Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 12
„Eins og ég nú segi yður, og þér hljótið sjálf- ur að hafa heyrt eða lesið, þá var það slúffan, sem við fórum þessa ferð með. Þetta var nálægt baustjafndægri í fyrra, og ef þér viljið hafa það mjög nálcvæmt, þá var það í september, hinn 27. um morguninn, að við sáum frá Gamla-Skaga til slúffunnar með neyðarveifu uppi. Það var ekki orðið bjartara en svo, að það var á tak- mörkum, að við greindum hana, þar sem hún veltist fyrir utan, því að það var haugasjór handan við rifið, þótt ekki væri farið að hvessa að neinu ráði. „Það er þó engin skemmtiferð fyrir svona skútukríli!“ sagði ég við Sören í Kaplaborg, sem stóð hjá mér. „Iívaða farm skyldi hún vera með?“ „Látum hana um það, hvaða farm hún er með?“ svaraði Sören. „Það er ekki allt með felldu; sérðu ekki flaggið í hálfa stöng?“ „Sé ég víst. Getur verið að skipstjórinn hafi fallið útbyrðis. En allt um það getur verið fróð- legt að vita, hvað hún er með!“ „Má vel vera!“ svaraði Sören. „En nú tygj- um við Jens Tani okkur og róum út til þeirra og vitum, hvernig líður!“ Hann og Jens og aðrir fleiri skutu síðan fram báti og réru út. Við sáum, að þeir fengu lagt skútunni við akkeri og beint henni upp í veðrið, og að þ'ví búnu komu þeir í land með skipstjór- ann og hásetann hans, og þeir voru báðir, bæði skipstjórinn og hásetinn, svo dasaðir, að þeir komust ekki lengra. Hann vildi nú fá menn til þess að færa skút- una út fyrir rifið og koma henni til Friðriks- hafnar, og þegar við vorum búnir að rabba svo- lítið um það okkar á milli, bauðst ég til að taka að mér skipstjórnina, ef Sören í Kapla- borg, Jens Tani og Hans Lárusson vildu verða hásetar. Þegar ég kom heim til þess að fara í sjóklæði mín, sá ég, að loftvogin var alltaf að falla; hann var líka korgaður, og við máttum vera viðbún- ir ofsaroki. „Nú, jæja!“ hugsaði ég. „Þú hefur kornið út í hryðju fyrr og sleppur víst einnig í gegnum hana í þetta skiptið!“ Hinir voru á sama máli, og við fórum um borð, eftir að við höfðum kvatt skipstjórann og há- setann, sem voru nægilega laslegir og aumir á- sýndum til þess að réttlæta þá ráðstöfun að fela öðrum skip sitt í hendur. Við komum svo um borð klukkan 9 um morg- uninn. Ég vildi gjarna bíða og sjá, hvernig veðrið ætlaði eiginlega að hegða sér, og við lág- um því og þraukuðum til klukkan ellefu, er akkerisfestin brast. „Jæja, þar fór hún!“ sagði Sören, sem var vaskastur skipverja. „Nú verðum við þá að setja upp segl og sniðbeita!“ Við komum upp seglaleppum, og héldum okk- ur skammt undan landi til miðdegis. Svo hit- uðum við kaffi og skárum okkur tvær brauð- sneiðar hver. Og það var bæði fyrsta og sein- asta máltíðin, sem við neyttum um borð í slúff- unni. „Hann hvessir skrambi mikið,“ sagði Jens Tani, sem var yngstur og byrjaður að finna til sjóveiki við hinar feiknarlegu dýfur, sem skipið tók. Sjóirnir á Skagahafi eru svei mér engin lömb að leika við. En reyndar leysti drengur- inn hlutverk sitt af hendi eins og við hinir. Við þrírifuðum stórseglið og einrifuðum fokkuna. „Þeta eru lítil segl“ sagði ég. „En þó verða þau ennþá minni, trúið mér til.“ Við héldum skipinu við okkar megin sunds- ins til þess að verða ekki of nálægt sænsku ströndinni. Það komu þungar og langar hryðjur, loftið varð eins og ofnsverta, og sjórirnir voru svo krappir og bölvaðir þarna úti, að bráðlega var ekki á okkur þurr þráður, þrátt fyrir olíu- kápurnar. „Það verður ennþá verra!“ sagði ég. Og það varð líka verra. Síðari hluta dags var komið fárviðri, og við misstum fokkuna út í veður og vind. Við svikk- uðum stórseglið í þríhyrnu. Við losuðum klýfinn og reyndum að nota hann í fokku stað. Okkur tókst líka að draga hann ofurlítið inn á bómuna, en nú var orðið dimmt, og við vorum ekki ugglausir um, nema þeim, ei' stæði í stafni, skolaði fyrir borð með brotsjóunum. Við stóðum í vatni upp fyrir mitti. Við lögðum okkur alla fram, og Sören og Hans klófestu sig eins og kettir frammi á. Okkur tókst að draga klýfinn upp til hálfs, en hann var ekki fyrr búinn að fá vindnám, heldur en hann sviptist burt með hvelli miklum. „Þar fór hann líka!“ sagði Sören. Nú vorum við framseglslausir, og það er lé- leg sigling, eins og þár víst vitið. Það var niða- myrkur; við sáum einungis blikið af brotsjóun- um, þegar þeir steyptust yfir okkur, eins og Samson yfir Filisteana. Við skreiddumst aftur á, og ég varð að stýra vestur á bóginn til þess að forða okkur frá sænsku ströndinni, því að það var það versta, sem gat hent okkur, ef við lentum á henni. Það var sem sagt orðið niðdimmt. Við áttum langa nótt framundan; það var aftakaveður, og við sátum uppi með slitur ein af aftursegli í skútukríli, sem þegar var búið að súpa svo mik- inn sjó, að við urðum að fara að dæla. Við fengum yfir okkur hvern brotsjóinn á fætur öðrum. Utan úr myrkrinu heyrðust hvinir og VÍKINGUR 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.