru auga- steinar Helgu. Ekki skorti heldur á væntumþykju barnanna og hlýhug til Helgu, en þau bjuggu lengst af í sama húsi við Smiðjustíg 4 í Reykjavík. Agnar Grétar lagði fyrstu starfsár sín fyrir sig sjómennsku. Fyrst á skipum Landhelgisgæslunnar og síð- ar Eimskipafélagsins í millilandasigl- ingum. Hins vegar varð ævistarf hans hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. Það var alveg sama hvar hann starfaði, alls staðar reyndist hann vel og var eftirsóttur á vinnustað. Í kringum hann söfnuðust góðir félagar sem hann ræktaði í hvívetna. Nú er frændi minn allur og leiðir okkar liggja ekki framar saman í þessu lífi. Skoðanir hans voru stað- fastar og réttsýnar. Sannleikur, heið- arleiki og réttlætiskennd var honum í blóð borið og greypt í staðfasta lífssýn hans. Ekki þarf nema minnast á hversu staðfesta hans var einlæg og mikil þegar tal okkar barst að stjórn- málum, og fáa hef ég þekkt sem höfðu jafnbjargfasta trú á stefnu Sjálfstæð- isflokksins og Agnar Grétar hafði. Agnar var einstaklega hreinskipt- inn og talaði tæpitungulaust. Hann var gæddur ríkulegu skopskyni, var afar skemmtilegur og glöggur að sjá hið spaugilega í kringum sig, þó aldrei á annarra kostnað. Hann var árinu yngri en ég, og við höfum verið sam- ferða allt okkar líf, alltaf vitað hvor af öðrum. Allt skilur það eftir sig ljúfar og góðar minningar um þennan látna frænda minn og vin. Mesta gæfa Agnars í lífinu var hans trausta og góða eiginkona, Lára Þorsteinsdóttir. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, öll til fyrirmyndar og mynda ásamt tengdabörnum og barnabörnunum samhenta og góða fjölskyldu. Hann naut sín vel á 80 ára afmæli sínu á Jónsmessunni síðast- liðið sumar, með fjölskyldu sína alla í kringum sig sem lagði sig fram um að gera honum daginn sem eftirminni- legastan. Þar lagðist allt á eitt og sólin skein sínu fegursta og afmælisbarnið naut sín til fulls. Þess er gott að minn- ast. Nú að leiðarlokum, þegar Agnar Grétar frændi minn er kvaddur, þökkum við samfylgdina og vinátt- una. Við Sigríður og börnin okkar sendum Láru og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Agnars Grét- ars Tryggvasonar. Hjalti Geir Kristjánsson. Fallinn er frá góður vinur minn, Agnar Tryggvason. Kynntumst við 1967 þegar ég byrj- aði að vinna í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Með okkur tókst ágætis vinskapur sem hefur haldist alla tíð síðan. Eftir að Agnar lét af störfum kom ég oft til þeirra Láru í Álakvíslina og þáði kaffi og veitingar yfir góðu spjalli. Ég kveð þennan vin minn með söknuði og sendi Láru og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Agnars Tryggvasonar. Grétar Júlíusson. Agnar Grétar Tryggvason Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Oddsflöt í Grunnavík, sem andaðist mánudaginn 26. nóvember, verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn 11. desember kl. 13.00. Kristbjörn H. Eydal, Friðþór Kr. Eydal, Elín Hrefna Kristjánsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal, Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldór Páll Kr. Eydal, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNASDÓTTIR frá Húsavík, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju í versluninni Esar á Húsavík, s. 464 1313. Sigurður Haraldsson, Bryndís Torfadóttir, Þórunn Hulda Sigurðardóttir, Bjarni Bogason, Ásdís Sigurðardóttir, Bjarni Ómar Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Háaleitisbraut 20, sem lést 26. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 15:00. Hinrik Einarsson, Helga H. Magnúsdóttir, Grétar Einarsson, Guðný Stefánsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson Bára Einarsdóttir, Gunnar Bjarnason Erlendur Steinar Einarsson, Haraldur Einarsson, Gerður Kristjánsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Ársæll Ársælsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislega mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SVAVA HJALTADÓTTIR, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 12. desember og hefst athöfnin kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins, sími 551 3509 / 898 5584. Elsa Tryggvadóttir, Áslaug Tryggvadóttir, Nebojsa Hadzic, Haraldur Tryggvason, Sigrún Eiríksdóttir, Svava Tryggvadóttir, Vilhelm Guðbjartsson, Sigríður Tryggvadóttir, Héðinn Sveinbjörnsson, Svava Ástudóttir, Kieran Houghton barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Flateyri, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 30. nóvember, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Ásbjörg Ívarsdóttir, Jón Sigurðsson, Agnes Einarsdóttir, Kristján Einarsson, Soffía Ingimarsdóttir, Jóhannes Einarsson, Jóhanna Jakobsdóttir, Reynir Einarsson, Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.