Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 30
11 kílómetra frá stærstu flotastöð Norðurríkjamia,
Hampton, var sú að verkamennirnir í skipasmíðastöð-
inni og íbúarnir 1 nágrenni hennar voru Suðurríkja-
mönnum vinveittir og veittu þeim hjálp þegar hersveitir
þeirra hófu skyndisókn til Norfolk.
í sigurvímunni sýndi her Suðurríkjamanna eignum
Enski bryndrekinn „The Warriorsmíðaður árið 1860.
Norðurríkjanna enga hlífð, hvorki á sjó né landi. Eldur
kom upp í freigátunni. Hvort kveikt var viljandi í henni
eða eldurinn kom upp vegna ógætni skal ósagt látið.
Hið síðara er þó sennilegt, því mikil áherzla var lögð
á að ráða niðurlögum eldsins. Þegar það loks tókst voru
reiði og siglur „Merrimac’s" brunnin til kaldra kola,
og skipið hafði hlotið svo mikinn skaða ofan þilja, að
hin glæsta freigáta var nú ekki annað en sótugt og
sviðið flak. Aðgerð var ekki talin ómaksins verð, því
engum kom til hugar að freigátan gæti nokkru sinni
framar orðið nothæft herskip.
Síðar meir hugkvæmdist þó Suðurríkjamönnum að ef
til vill gætu þeir, þrátt fyrir allt, notað flakið til þess að
vinna fjandmönnum sínum ógagn. Nokkrir ráðsnjallir
menn úr þeirra flokki töldu að slíkt yrði bezt gert á
þann hátt að breyta skipinu og vígbúa það eftir hinum
nýju aðferðum, sem ýmsar Evrópuþjóðir voru nú farnar
að nota á herskipum sínum.
Flakið af hinni glæstu freigátu, sem dæmd hafði verið
ónýt endurreis nú sem óskapnaður í augum allra sjó-
manna. Bolur skipsins var brynvarinn frá skutaðstefni.
I þessari nýju mynd átti skipið eftir að reynast ógnar-
skelfir hinum mörgu skipum andstæðinga sinna, þó ekki
yrði lengur en einn dag. Skorið var ofan af skipsboln-
um svo borðstokkurinn reis aðeins þrjú fet upp fyrir
vatnsyfirborð. Sprengjuheld yfirbygging með að-
dregnum veggjum var yfir öllu skipinu og hlífði bæði
stýri og skrúfu. Þessi yfirbygging var gerð úr 20 þuml.
þykkum eikarplönkum og klædd 4% þumlunga þykkum
járnplötum. Skipshliðarnar voru varðar með samskon-
ar plötum sex fet undir yfirborði sjávar, en kinnungar
og skutur með stálplötum. Stefnið var útbúið með langri
og hvassri stáltrjónu eða „hrúti“ undir vatnsyfirborði.
Skipið hafði engin siglutré. Reykháfurinn, flaggstöng-
in og lítill, brynvarinn sjókortaklefi var hið eina sem
'300
hærra bar en þiljur eða þak hinnar brynvörðu yfir-
byggingar. Byssur skipsins voru undir yfirbyggingunni,
alls átta að tölu, 11 þuml. víðar, þrjár á hvorri hlið,
en ein í skut og ein í stefni þessa ferlega risaskrokks.
„Merrimac," sem með himingnæfandi reiða og' hvít-
um seglaturnum hafði verið augnayndi alira sjómanna,
var nú orðið slíkt afskræmi, að sjónarvottur að sigl-
ingu þess út frá skipasmíðastöðinni líkti því við krókó-
díl marandi í kafi í sjónum. Suðurríkjamenn skírðu fer-
líkið upp og nefndu „Virginíu". En jafnt í munnmælum
sem í sögunni hefir skipið haldið nafninu „Merrimac",
og er þvi engin ástæða til að nota hér annað nafn þegar
lýst er hinu skammvinna frægðarskeiði þess.
I dögun 8. marz 1862 lagði „Merrimac" út frá Nor-
folk, undir stjórn Buchanans kapteins, og tók stefnu
beint til Hampton, þar sem fimm freigátur Norður-
ríkjanna, „Congress“, „Cumberland", „Minnesota", „St.
Lawrence" og „Roanoake" láu ásamt nokkurum smærri
hei;skipum. Áhöfn þessara fimm skipa var alls 2000
manns, og vopnaðar voru þær 150 fallbyssum, en skipin
voru öll úr tré án nokkurrar brynvarnar.
Stafalogn var um morguninn. Sýnilega væntu áhafnir
Norðurríkjaskipanna ekki árásar. Mátti sjá það á því,
að bátar skipanna flutu við hliðar þeirra og klæði skips-
manna hengu til þerris í reiða skipanna. Enginn við-
búnaður var hafður til að taka bátana um borð eða
bjarga þvottinum. Hver var orsök þessa kæruleysis?
Höfðu Norðurríkjamenn ekki ennþá séð hinn undarlega,
svarta, válega gest, sem nálgaðist, eða vissu þeir eng-
in deili á honum, er þeir sýndu komu hans slíkt tóm-
læti? Var hugsanlegt að þeim væru með öllu ókunnug-
ar athafnir Suðurríkjamanna í Norfolk. Eða voru þeir
vopnaðir tundurskeytum, sem þeir treystu að mundu
nægja til að sökkva jafn vel brynvörðu skipi og „Merri-
mac“ á skemmri tíma en einni mínútu? Þessar spurn-
ingar voru ræddar meðal fylgjenda Suðurríkjamanna,
sem úr landi fylgdust með atburðunum.
Snögglega komst hreyfing á allt um borð í freigát-
unum. Flauturnar kváðu við í morgunkyrrðinni. Búist
var um á öllum skipunum og spurningunum þannig að
nokkru leyti svarað.
„Merrimac" hóf orrustuna með því að skjóta á „Con-
Freigátan ,,Merrimach“, áður en henni var breytt í
bryndreka.
VtKINGVR