Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 61
✝ GuðmundurJónsson fæddist
á Mjóabóli í Hauka-
dal 27. apríl 1926.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 21.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Jón Jón-
asson frá Haugi í
Miðfirði, f. á
Óspaksstöðum í
Staðarhreppi 26.
nóvember 1887, d. 1.
júlí 1944, og Jak-
obína Guðný Ólafs-
dóttir frá Vatni í Haukadal, f. á
Bálkastöðum í Staðarhreppi 27.
desember 1886, d. 6. ágúst 1974.
Systkini Guðmundar eru: Jónas
Kristinn, f. 1918, d. 1959, Ólafur
Kristján, f. 1919, d. 1999, Hólm-
fríður, f. 1920, d. 2006, Karl, f.
1923, d. 1987, Ingibjörg Aðal-
heiður, f. 1927, og Jens Arinbjörn,
f. 1929.
Sambýliskona Guðmundar er
Þórdís Oddsdóttir frá Sælingsdal,
f. í Hvarfsdal 22. október 1924.
Börn þeirra eru: 1) Drengur, f. 12.
desember 1946, d. 14. mars 1947.
2) Jóna Guðný, f. 5. oktober 1948,
maki Jón Guðmundur Jakobsson,
þau eiga fjögur börn. 3) Valur
Bergsveinn, f. 7. nóvember 1950.
4) Sóley Ólafía, f. 18. maí 1954,
maki Þórarinn Sig-
geirsson, þau eiga
fimm börn. 5) Frið-
jón Örn, f. 20. júlí
1955, maki Anna
María Kristjáns-
dóttir, þau eiga
fimm börn. 6) Sól-
rún Bára, f. 19. jan-
úar 1957, maki Óð-
inn Kristmundsson,
þau eiga fjórar dæt-
ur. 7) Oddur Krist-
inn, f. 6. september
1966, maki Íris
Björg Sigurðar-
dóttir, þau eiga sex börn. 8) Jak-
obína Valfríður, f. 8. október
1967, maki Andrés Reynir Hann-
esson, þau eiga tvo syni. Barna-
barnabörn Guðmundar og Þórdís-
ar eru ellefu.
Guðmundur og Þórdís kynntust
í Hvammi í Hvammssveit árið
1945. Árið 1946 hófu þau búskap í
Breiðabliki 1 við Sundlaugaveg í
Reykjavík, þá vann Guðmundur
við húsgagnagerð og síðar í fisk-
mjölsverksmiðjunni á Kletti. Þau
fluttu að Borgum á Skógarströnd
vorið 1951 og bjuggu þar til ársins
1964. Þá fluttu þau að Ketilstöð-
um í Hörðudal og bjuggu þar síð-
an.
Guðmundur var jarðsunginn frá
Snóksdalskirkju 1. desember sl.
Afi minn, Guðmundur Jónsson frá
Ketilsstöðum er látinn. Við tvö vor-
um miklir vinir. Ég var lambið hans.
Þau amma hófu sinn búskap með
tvær hendur tómar er þau keyptu
jörðina Ketilsstaði og
hófu búskap á jörð sem var nánast
bara úthagar.
Hann var ánægður með ævistarfið
þó að stundum hafi verið basl og
hann hafi í fyrstu unnið mikið ann-
ars staðar.
Amma sá þá um búið og börnin á
meðan. Hann dáðist ætíð að henni
fyrir dugnaðinn. Hann var góður
bóndi. Þekkti kindurnar sínar og
gerði vel við kýrnar, á meðan hann
hélt þær. „Eða þar til búfræðing-
arnir töldu hagkvæmara að búa bara
með eina búgrein“ sagði hann ósátt-
ur.
Hann átti fáa hesta en góða. Ég
ólst upp við það að ef ég kláraði
verkin mín mætti ég sækja hest og
fara á hestbak.
Þannig hélt hann uppi ákveðnum
aga, með tilslökunum þó. Hann
treysti því að þeir sem í kringum
hann voru væru traustsins verðir.
Ég sé sjálfa mig fyrir mér sitja
uppgefna á steini með útgrátið and-
litið. Þá birtist hann skyndilega og
segir: Komdu, lambið mitt. Hjálp-
umst að við að ná hesti fyrir þig. Og
svo stekk ég á bak með sólskinsbros
því ég á besta afa í heimi. Hann vissi
hvað þurfti til að framkvæma hlut-
ina. Og hvenær kominn var tími til
að rétta hjálparhönd. Hann skuldaði
aldrei neinum neitt. Borgaði alltaf í
topp. Mundu þessi orð; frú Fjólu-
gata á Heimaey.
Hann sagði mér að sér þætti leitt
að ævistarfið yrði sennilega að engu.
Myndi einhver taka við ef Valur son-
ur þeirra bregður búi?
Hvað yrði þá um áratuga starf við
ræktun túna og fjárrækt?
Hann var samt ánægður með hve
vel fólkið hans hafði komið sér fyrir í
lífinu. Hann lagði metnað í það að
reyna að fá unga fólkið sitt til að fara
sem lengst á skólagöngunni. „Verða
eitthvað,“ sagði hann. „Til að þurfa
ekki að þræla eins og ég.“
En hann kunni vel á bók, átti
margar bækur og var víðlesinn.
Hann vann mikið að félags- og
stjórnsýslumálum fyrir sveitina
sína. Var vel liðinn. Og gegndi mik-
ilvægum störfum í sveitapólitík.
En hann var orðinn þreyttur.
Greindist fyrir nokkrum árum með
Parkinsonsveiki og honum hrakaði
hratt. Var kominn í hjólastól, þó
hugurinn væri óbilaður. Var farinn
að kvarta við mig yfir því að geta
ekki gert hlutina sjálfur.
Fannst óþægilegt að þiggja svona
mikla hjálp, þó hann væri óendan-
lega þakklátur öllu því fólki sem að
umönnun hans kom. Fannst gaman
að segja frá öllum „stelpunum“ sem
stjönuðu við hann. En þannig er
þetta með menn eins og hann sem
alltaf hafa verið í framvarðarsveit í
lífinu, þeir geta ekki sætt sig við það
að vera ósjálfbjarga. Afi hringdi í
mig skömmu fyrir andlátið og sagði;
„Sæunn mín, nú vil ég bara fá að
fara bráðum. Það hlýtur að fara að
styttast í þessu hjá mér. Mér finnst
eins og ég sé genginn í barndóm aft-
ur.“ Og já, það er til máltæki sem
segir:
Tvisvar verður gamall maður
barn.
Elsku amma mín. Ég samhryggist
þér innilega. Ég veit þú saknar hans.
Hvíldu í friði, afi minn – þú þarft
ekki lengur að bíða. Hafðu þökk fyr-
ir alla okkar samfylgd og vináttu.
Þín að eilífu,
Sæunn á Lágafelli.
Afi var eitt af skærustu ljósunum í
lífi mínu. Mér þótti svo gaman að
láta hann brosa eða hlæja því að eft-
ir að hann veiktist brosti hann ekki
oft.
Ég man eftir því þegar ég var
yngri sat ég á hnénu á honum og
kreisti á honum fingurna til að sýna
honum hvað ég væri sterk. Og hann
þóttist alltaf finna til. Við sátum oft
saman inni í herberginu hans og
hlustuðum á tónlist. Hann var alltaf
að kenna mér eitthvað nýtt. Mér
fannst svo þægilegt að sitja hjá hon-
um og hlusta á hann tala um það
hvernig allt var gert þegar hann var
lítill.
Að sjá afa minn við kistulagn-
inguna var eins og að sjá engil. Það
helltust yfir mig allar þessar minn-
ingar um afa, ég mundi eftir tóbaks-
lyktinni af honum.
Afi minn, þó að þú sért farinn á
betri stað þykir mér alltaf vænt um
þig. Láttu þér líða vel í himnaríki og
taktu á móti mér þegar ég kem.
Ég elska þig.
Steinunn Brynja Óðinsdóttir.
Elsku besti afi minn, nú ertu far-
inn frá mér okkur, til allra þeirra
sem farnir eru í faðm langömmu og
langafa, til systkina þinna og ömmu
minnar, systur þinnar, sem dó í
mars 2006.
Ég sakna þín svo sárt, þú fórst svo
snöggt, ég var ekki, og er ekki tilbú-
in og raunar er maður aldrei tilbúin
fyrir fráfall þeirra sem eru manni
svona kærir. Þú varst mér svo góður
alla tíð er ég, litla lambið þitt eins og
þú kallaðir mig, fékk að njóta þess
að vera í sveitinni hjá afa og ömmu
fyrstu ár bernsku minnar í leik með
móðursystkinum mínum, það varst
þú sem hélst undir mér er flogið var
með mig fárveika, með sprunginn
botnlanga, suður til Reykjavíkur, Þó
ég hafi aðeins verið þriggja ára er
þetta ljúf minning í mínum huga og
sýnir bara hvað þér var annt um
mig, að rjúka úr miðjum heyskap til
að koma mér undir læknishendur.
Alla tíð hefur þú, elsku afi, sýnt
mér ást og umhyggju og syni mín-
um, nafna þínum sem saknar langafa
síns og hlakkaði svo til að fá suður,
því hann fann hvað þér þótti innilega
vænt um hann.
Þú sem ætlaðir að vera í Hafn-
arfirðinum núna en fórst í staðinn á
annan fallegan stað. Var mér það
kærkomið að geta sinnt þér og að-
stoðað við böðun og snúninga þau
tvö ár sem þú bjóst hjá móður minni,
elstu dóttur þinni.
Elsku afi, Guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
Guð geymi þig.
Þín elskandi dótturdóttir og lang-
afastrákur,
Þórdís og Guðmundur Róbert.
Guðmundur Jónsson
Minn elsku afi er farinn yfir
til æðri heima. Ég ávallt
hann í heiðri ber og mun
honum ekki gleyma. Oft
kenndi hann mér vísur af
ýmsu tagi og kynni. Nú
geymi ég þær vísur innst í
minni mínu.
Sjöfn Þórarinsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna veikinda og andláts
ástkærs sonar okkar, bróður og barnabarns,
TÓMASAR INGA INGVARSSONAR,
Miðtúni 19,
Hornafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Barnaspítala
Hringsins, deild 22E, og Heilbrigðisstofnunar
Suðausturlands.
Heiður Sigurðardóttir, Ingvar Ágústsson,
Óskar Þór Ingvarsson,
Auðbjörn Atli Ingvarsson,
Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Erna Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát okkar elskulega föður, tengda-
föður, afa og langafa,
GUNNARS RÍKHARÐS GUNNARSSONAR,
bílamálara og bifreiðasmiðs,
Litlagerði 8,
Reykjavík.
Starfsfólki Sóltúns, Reykjavík, eru færðar innilegar
þakkir fyrir alúð og góða umönnun.
Sérstakar þakkir færum við Pálínu, Þorbjörgu og
Jóni Jóhannssyni djákna.
Katrín Gunnarsdóttir, Haynie F. Trotter,
Björg Gunnarsdóttir, Sigurður Gylfi Sigfússon,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra kæru vina og
velunnara, sem sýndu samhug, hlýju og virðingu
við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður og
stjúpföður,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
söngvara.
Sérstakar þakkir eru færðar Söngskólanum í
Reykjavík, Karlakór Reykjavíkur og ekki síst
Droplaugarstöðum fyrir alúð og virðingu á
síðustu ævidögum hans.
Elín Sólveig Benediktsdóttir,
Ástríður Guðmundsdóttir,
Þorvarður Jón Guðmundsson,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Guðlaugur Kristinn Óttarsson,
Sólveig Jóhannesdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
heiðruðu minningu ástkærs föður okkar, tengda-
föður og afa,
SIGURÐAR KR. ÁRNASONAR
skipstjóra,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sigurður Páll Sigurðsson,
Þórhallur Sigurðsson, Ene Cordt Andersen,
Salka, Selma, Steinar,
Árni Þór Sigurðsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,
Sigurður Kári, Arnbjörg Soffía, Ragnar Auðun,
Steinar Sigurðsson, Helga Sigurjónsdóttir,
Þorbjörg Anna, Kristjana Björk, Sigurjón Árni,
Friðrik Sigurðsson, Margrét Hlíf Eydal,
Hrefna, Sindri Már, Brynjar Þór.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður,
tengdaföður og afa,
ARNAR GUIDO BERNHÖFT,
Hlynsölum 5,
Kópavogi.
Svava Jóhanna Pétursdóttir,
Sigurður Örn Bernhöft, Katrín Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
PÉTURS BJÖRNSSONAR,
Mávanesi 6,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Holtsbúðar,
Garðabæ.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Hrefna Magnúsdóttir.