Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 14
ast hér eins og kettlingur í koppi. Svo kom hann
Jens á fæturna, og nú skreið ég með aðstoð
Sörens upp um opið og leitaðist við að láta
fara svo vel um mig í kjallaraholunni sem kring-
umstæðurnar leyfðu.
Það var nú ekkert sérlega notalegt, það verð
ég að segja. Þegar ég var búinn að draga að
mér fæturna og kýta höfuðið niður á hnén, þá
stóð það heima, að ég hefði rúm undir kjölnum.
Það var einskonar kuðungskreppa, í myrkra-
skoti í ofanálag, eins og soldáti mundi segja.
Ég varð að gera sjálfskeiðung úr skrokknum
á mér; en hinir tveir fengu þó ennþá minna
rúm.
Sören skreið upp á eftir mér. Hann stakk
höfðinu og efri búknum upp á milli öftustu þver-
bandanna, og annar fóturinn fylgdi, en hinn
hékk niður í káetuna. Það var nú síður en svo
þægilegt; en verst var þó, að hann mátti ekki
láta höfuðið hvílast við káetugólfið, sem að
innan var svo þakið naglaoddum, að það var
einna líkast gaddakylfu. Hann varð því alltaf
að hafa annan handlegginn eins og kodda undir
höfðinu, til þess að láta hann taka á móti nagla-
stungunum, í hvert sinn er skútan tók dýfur.
Hann hélt því fram, að hann hefði einhvern-
tíma á ævinni legið á mýkra.
Jens Tani komst ekki einusinni jafnlangt
upp og við. Hann varð stöðugt að standa í vatni
í geirvörtur, með höfuð og handleggi uppi í op-
inu. Aftur á móti gat hann svo hreyft fæturna,
og það gerði hann líka, þegar honum kólnaði
um of. Að fótfestu hafði hann ofninn, sem olt-
ið hafði á hliðina, þegar skútunni hvolfdi, og
skondrast þráðbeint undir hleraopið, alveg eins
og við hefðum lagt hann þar. Til sjóveikinnar
fann hann nú ekki neitt að ráði. Að minnsta
kosti talaði hann ekki um hana.
Yfirleitt var lítið spjallað.
Framan af sagði Sören sitt af hverju, en það
var víst meir til dægrastyttingar eins og þar
stendur.
„Hér er bölvaður óþefur!“ sagði hann.
0g þar fór hann ekki fjarri sannleikan-
um. Kjallarinn var fullur af skít og þesskonar,
sem ekki er haft orð á. Enda líka mundum við
hafa kafnað, þótt við hefðum einstaka sinnum
áður þefað af svipuðu, en þar sem flakið hjó í
meira lagi kröftuglega, barst okkur ferskt loft
við hverja dýfu. Og þegar svo bar undir, að
skuturinn stakkst á kaf, kom líka dásamlega
ferskt loft til okkar. í hvert sinn er skuturinn
þrýstist niður, þjappaðist loftið svo undir okk-
ur, að við sjálft lá, að við losnuðum úr skorð-
um, og þegar hann svo lyftist á ný, sogað-
ist loftið frá okkur eins og gegnum ofn, og gerð-
ist okkur þá þungt um andardráttinn.
Þannig sátum við alla nóttina, þar til við gát-
284
um okkur til, að þriðjudagurinn hlyti að vera
runninn á loft.
„Hvernig er heilsan, Jens?“ spui'ði ég síðan.
„Svo-na!“ svai'aði hann.
„Um hvað ei’tu að hugsa, Jens litli ?“ spui’ði
ég.
„Ég held ég sé að hugsa um hann föðurbróður
minn, hann Óla gamla í Heiðarkoti. Hann var
vanur að láta gi'ísinn sofa í í’úminu hjá sér all-
an veturinn, til þess að skepnunni liði vel. Ég
vildi næstum að ég væri kominn í bólið gríss-
ins“
„Ó, já!“ svaraði ég, „betur gæti víst farið
um okkur heldur en þetta. En verra gæti það
líka verið. Við erum þó, hvað sem öðru líður,
á lífi.“
„Já, ennþá!“ svai’aði Sören.
„Hvað ert þú að liugsa um, Söi’en?“ spui’ði ég.
„Ég er að hugsa um, að það væri gott að vera
kominn úr stígvélunum. Á fótunum gei’a þau
ekki mikið gagn. Mér kæmi betur að hafa þau
undir andlitinu og höndunum, því að naglarnir
nema við beinið!“
Ég hjálpaði honum að toga í þau. Það var
erfitt verk, en eftir langa mæðu gátum við los-
að hann við þau og hagrætt þeirn undir honum.
„Sko, það dugði!“ sagði hann.
„Þú mátt fjanda kornið ekki sofna, Óli!“
sagði hann nokkru síðar. „Þú þjai’mar svo að
hryggnum á mér, að ég næ vai’la andanum. Það
er, skal ég segja þér, ekkert þægilegur hluti
af kjallarahlei’anum, sem ég hef undir bi’jóst-
inu. Það er eins og ég liggi á rakhníf!“
Ég skildi vel, að það var ekkert notalegt fyr-
ir hann. Ég var elztur okkar þriggja. Ég hef
nærri hálfa öld að baki, skal ég segja yður, og
drunginn sezt að manni á þeim aldi’inum. En
þegar Sören var búinn að aðvara mig, gerði ég
það, sem ég mátti, til þess að halda augunum
opnum.
Síðan leið víst aftur nálægt tíu stundum, og
samkvæmt áætlunum okkar hlaut að vera tals-
vert áliðið dags. Svo spurði ég Söi’en:
„Ei’tu svangux’, Sören?“
„Nei!“*sagði hann.
„Eða þyi’stur?“
„Nei!“ sagði hann. „En ég þyrfti helzt að
hægja mér!“
„Láttu það fara!“ sagði ég. „Hér hefur kom-
ið fólk fyrr!“
Rétt á eftir rakst flakið á.
„Varst það þú, Sören?“ spurði ég.
„Nei, það var skipið, sem tók niðri.“
„Það var þá á klöppum,“ sagði ég. „Þá hljót-
um, við að vera á sænsku ströndinni!“
„ó, já, guð lijálpi okkur!“ sagði Jens.
„Já, nú skulum við sjá, hvort hann vill!“
sagði ég. „Og ef hann getur, gerir hann það
VtKINGVR