Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 79

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 79
Danir heiöra látna sjómenn. í annað sinn, síðan í stríðsbyrjun, hafa Danir gefið út „lög um heiðursgjafir til danskra sjómanna og fiski- manna og eftirlifandi vandamanna“. Við gildistöku ofannefndra laga sendi siglinga- og verzlunarráðuneytið út eftirfarandi yfirlýsingu (stytt í þýð.) : „Konungurinn staðfesti á ríkisráðsfundi 9. ágúst lög um sérstakar heiðursgjafir til danskra sjómanna og fiskimanna og eftirlifandi vandamanna þeirra. Lögin ná til allra sjóslysa, sem áttu sér stað, meðan á her- náminu stóð, í hinni frjálsu þjónustu bandamanna, þar sem danskir menn létust eða meiddust svo mjög að starfshæfni þeirra er lömuð að meira en hálfu leyti. Danska ríkinu var ekki hægt, af pólitíslcum ástæðum, á meðan á stríðinu stóð, að heiðra eftirlifendur þessara sjómanna með heiðursgjöfum, sem þeim bar eftri heið- ursgjafalögunum frá 23. marz 1940, en með þessum lögum verður því nú komið í framkvæmd á skömmum tíma. Lög þessi ei-u í aðalatriðum eins og lögin frá 1940. Ekkjur eftir látna sjómenn fá greiddar árlega 800 kr. og fyrir hvert barn 200 kr. árlega, þangað til það er 18 ára gamalt. Sjómenn sjálfir hljóta heiðursgjöf hafi þeir af völdum stríðsins hlotið varanleg meiðsli og eru öryrkja að hálfu leyti eða meir.“ F anney. Skipið Fanney, sem Síldarútvegsnefnd, Síldarverk- smiðjur ríkisins og Fiskimálanefnd létu smíða í Amer- íku, kom hingað til lands 22. okt. s. 1. Reyndist skipið ágætlega á hinni löngu siglingaleið frá Tacoma á vest- urströnd Bandaríkjanna og til Reykjavíkur. Skipið Fanney er af sömu gerð og skip þau, sem Bandaríkjamenn nota til síldveiða í Kyrrahafi. Er það keypt hingað í tilraunaskyni til að fá úr því skorið hversu það reynist við síldveiðar hér. Mun það verða gert út til herpinótaveiða næsta sumar. Sjómannablaðið Víkingur mun áður en langt líður birta myndir af veiðiaðferð Fanneyjar, ásamt allná- kvæmri lýsingu. Kaup þriggja strandferðaskipa. Samgöngumálanefnd Neðri deildar Alþingis hefur að ósk samgöngumálaráðherra flutt frumvarp þar sem ríkisstjórninni er heimilað að láta smíða þrjú strand- ferðaskip erlendis fyrir reikning ríkissjóðs. Sé eitt skipið um 1400—1500 rúmlestir brúttó og aðallega byggt sem farþegaskip. Hin tvö skipin séu um 300 rúmlestir brúttó, fyrst og fremst til vöruflutninga. Friðrikssjóður. Frú Helga Stefánsdóttir, ekkja Friðriks Haldórssonar loftskeytamanns, hefur gefið dvalarheimili aldraðra sjó- manna kr. 10,000,00 til minningar um mann sinn. Með fé þessu skal mynda sérstakan sjóð, er heiti „Friðriks- sjóður". Tekjum sjóðsins skal verja til kaupa á hljóð- færum til dvalarheimilisins og til eflingar hljómlistar- lífs á heimilinu. Til kaupenda „Víkings'1. Sjómannablaðið Víkingur hefur orðið fyrir þeim ó- þægindum, að pappírssending, sem koma átti fyrir noklcru, er enn ókomin til landsins. Af þeim sökum er pappír biaðsins ekki svo góður sem skyldi að þessu sinni, og eru kaupendur beðnir velvirðingar á því. Mun reynt að hafa jafnan góðan pappír í blaðið fram- vegis, ekki síður en verið hefur fram að þessu. Ýmislegt efni, sem birtast átti í þesu blaði, verður að bíða sökum rúmleysis og af öðrum ástæðum. Þar á meðal eru tvö sönglög, helguð sjómannastéttinni, sem ekki fengust sett nógu snemma í jólaannríkinu. Leiðrétting. í viðtali við bæjarstjórann á ísafirði, sem birtist í 9. tbi. Víkings er skýrt frá fyrirhuguðum bátakaupum ísfirðinga, og sagt að einn bátanna verði „eign h.f. Vaiur, er átti togarann Skutul“. Þetta er ranghei-mi. Nýtt félag vár stofnað um kaup á einum bátnum, og heitir það Skutull h.f. Sjómannafélag Reykjavílcur. Sjómannafélag Reykjavíkur átti 30 ára afmæli hinn 23. okt. s. 1. Var afmælisins minnst með hófi í Iðnó. Voru þar ýmsar ræður haldnar og raktir þættir úr sögu félagsins. í sama tölublaði vai'ð meinleg prentvilla í kvæðinu „Móðurkveðja", eftir Sig. Fr. Einarsson. Þar stendur á bls. 224, annari línu að neðan: Nú byrjar döpur hugsun ....., en á að vera: Nú byrgir o. s. frv. ¥ V ÍKINGUR 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.