Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 35
á Eyrarbakka ófær, en aidreí varð hann fyr- ir slysi og var ástæðan vafalaust bæði kjarkur hans og frábær stjórn. Maður nokkur reri um tíma með Guðmundi, og var sá maður talinn af ýmsum nokkuð einkennilegur á framgöngu og álitinn fremur sjóhræddur. Hann var spurður um hvernig honum líkaði að róa hjá Guðmundi á Háeyri og svaraði hann því á þessa leið: „Það er svo sem óhætt upp á lífið, að róa hjá honum Guðmundi, það er eins og brimið lægi þegar hann kemur að sundinu, og ekki er að spyrja að stjórninni, en — kergjan, aðköllin og ósköpin! Það gengur yfir allt.“ Vertíðina 1894 réri ég, er þessar línur skrifa, með ágætum formanni á Eyrarbakka, Jóni Sig- urðssyni, síðar hafnsögumanni og veiktist hann svo að tvísýnt var talið að hann kæmist til heilsu aftur, og vorum við hásetarnir mjög á- hyggjufullir út af því. Guðmundur Isleifsson var eigandi að helmingi skipsins, er við vorum ráðnir á, en hafði ekki stundað sjó nokkur ár meðan verzlunarrekstur hans var í fullum gangi. Við fórum á fund hans og óskuðum eftir að hann gerðist formaður okkar meðan Jón Sig- urðsson væri veikur, eða að öðrum kosti mund- um við setja skipið upp og leita fyrir okkur annars staðar um skiprúm. Guðmundur hafði orð á því að hann myndi vera búinn að gleyma allri formennsku, en þó varð að samningi að hann gjörðist formaður okkar. Fyrsta daginn sem við rérum undir stjórn hans komum við úr öðrum róðri að sundinu með góðan afla ná- lægt stórstraumsfjöru, en ólga nokkur var í sjó og sundið því aðgæzluvert. Það fyrsta er við sáum var mannlaust skip fullt af sjó, og var augljóst, að slys hafði orðið í sundinu. Einn hásetanna spurði Guðmund hvort hann hefði veitt því eftirtekt, og kvað hann svo vera, en mælti síðan með ákveðnum róm: „Eruð þið nokkur hræddir við þetta? Mér er áríðandi að vita það, því ein ár í höndum hugleysingja, get- ur orðið að slysi.“. Við töldum að svo myndi ekki vera og stýrði hann þá á hlið við skip, er beið fyrir utan sund- ið, og talaði við formanninn á því; leið svo nokk- ur stund, að við biðum þar eftir nægri sjávar- hæð, en pegar víst var að dýpi var komið, fór Guðmundur að verða órór yfir að þau skip, sem forgangsrétt áttu, lögðu ekki á sundið, enda þótt búast mætti við lóðaflækjum á því eftir slysið. Hann skipaði okkur að taka róður og vera við öllu búnir, en spurði formanninn, sem átti fyrsta rétt, hvort hann vildi nota þetta lag, en þegar hann neitaði því lögðum við á sundið og fengum ágætt lag. Þekking sú er ég fékk á for- mennsku Guðmundar var í stuttu máli þessi: Hann vildi fyrst gang^ úr skugga um, að á skip- inu væri ekki neinn hugleysingi er gæti orðið að VtKlNGVR. slysi, og þar næst vera viss um að næg sjávar- hæð væri á sundinu, og í þriðja lagi vildi hann ekki taka réttinn til þess, af þeim er hann átti fyrstur, en á honum sjálfum var ekkert hik, þegar allt það, sem áður er talið, var fyrir hendi. öll skip er á sjó voru komu í lest á eftir okkur og varð ekkert að sök hjá neinu þeirra. öll atvik er snertu þetta tækifæri, virtust mér benda til þess að nærri réttu væri það, sem haft er eftir hásetanum hér á undan: „Það er svo sem óhætt upp á lífið að róa hjá honum Guðmundi“. Þekking mín á Guðmundi fsleifssyni eftir löng kynni var sú, að hann á mörgum sviðum væri afburðamaður, mannkostamaður, hjálpfús og glæsimenni í sjón, hvar sem hann var og hvernig sem hann var klæddur, og ekki síður í sjóldæðum en samkvæmisfötum, enda var for- mennska hans á sjó ein af hans allra sterkustu hliðum, og tel ég því vel viðeigandi að Sjómanna- blaðið Víkingur geymi mynd af honum í sjó- klæðum. Ég trúi því, að Guðmundur ísleifsson sé nú meðal þeirra sjógarpa, sem farnir eru héðan og komnir yfir hafið mikla í friðarins höfn. Blessuð sé minning þeirra allra. Sigurður Þorsteinsson. Nýlega hefur verið stofnað hlutafél. I Rvík, sem ætlar að annast skipasmíðar og skipaviðgerðir. Nefnist félagið Bátasmiðjan Knörr h.f. Eigendur eru P. Wigelund og fleiri. Hefur félag þetta sótt um landrými við Elliðaár- vog eða Kleppsvík, fyrir skipasmíðastöð. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar, sem haldinn var 15. sept. var eftirfarandi tillaga samþ. um togarakaup: „Bæjarstjórnin samþykkir, að óska eftir að ríkis- stjómin ætli Akureyrarbæ tvo af þeim togurum, sem ríkisstjórnin hefur nýlega fest kaup á I Englandi. Pönt- un þessi er miðuð við frumvarp það, er Nýbyggingar- ráð hefur lagt fram um breytingu á lögum um Fiski- veiðasjóð, þar sem gert er ráð fyrir fyrsta veðréttar láni, sem nemi allt að SA hlutum stofnkostnaðar með 2 Va % vöxtum, nái fram að ganga, eða að ríkisstjórnin sjái fyrir öðru jafn hagstæðu láni til kaupanna. Bær- inn áskilur sér rétt til að láta einstaklinga eða félög, sem hann ávísar, ganga inn í kaupin." / sumar var stofnað samband freðfisksmatsmanna. Aðaltilgangur sambandsins er að vinna að samræmingu á mati hraðfrysta fiskjarins og beita sér fyrir vöru- vöndun í hraðfrystihúsum. Stjórn sambandsins skipa: Haukur Ólafsson, Akureyri, formaður, Lýður Jónsson, Akranesi, ritari og Guðmundur Finnbogason, Akranesi, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Gunnar E. Jónsson, Hafnarfirði og Steindór Ingimundarson, Reykjavík. 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.