Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 36
Fiskimannabærinii Glourrster
Gloucester nefnist bær einn í Massachusetts-
fylki í Bandaríkjunum. Stendur bær þessi á
skaga nokkrum, og er um 50 km. leið frá Bost-
Frá höfninni í Gloucester.
on. Höfn er þarna frábærilega góð frá náttúr-
unnar hendi, enda hafði byggð hvítra manna
ekki staðið lengi í Ameríku, er þeir veittu því
athygli, hversu góð skilyrði þarna voru fyrir
hendi til fiskveiða. f meira en 300 ár hefur
Gloucester verið einhver helzti fiskimannabær
Norður-Ameríku. Þar eru nú um 25 þúsundir
manna, sem flestir lifa af sjávarafla, en auk
þess er oft mikið af aðkomumönnum á flota
þeim, sem hefur bækistöðvar í Gloucester.
Frá Gloucester er ekki langur vegur til hinna
gagnauðugu fiskimiða við Nýfundnaland. Þang-
að sigla stærri skipin og hljóta þar oft ágætan
afla. Stundum fara þau þó lengra í leit sinni
að fiskinum, þar á meðal til Grænlands. Þá
minnast og ýmsir rosknir, íslenzkir sjómenn
þess, er amerísku skonnorturnar sigldu á ís-
landsmið til lúðuveiða. Komu þær allmargar á
vori hverju um nokkurt skeið fyrir aldamótin
síðustu, og voru hér á veiðum fram eftir sumri.
Þær skonnortur voru allar frá Gloucester.
Auk stærri skipa, seglskipa (sem nú eru að
hverfa úr sögunni) og togara, gengur mikill
fjöldi smábáta frá Gloucester. Róa þeir ein-
vörðungu á heimamið, en allmikið er af ýmis-
konar fiski í námunda við höfnina.
Fiskur sá, sem í land kemur í Gloucester er
Minnismerlci um drukhnaða sjómenn frá Gloucester.
VtKINGUR
30G