Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 76
76 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ó Ó INGIBJÖRG heitir nýr hljóm-
diskur frá systkinunum Ingibjörgu,
Óskari og Ómari Guðjónsbörnum.
Á honum flytja þau, ásamt þeim
Tómasi R. Einarssyni kontrabassa-
leikara og Matthíasi Hemstock
trommuleikara, gömul og sígild ís-
lensk sönglög á borð við „Fuglinn í
fjörunni“ og „Þú eina hjartans ynd-
ið mitt“, í nýjum og oftast djöss-
uðum útgáfum.
Á afar virðulegum, svarthvítum
og gamaldags ljósmyndum sem
prýða geisladisksbókina virðast
þeir Ómar og Óskar vera tvíburar
en svo er þó ekki. Ómar segir að
þeir hafi „tekið mömmu á þetta“ í
myndatökunni, fengið sér eins gler-
augu, greitt sér eins og verið í eins
fötum. Skyrta Ómars er reyndar
aðeins krumpaðri en skyrta Óskars,
enda Ómar rokkari og Óskar
Mezzoforte-strákur, að sögn Óm-
ars.
„Frá því að ég fæddist – ég er
fjórum árum yngri en Óskar – þá
saumaði mamma alltaf á okkur eins
föt,“ segir Ómar. Óskar er fjórum
árum eldri og var víst orðinn aðeins
pirraður á því, þegar hann komst á
gelgjuskeiðið, að vera eins klæddur
og litli bróðir.
Ekki gátu þeir bræður vitað þá
að móðurástin yrði þeim listrænn
innblástur í myndatöku fyrir systk-
inaplötuna. Ingibjörg er elst systk-
inanna þriggja, 13 árum eldri en
Ómar og sópransöngkona. Af að-
eins annarri kynslóð, segir Ómar.
Frumburðurinn, Kristín, er hjúkr-
unarkona og kemur því ekki nálægt
plötunni að öðru leyti en því að
vera grúppía.
Ingibjörg byrjaði
„Ingibjörg byrjaði í músíkinni
(fyrst í barnakór og hóf svo söng-
nám síðar) og við erum öll starfandi
músíkantar. Síðan fann Óskar sér
saxófón og ég fann mig á gít-
arnum,“ segir Ómar. Þeim systk-
inum hafi alltaf verið ýtt saman í
fjölskylduboðum, látin spila og
syngja eitthvað fyrir ættingjana,
söngleikjalag eftir Cole Porter eða
eitthvað annað sem Ingibjörg kunni
textann við.
Þau systkin fengu upp úr því þá
flugu í höfuðið að halda lands-
byggðartónleika með gömlum ís-
lenskum sönglögum, lögum eftir
Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi og
fleiri af sama kaliberi.
„Við útsettum þetta fyrir djass-
kvintett í rauninni; kvartett plús
söngkonu. Í raun gera allir þetta
með sínu nefi, ég er ekkert að stel-
ast til þess að vera klassískur gít-
arleikari, enda kann ég það ekki, og
Ingibjörg er ekkert að stelast til
þess að vera djasssöngkona,“ segir
Ómar. Tónleikarnir voru mjög vel
heppnaðir, að mati systkinanna, og
þau skemmtu sér gríðarvel. Við-
tökur áheyrenda hafi gert þeim
ljóst að þetta virkaði vel og þau
hafi upp úr því ráðist í plötugerð,
fengið Matthías og Tómas í lið með
sér og útsett með sínu nefi eða
nefjum.
Æðisgengnar melódíur
Hvernig voru lögin valin?
„Ætli við höfum ekki samtals
verið búin að prófa 15-16 lög,“ svar-
ar Ómar. Lögin 12 sem urðu fyrir
valinu voru valin með það í huga
hvað yrði auðvelt fyrir sveitina að
vinna með. „Við fundum eitthvað í
þeim, æðisgengnar melódíur. Síðan
eru þrjú lög eftir okkur bræður,“
segir Ómar, lög sem þeim fannst
passa í lagasafnið. Ljósmyndirnar í
plötubæklingnum tók Gunnar Svan-
berg Skúlason af Ómari, Óskari og
Ingibjörgu í gömlu og virðulegu
húsi í Þingholtunum. „Okkur fannst
henta lögunum að gera þetta svart-
hvítt og virðulegt.“
Útgáfutónleikar Ó Ó Ingibjargar
verða haldnir í kvöld, 9. desember, í
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs,
kl. 20. Miðasala fer fram í húsinu
og á vef Salarins og er miðaverð
2.000 kr.
Ýtt saman í fjöl-
skylduboðum
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Systkini Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn í svarthvítu.
Vefsíða Salarins
www.salurinn.is
Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
eeee
KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA
SÝND Í ÁLFABAKKA
600 kr.
Miðaverð
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI
AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 2 - 5:30 - 8:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
30 DAYS OF NIGHT kl. 10:30 B.i.16.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
STARDUST kl. 1:20 B.i.10.ára
JÓLAMYNDIN Í ÁR
NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA
KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ.
KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITA-
BÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA
SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í
SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN
OG DULARFULLAR VERUR OFL!
JÓLAMYNDIN
2007
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ
DUGGHOLUFÓLIÐ kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i. 7.ára
BEOWULF kl. 8D - 10:30D B.i.12.ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 12D - 1:30D - 3:30D - 6D LEYFÐ DIGITAL
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8D - 10:10D LEYFÐ DIGITAL
BEOWULF kl. 5:30 3D - 8 3D - 10:30 3D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:50 LEYFÐ
ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI