Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 20
og líka að hinar stóru, áðurnefndu fiskveiða-
þjóðir munu stunda hér veiðar í Norðurhöfum
á hundruðum slíkra skipa, þá er ekki nein goð-
gá að gera ráð fyrir þessum togai-afjölda hjá
okkur fslendingum. Undanfarna áratugi hafa
þessi atvinnutæki verið stærsti og bezti bak-
hjallurinn í íslenzkum þjóðarbúskap, og svo
hygg ég að verði um næstu framtíð. Lítum á
litflutningsskýrslurnar undanfarin mörg ár, þá
mun sjást að hér er ekki farið með neina stað-
lausa stafi. Það getur vel farið svo, að við verð-
um að sækja afla á hinum stóru togurum til fjar-
lægari miða, t. d. til Grænlands, Bjarnareyjar
og fleiri staða; mætti þá aftur nota minni tog-
arana á sömu slóðum og nú tíðkast.
Undanfarið hefi ég dvalið við togarana, en
mun nú snúa mér að hinum smærri útvegi,
mótorbátunum. Þeir hafa undanfarna áratugi
verið stór þáttur í atvinnulífi íslendinga. Hafa
þeir víða hér við land sett svip á sjávarþorpin.
Hefir nú á allra síðustu tímum komið mikill
vöxtur í þá útgerð. Er ekki nema gott eitt
til þess að segja. Von er nú á 45 skipum heim
á næstu mánuðum, sem byggð hafa verið úti í
Svíþjóð fyrir milligöngu íslenzkra stjórnar-
valda. Ennfremur hafa verið keypt nokkur ný
og nýleg skip í Svíþjóð. Loks hefir verið ákveð-
ið að byggja um fimmtíu 35 og 55 smálesta báta
innanlands, auk þess sem nokkur skip eru hér
fyrir í smíðum. Verður því talsverð aukning og
endurnýjun á mótorbátaflotaokkar íslendingaog
bátarnir væntanlega búnir öllum beztu tækjum,
bæði hvað öryggi snertir og eins tií aflafanga.
Því aðeins getum við vænst árangurs af aukn-
um og endurnýjuðum skipastól, að skipin séu
búin hinum fullkomnustu tækjum, en á því hefir
oft orðið mikill brestur. En vel skyldi það at-
hugað, að þar sem svona ör vöxtur verður allt
í einu á mótorbátaflotanum, þá er hætt við að
sjómenn okkar vilji frekar, af eðlilegum ástæð-
um, vera á stærri bátunum,en þeim minni. Þarf
þá vel að athuga, að ekki má framleiða of mikið
af hinum smærri bátum, heldur láta hina sitja
í fyrirrúmi.
Þá má loks nefna eina tegund fiskibáta, en
það eru hinir svonefndu trillubátar og jafnvel
opnir árabátar. Ég býst við að þeir verði við líði
enn um skeið og er ekkert við því að segja. Víða
eru staðhættir þannig, að þeir verða enn um
skeið einu fleyturnar frá vissum stöðum hér við
land, sem hægt er að afla fiskjar á. Eiga út-
gerðarmenn þessara báta sömu kröfu á hendur
ríkisvaldinu og hinir, sem stærri skipin kaupa.
Það segir sig sjálft, að þegar gera á svona
myndarleg átök eins og hér er stungið upp á að
gerð séu, (aukning togaraflotans) og sumpart
er verið að koma í framkvæmd, að til þess þarf
mikið fé. Og sem betur fer þurfum við nú ekki
290
að kenna um fjárskorti, það eru nóg fjárráð til
að kaupa 70—80 togara, fást þá þeir, sem
aurana eiga, til að leggja þá í togaraútgerð. Úr
því fæst líklega brátt skorið. En þeir, sem vilja
hætta fé sínu í útgerð, eiga þá kröfu á hendur
ríkisvaldinu, að það sjái um að aðgengileg lán
fáist til kaupa skipanna.
Nýbyggingarráð hefir samið frumvarp til
laga um breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð
íslands. Hefir ráðið þar notið aðstoðar ýmissa
góðra manna, og mér finnst að frumvarp þetta,
ef að lögum verður, hljóti að marka tímamót
í sögu hins íslenzka sjávarútvegs. Ég ber það
traust til hæstvirtrar ríkisstjórnar að hún fylgi
þessu máli fast fram á haustþinginu og verði
það eitt af fyrstu verkum þess þings að leggja
blessun sína yfir það mál og koma því heilu í
höfn.
í nefndu frumvarpi — án þess að ég fari út
í einstaka liði þess — er gert ráð fyrir að sjóð-
urinn verði efldur svo mikið að hann verði að
voldugri lánsstofnun útvegsmanna, sem og
þeirra, er byggja vilja verksmiðjur til fiskiðn-
aðar, dráttarbrautir o. fl. til hagsældar útgerð-
inni, sem miðar til alþjóðarheillar. Er gert ráð
fyrir heimild til að lána % út á skip, en % út á
önnur mannvirki samkv. áðursögðu. Þó er þess
að gæta, að hér er miðað við hámark lána út á
kostnaðarverð fyrirtækis. Það er á valdi sjóð-
stjórnar að ákveða lánsupphæð. Er þetta regin-
breyting frá því sem áður var. Þá er og í sama
frumvarpi gert ráð fyrir að vextir verði 2(4 %•
Það er líka lækkun.
Fjárskortur og óbærilegir vextir hafa oft á
undanföi'num árum legið eins og mara á útgerð-
inni. Slíkt má aldrei koma fyrir aftur. En verði
umrætt írumvarp að lögum, er komið drengi-
lega á móti þeim einstaklingum, félögum og öðr-
um þeim, sem leggja vilja peninga í útgerð. Ég
skal strax taka fram, að ríkissjóði, samkvæmt
greindu frumvarpi, er ekki ætlað að veita Fisk-
veiðasjóði neina aðra hjálp né styrki, en að á-
byrgjast þau lán, sem sjóðurinn þarf til að ann-
ast þetta sitt stóra hlutverk.
í nefndu frumvarpi kemur fram mikil bjart-
sýni og trú á íslenzkan sjávarútveg og tel ég
það gott vera, en eins og ég sagði áðan, þá hvíl-
ir sú skylda á því opinbera, að koma drengilega
á móts við þá, sem leggja vilja peninga sína
fram til stuðnings framleiðslu bæði til sjávar
og sveita. Því þarfara verk tel ég þá krónu
vinna, sem fer til eflingar framleiðslu, sem
skapar okkur erlendan gjaldeyri og þjóðinni vel-
megun, en hina krónuna, sem lögð er í glingur til
að prýða búðargluggana eða þá í saumastofur
til að sauma úr haldlitlu erlendu taui.
Þá vildi ég næst koma inn á hagnýtingu afl-
VÍKINGUK