Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 76
Haraldur Ólafsson: Vélskipið Haukur Við sjómenn fögnum því, að málefnum okkar sé vel tekið. Við berjumst fyrir bættum skipastól og' öryggi á sjónum og þar með þjóðarheildin mestöll lifir á fisk- veiðum og farmennsku, eru það ekki sjómennirnir einir, sem njóta þar góðs af, heldur þjóðin öll og þær at- vinnugreinar, sem skapast af því að sem bezt aflist og verzlun og viðskipti aukist. Nauðsynlegt er að við sjálfir getum unnið að þeim hagsmunum sjálfstætt og á eigin spýtur og að sem flestir leggi fram fé sitt, krafta og liðsinni til þess að íslendingar fáist til að stunda arðvænlegustu atvinnu þjóðarinnar. Við þurfum bætt- an og endurnýjaðan skipaflota, sem við getum keppt með á heimsmarkaðinum bæði sem farmenn og fiski- menn. Síðastliðin ár hefur mikið um þessi mál verið rætt og ritað og er málefni þetta búið að fá svo góðar undir- tektir að framkvæmdir eru byrjaðar í stórum stíl og skip eru farin að koma til landsins. — Samið hefur ver- ið um kaup á 30 togurum, einnig ætlar Eimskip að byggja 6 flutningaskip og á fleiri skipum er von, svo að nú horfa ungu sjómennirnir vonglaðir á framtíðina. Hipn 17. júní s.l. kom hingað til landsins nýtt skip s.s. Haukur, keypt í Canada, byggt á árinu 1944 til 1945 á A.F. Theriault skipasmíðastöð við Meteghan River Nova Scotia. Skipinu var lýst hér í blaðinu og dagblöðum er það kom og þarf ekki endurtekningu á því. En því miður varð skip þetta ekki langlíft og sökk 31. ágúst s. 1. SV af Færeyjum. Orsakir þessa slyss eru ókunnar og verða líklega aldrei uppvísar, því miður. Eigendur m.s. Hauks urðu þarna fyrir talsverðu tjóni, því að skipið var ekki vátryggt nema rétt fyrir kostnað- arverði, en margt kemur til greina við byrjun útgerðar, vátryggingargjöld og margt fleira. Út af kaupum Hauks hafa margar sögur spunnist og þarf nú minna til en þetta fyrir slúðurelskandi fólk, og er þá sjaldan leitað á rétta staði eftir rökum áður en fullyrðingar eru gefnar. Ráðist er á menn þá, sem gáfu samþykki fyrir að skipið væri keypt, t. d. Nýbyggingarráð, en það er ekki réttur aðili að ásaka. Skip eru aldrei keypt nema að þau uppfylli þau skil- yrði sem þau eiga að hafa, til að vera í förum hvort heldur á úthöfum eða innhöfum. Skipunum eru gefin sérstök skilríki fyrir styrkleika þeirra eftir því hvað þau eiga að gera og eftir því fá þau flokkunarbréf og haffærisskírteini. Fyrr eru þau ekki tekin í ábyrgð tryggingarfélags. Flokkunarfélög þau, sem annast þetta eru Lloyds, enskt, Norsk Veritas og Bureau Veritas, franskt. M. s. Haukur hafði sitt styrkleikavottorð frá Bureau Veritas og mikið fram yfir það hvað skrokk, stýrisútbúnaði, vélar og legu- færi snerti, til að sigla milli íslands og Evrópulanda og á ströndina við ísland og voru þau skilríki afhent ríkis- eftirlitinu hér heima og ekkert athugavert við. Aftur- ámóti var ýmislegt smávegis viðvíkjandi öryggisútbún- aði skipsins, sem heimtað er meira hér en í Kanada, endurbætt er skipið kom heim og því svo afhent haf- færisskírteini héðan. Ég get því miður ekki hugsað mér hver er orsökin að skammlífi m.s. Hauks og vil engum getum að því leiða, en ætti að fara að leita að orsökum að slæmu eftirliti, þá held ég að ætti að byrja á upphafinu. Eru flokkunarfélögin farin að slaka til á eftirlitinu eða eru menn þeir, sem fyrir þau vinna ekki starfinu vaxn- ir. Slíkt gæti maður látið sér detta í hug, ef um eftir- litsleysi og slóðaskap væri að ræða. Þetta væri eflaust athugandi fyrir alla sjómenn og verkefni Farmanna- og fiskimannasambandsins ekki síður hér en annars- staðar. Mér er ljúft að geta þess, að þeir menn sem með mér voru við móttöku Hauks, sem að mestu leyti var fullsmíðaður og á floti við bryggju, gerðu fyllstu kröfur til alls útbúnaðar og má nefna þá Skúla Sívert- sen fyrsta vélstjóra og Ólaf Sigurðsson fyrsta stýri- mann og síðast en ekki sízt eiganda skipsins að hálfu leyti, Pétur Bóasson, sem hafði lagt mestan hluta eigna sinna í skipið, með framtíðar atvinnu sína og tveggja sona sinna fyrir augum, en þeir stunda báðir sjómennsku.Heimtað var að vélar skipsins gengju í 40 klst. og var það gert undir eftirliti vél- stjóra og ábyrgðarmanns frá Fairbanks Morse, er seldi vélamar. Skipið var tekið í slipp og skoðað af sér- fróðum mönnum, skrúfur og útbúnaður þeirra athug- aður og dýptarmælir settur í það. Yfirleitt gerðum við okkur far um að leita þeirra upplýsinga um skipið og smíðastöð þess sem frekast var unnt, enda kaupsamn- ingur ekki gerður fyrr en skipasmíðavottorð og vottorð Bureau Veritas voru fyrir hendi. Er ég þess fullviss, að þeir menn, sem voru við þessi kaup riðnir, sem voru lögfræðingur mr. Smith í Halifax, bankastjórar og at- vinnumálaráðherra, hafa ábyggilega ekki viljað vera riðnir við neitt svindlaramál. Mikið var rætt í blöðum í Halifax um að Kanada gæti smíðað skip fyrir ísland, sérstaklega fiskiskip af öllum gerðum. Við stýrimenn og vélstjórar, sem erum búnir að vera við flokkunar- viðgerðir skipa um 20—30 ára skeið getum ekki liðið neinn trassaskap, það langt sem okkar þekking nær, en við höfum yfirleitt fengið orð fyrir að heimta piikið meii'a en flokkunarfélögin hafa viljað láta eða álitið sig þurfa að láta. Við höfum ekki tekniska þekk- ingu, heldur reynslu, og hefur hún oft reynst eins góð ef eftir henni hefur verið farið. Eg geri ekki ráð fyrir að allir þeir útgerðarmenn né skipstjórar, sem nú fá ný skip, hafi tækifæri og því síður þekkingu til að rann- saka styrkleik þeirra skipa er þeir festa kaup á. Þeir verða að láta sér vel líka flokkunarvottorð þess félags, 346 VtKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.