Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 54
hinna einstöku starfsgreina, með það fyrir aug- um, að koma í veg fyrir óþarfa togstreitu, og til að vinna að lækkun dýrtíðarinnar, þannig, að það yrði jafn hagur fyrir alla. Þar sem auðséð væri, að engin varanleg lausn fengist í kaup- deilu- og dýrtíðaröngþveitinu, fyrr en atvinnu- greinarnar í landinu hefðu komizt að einhverju þvílíku samkomulagi, væri nauðsynlegt að allir launþegar jafnt og framleiðendur sýndu þegn- skap sinn í þessu máli, í trausti þess að Alþingi veitti þeim stuðning sinn með nýrri og betri skipan á þessum málum. Það kom skýrt fram í tillögunum að þær ráðstafanir, sem gerðar kynnu að vera, mættu á engan hátt verða til þess að rýra lífsafkomu fjöldans. í því sambandi var bent á þær eftir- tektarverðu staðreyndir, að hingað til hefðu hinar opinberu verðlagsnefndir gert meira illt en gott með ráðstöfunum sínum. Vegna þess að þær hefðu venjulega verið stofnaðar til hags- bóta fyrir einhverja sérstaka aðila eða atvinnu- sambönd, með fullkomnu kæruleysi, ef ekki beinni ágengni gagnvart öðrum aðilum. Þannig hefðu verðlagsnefndir landbúnaðarafurða ekki einungis sprengt upp verðlag þessara lífsnauð- synlegu matvæla mjög óeðlilega hátt borið saman við vinnulaun, eins og hlutföllin voru þar á milli fyrir stríðið, heldur einnig valdið aukn- um dreifingarkostnaði og spillt fyrir aukinni neyzlu með stirðbusahætti í viðskiptum og lítt vandaðri vöru, þar sem um enga samkeppni hefir verið að ræða hvorki í því né öðru. Vinnu- dóminum, sem einu sinni var komið á fót, virt- ist aðallega beint gegn launþegum. Húsaleigu- lögin juku húsnæðisvandræðin og eru ekki ein- ungis til tjóns fyrir húseigendur, heldur og einnig alla þá sem þurfa að fiytja eða stofna ný heimili eða búa við dýra húsaleigu á svarta markaðinum. 1 raun og veru eru húsaleigulög- in einkum notuð til að halda niðri vinnulaunum með hækkaðri vísitölu. Enn er þess að geta, að vegna furðulegra verðlagsákvæða hagnast inn- flytjendur mest á því að fá vörur sínar sem dýrastar í innkaupi. Svona mætti lengi telja um óheppile'gar ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið. Síðasta dæmið er það, er nokkrum tilnefndum bændum var falið alræðisvald til að ákveða verðlag á íslenzk- um búsafurðum, en það er sambærilegt við það að jafnmörgum sjómönnum væri falið að ákveða öll vinnulaun á sjó. Allt þetta misrétti vilja menn losna við. Eins og nú er málum háttað.er engin von að þetta skipist af sjálfu sér, enn siður með einhliða þvingunarráðstöf unum. Lagt var til að Farmanna- og fiskimannasam- band Islands beindi þeirri áskorun til ríkis- stjóraarinnar og Alþingis að gerð yrði gang- skör að því að ráða fram úr þessum málum, t. d. með stofnun allsherjar launa- og verðlagsráðs, er skipað yrði fulltrúum tilnefndum af eftir- töldum viðurkenndum atvinnu- og framleiðslu- samböndum í landinu: Farmanna- og fiski- mannasambandi Islands, Alþýðusambandi ís- lands, stéttasamtökum bænda, Landssambandi islenzkra útvegsmanna, Vinnuveitendafélagi ís- lands, Iðnsambandi íslands, Bandalagi hús- mæðra í landinu, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Verzlunarráði Islands, og yrði full- trúatalan í sem nánustu samræmi við fjölmenni þeirra starfsgreina, er bak við þá stæði. Ætlast var til að ráð það er saman stæði af þessum aðilum þyrfti að hafa úrskurðarvald um allt er varðar vinnulaun og verðlag í náinni framtíð, svo framarlega sem kæmi til kasta hins opinbera að skipta sér af því. Þá ætti þessu sama ráði að vera falið að sjá um réttláta og hlutfallslega niðurfærzlu á dýr- tíðinni, þannig, að stefnt yrði að því að „verð- stuðull“ lífsafkomu fjöldans fari batnandi, með því að menn fengju meira vörumagn og meiri þægindi fyrir sömu vinnu. Þannig bæri að stefna að því, að menn fengju meira kjöt og meiri mjólk fyrir daglaun sín, frekar en öfugt. Þetta væri bæði skiljanlegt og eðlilegt, þegar athugað er, að aukin vélamenning og bættir bú- skaparhættir eiga að auka framleiðsluna og því lækka verðið. Þeir, sem ekki ná meðalafkomu, annað hvort vegna mikillar ómegðar, atvinnuleysis, markaðs- leysis eða vegna veikinda, eiga einir að eiga rétt á uppbótum úr ríkissjóði. Þannig hljóðuðu tillögur þessar í aðalatrið- ura. Mál þeta var ekki að fullu afgreitt á 9. þingi F.F.S.Í., heldur vísað til afgreiðslu sambands- stjóraarinnar. Sjómannastéttin hlýtur að vænta þess að F.F.S.I., sem sýnt hefir svo mikla við- leitni í nýsköpunarmálunum, taki nú einnig að sér forystu við að leysa hinn flókna hnút dýr- tíðarinnar Henry Hálfdansson. 324 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.