Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 16
niður á há’fþiljurnar og stóð í klofvatni alla nóttina. Sjálfur sat ég í hnipri, þar sem ég var kom- inn. Ég fann, að ég mundi ekki, ef ég rétti nú úr mér, afbera að fara aftur í sömu skorður, þótt nauðsyn rkefði. Því að ég var jafn meyr og epli á útmánuðum. Svo leið og þessi nótt til morguns. En nú spurðum við ekki hver annan, við hugsuðum um hagi okkur. Undir morgunsárið rauf Jens frá Heiðarkoti þögnina með sundurlausu tali, líkustu svefnrofamuldri, um heimafólk sitt. Strax á eftir hrópaði hann: „Vatnið stígur, nú sekkur skútan!“ „Það er liaugalygi!“ sagði Sören. Og svo hrifsaði hann fjöl, sem var á floti í káetunni, og stakk henni aftur undan flakinu. Hann sá þá, að maurildi var í sjónum og þar af leiðandi nótt ennþá. Og þannig urðum við þess vísir, að okkur hafði borið upp á skerið um lágsævi, og það var vatnið, sem steig, en ekki skútan, sem sökk. Við hrópuðum nú allir á hjálp, svo hátt sem við gátum; en það kom ekkert svar. Svo sagði Sören í Kaplaborg, sem allur var lurkum lam- inn og rifinn og marinn eftir naglaoddana, að nú hefði hann svo sárar þrautir í öllum limum, að hann gæti ekki afborið þetta lengur. Nú yrði að hrökkva eða stökkva; en hann vildi reyna til að komast út, meðan hann enn hefði orku til þess. Ég spurði hann, hvort hann fyndi til sultar, en hann kvað nei við, og á sömu leið svaraði Jens. Síðan tók Sören í höndina á mér og ég í hönd- ina á Jens, og við óðum í vatninu aftur að op- inu á skutnum. Hér hafði Sören gát á, þegar sjórinn féll frá og kafaði undir flakið og var svo heppinn að ná góðu taki á stýrinu, áður en sjórinn kom æðandi á ný. Svo skreið hann það- an upp á kjölinn. „Hvað sérðu nú, Sören?“ kallaði ég út til hans. „Ég sé vita framundan!“ „Hvernig vita?“ spurði ég. „Rauðan og grænan!“ „Það er gott!“ sagði ég. Svo heyrði ég hann öskra á hjálp, og mér fannst ég heyra svarað í nokkurri fjarlægð. „Nú kemur það!“ sagði ég við Jens, er stóð hjá mér. „Það er heldur ekki seinna vænna!“ Kuldinn var að gera útaf við okkur Jens báða. En vitneskjan um fólk í nánd gerbreytti við- horfinu. Ofan af kjölnum á flakinu hafði Sören komið auga á sænska báta og kall hans náð til þess næsta. Fiskimanninurö, sem í þessari svipan 286 var að hagræða kjölfestunni í bát sínum, varð svo bilt við, er hann heyrði mannsrödd ávarpa sig frá skipinu, sem þeir allir héldu vera „dautt“, að hann missti hina þungu kjölfestu niður í bátinn og var nærri búinn að vaida stórslysi. Þeir hafa líkast til allir haldið, að það væri spá- maðurinn Jónas, sem spúð hefði verið úr gini liins geigvænlega sjóskrímslis, eins og við könn- umst við úr stóru mynda-biblíunni. „Hver djöfullinn, getið þið ekki séð, að það eru danskir fiskimenn af Skaganum!“ öskraði Sören. Að svo búnu fór hann aftur niður hjá skutnum á flakinu, náði fastataki um stýrið með vinstri hendinni, en með þeirri hægri dró hann mig fyrst og svo Jens undan flakinu. Síðan vorum við fluttir yfir í bátana og fórum með þeim til sjóþorpsins Illíðarbakka. Það má ég segja, að fólkið tók einstaklega vel á móti okkur; — en það er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að þeir koma ol't til okkar á stóru flutningabát- unum sínum og fá fiskinn, sem við veiðum, með þvílíkum vildarkjörum, nú þá geta þeir auðvit- að ekki verið þekktir fyrir annað, þegar við komum yfir um til þeirra-------jafnvel þótt það sé í kjallaraholunni á hvolfdri slúffu! . . . .“ Ég þakkaði fyrir frásögnina og spurði, um leið og ég virti fyrir mér veðurbarið andlit hans, hvort honum eða hinum hefði orðið nokkuð meint af þessari ferð. „Ekki að heitið geti!“ svaraði hann og velti upp 1 sér munntóbakinu. „Maður er nú ýmsu vanur, þótt minna sé að jafnaði. Verst var það með Hans Lárusson; en honum líður sjálfsagt ekki verr nú, en við allir eigum í vændum. Drottinn tekur líkast til bærilega á móti heið- arlegum fiskimanni! Það er trúa okkar Skaga- manna“. Konan: (Les í blaði, segir því nœst við mann sinn). Ósköp eru að heyra ])etta. Hérna stendur, að á SuCur- liafseyjum geti menn fengið konur keyptar fyrir 100 krónur! Maðurinn: Þetta eru engin býsn. Sé konan góð, þá eru vel borgandi fyrir hana 100 krónur. ★ Lítill drengur, sem oft bafði heyrt um flutningaörð- ugleikana, sem stöfuðu af vöruskömmtuninni, var að horfa á biblíumyndir. A einni þeirra sást Elía spámaður fara til himins í eldlegum vagni. Drengurinn tólc eftir geislabaugnum yfir höfði spámannsins og hrópaði • „Nei — líttu á, mamma. Hann hefur varagúmmí!“ ★ Konan: Ilvaðan koma allar tómu flöskurnar, sem lirúgast upp í kjallaranum? Maðurinn: Það er mér alveg óskiljanlegt. Aldrei kaupi ég tóma flösku. VtKINGVR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.