Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 43
inn jafn látlaust og áður og hélt áfram bænabókarlestr- inum. — Hvað? Engan her framar? — hraut út úr von Roon, sem reið við hlið mér. — ímyndar þú þér, að . . . — Nei! — svaraði presturinn, — þann 18. júní samdi keisarinn, í samráði við ráðherrana og þingið, tilkynn- ingu þar sem stjórnin vitandi um þá eymd, er að öðrum kosti mundi hrjá heiminn, lýsti yfir, að hún hafi beygt sig til hlýðni við kenningu Krists. Þar sem það er ekki samrýmanlegt Krists vilja að kristnir menn drepi hverj- ir aðra, er hermönnunum þar með boðið að leggja nið- ur vopnin og hverfa heim. En fari svo, segir í tilkynn- ingunni, að Þjóðverjar ráðist inn í landið, skipar keis- arinn, að þannig skuli við þá breytt sem kristnum mönn- um beri að breyta við óvini sína. Ég hélt að karlinn væri vitlaus, yppti öxlum og sneri á braut með flokk minn. Það var þó því líkast, sem gamli maðurinn hefði haft rétt fyrir sér. Allsstaðar var vinsemd og velvild að mæta hjá íbú- unum og hvergi hinni allra minnstu hernaðarmót- spyrnu. Við hernámum Sedan og Verdun. í skotskýlum þess- ara virkja fundum við fallbyssurnar á undirstöðum sínum, en enga hermenn til að skjóta af þeim. Vegna alls þessa var okkur foringjunum orðið all órótt. Við höfðum grun um fyrirsát, sem aldrei mætti okkur þó. Við komum til þess að berjast og hefðum lofað guð fyrir það eitt að geta byrjað, ef nokkur franskur maður hefði nú viljað lyfta vopni gegn okkur. í mörgum þorpum og borgum, sem við hernámum, tókum við borgarstjórnina í okkar hendur, en er við höfðum reynt hina frönsku embættismenn einungis að góðvild og hlýðni, létum við þeim stjórnina fljótlega eft- ir aftur, því að við töldum, að þegar alls væri gætt, yrði franskri borg þó betur stjórnað af frönskum „maire“ en þýskum Biirgermeitter, og svo fór, að þrátt fyrir hernám okkar, breyttust lifnaðar- og stjórnar- hættir i hinum hernumdu héruðum landsins aðeins ó- verulega. Meðan öllu þessu fór fram varð hugsunarháttur okk- ar eigin hermanna fyrir athyglisverðum breytingum. Fyrst eftir að við fórum yfir landamærin höfðu nokkrir óstýrilátir hermenn, með það í huga, að þeir væru í óvinalandi, framið illvirki, og verið refsað fyrir samkvæmt hinum stranga heraga. Innan skamms þurfti þó eigi lengur að grípa til slílcra refsinga. Hermenn okkar gátu vitanlega ekki til lengdar launað gott með illu og urðu því bráðlega góðvinir Frakkanna. — Félagi, gættu þín að troða ekki niður kornið, fólk- ið verður að hafa eitthvað að borða alveg eins og við! — heyrði ég pommerskan sprengjukastara segja við félaga sinn. í Toul hljóp Hannoveri inn í sælgætisbúð og stal sælgæti, fyrir vikið var hann lúbarinn af fé- lögum sínum. Allt þetta var okkur ekki ógeðfellt, en það var okkur áhyggjuefni, að þessi dásamlegu þægilegheit, — ég vil segja — sannkristilega breytni Frakkanna fór að lrafa viðsjái’verð áhrif á hermenn okkar. Mátti þegar sjá það á því, að ýmsir dátanna höfðu kastað frá sér skot- færaforðanum. — Hví skyldum við vera að rogast með þessar skot- færabirgðir? Fólkið gerir okkur ekkert mein! Það skýt- ur ekki á okkur, og við þurfum því ekki að skjóta á það, — þannig töluðu þeir. Loks voru þeir orðnir svo andvaralausir, að þeir köstuðu líka frá sér byssunum. Fótgönguliðssveit frá Baden, sem hafði fengið skipun um að hertaka borgina Chálons, skildi byssurnar eftir í’ röðum hálftíma gang frá borginni — eins og þetta væru bara gagnlaus leik- föng — og gengu síðan vopnlausir inn í borgina, þar sem síðar fór svo fram sameiginleg hátíð Frakka og Þjóverja til minningar um hið nýja bræðralag þjóð- anna. Þannig urðu erfiðleikar okkar miklu meiri vegna okk- ar eigin hermanna heldur en Frakkanna, sem við herj- uðum gegn. Við vorum nú komnir til Parísar, og þar heyrðist heldur ekkert skot. Þegar við komum að sigurboganum, þekkti ein blómsölustúlkan mig eftir myndum af mér og kastaði til mín blómvöndli úr fjólum. Þetta var þá fyrsta skeytið, sem beint var að mér, vöndull úr þeim blómum, sem mér þótti vænst um. Vináttumerki París- arbúa í minn garð voru mörg eins og gáskafull orð þeirra. Við hertókum stjórnardeild innanríkismálanna. Þar sá ég Bismarck, kanslarann okkar, andspænis Olliver. Franski ráðherrann sat við skrifborð sitt, en þegar hann sá okkur stóð hann upp og hneigði sig kurteis- lega. — Ég var einmitt að athuga uppástungu viðvíkjandi framfærzlu munaðarleysingja í fiskimannastétt okkar í Bretaníu. Óskar yðar tign að taka þetta að yður fyrir mig? — spurði hann Bismark, og benti á pappírsark- irnar, sem lágu um allt borðið. í fyrsta sinn sá ég nú kanslarann okkar komast í vandræði. Hann vissi bara ekki hverju svara skyldi. Ó- vinur, sem snýst til varnar, á honum kunni hann tökin, en fjandmaður, sem kemur fram sem vinur, — þá vandaðist málið! Fyrir Bismarck var þessi þróun málanna vafalaust hin erfiðasta. Hann hafði sagt að við mundum vaða gegn stáli og eldi en raunin hafði orðið nokkuð önn- ur. Hann hafði því misst niður þráðinn. Klukkustundum saman héldum við ráðstefnur í her- ráðinu. Sumir vildu láta taka keisarann fastan, og stinga honum inn í kastalann okkar í Ehrenbreitsein. En hans hátign konungur okkar tjáði sig alveg mót- fallinn því. „Ef Napoleon veldur okkur engum óþæg- indum, hví skyldum við þá gera slíkt?“ sagði hann. Aðrir vildu, að við innlimuðum frönsk héruð, nefnil. borgirnar Metz og Strassburg, vegna öryggis landa- mæra okkar. En hvaða þýðingu hefði slík landamæra- verndun gegn þjóð, seem ekkert ilit hafði í hyggju gagnvart okkur? Enn aðrir vildu krefjast hárra skatta af Frökkum, og lá við sjálft að þcssir hefðu fram sín- ar óskir, en nú bar fleira til. Hin algjöra afvopnun franska hersins olli vitanlega stórvægilegum hreyfingum í öðrum löndum. Fyrstu á- hrifin birtust nánast í málvana undrun fólksins, en bráðlega fylltist hinn siðmenntaði heimur eldlegum á- huga og aðdáun á þeirri þjóð, er hafði sýnt það hug- rekki að játast, í raun og sannleika, kenningum Krists (eins og presturinn í Saint-Privat orðaði það). Nú sáu allir, að einmitt þannig átti það að vera, að þetta vav hinn sanni hamingjuvegur þjóðanna. í Englandi fóru VtKINGVR. •810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.