Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 4
ALSBÁTURINN Eftir Kristján Eldjárn Víkingi þykir mikils um það vert að geta flutt les- endum sínum ritgerð þá, sem hér fer á eftir. Vœntir blaðið þess, að sjómönnum muni þykja nokkurs virði að kynnast gerð elzta skipsins, sem fundist hefur á Norðurlöndum, ekki sízt þegar svo vel og greinilega er frá því sagt, sem hér er gert. Höfundur ritgerðar þessarar, Kristján Eldjárn, forn- minjafræðingur, er ungur menntamaður, sem mikils má af vænta. Hefur hann dregizt á það að rita nokkrar greinar fyrir Víking um skip fornmanna á Norður- löndum, þar sem lýst væri í höfuðdráttum þróun skipa- smíða allt frá Alsbátnum og til víkingaskipa á borð við Orminn langa. Eru lesendur beðnir að fylgjast vel með greinaflokki þesum. Hann mun verða bæði fróðlegur og skemmtilegur. Ritstj. „Þú foma, danska frægðarleið, ó, fríði sær“, segir Matthías í þýðingu sinni á konungssöng Dana eftir skáldið Jóhannes Ewald. Skáldið segir nú reyndar „dökkbrýnda haf“, en ekki „fríði sær“, eins og Matthías hefur neyðzt til vegna rímsins. En sama er. Manni skilzt, að skáldið er að stæra sig af afrekum þjóðar sinn- ar á hafsins leiðum, hvort lýsingarorðið sem notað er, enda eiga sjálfsagt bæði vel við. 0, jæja, nú á dögum eru Danir víst frægari fyr- ir alisvínaflesk og Karlsbergsöl en hetjudáðir á höfum úti. Og samt hefur skáldið mikið til síns máls. Leiðir hafsins hafa frá alda öðli verið alfaraleiðir liinna norrænu þjóða, og eyjaland eins og Danmörk gat jafnvel ekki byggzt, fyrr en til voru fleytur, sem fært var á yfir sundin. Og jafnskjótt og þjóðir þessar urðu þess um- komnar að smíða haffær skip, snéru þær stöfn- um þeirra til framandi stranda og ógnuðu með flotum sínum voldugum þjóðlöndum svo mjög, að þeim hefur aldrei síðan tekizt að gleyma 274 . þessari gullöld norræns valds né heldur að gera nokkuð þvílíkt aftur. Þetta var víkingaöldin, hin mikla landvinningaöld Norðurlandabúa, sem hófst um 800 e. Kr., þegar þeir eignuðust fyrst haffærandi skip. En forfeður vorir höfðu dvalizt langar stund- ir á Norðurlöndum, þegar hér er komið sögu. Ef fornfræðingum skjátlast ekki mjög, hafa hinir fyrstu steinaldarmenn farið að tínast til Norðurlanda um 10.000 f. Kr. Þegar víkingaöld- in hefst, hafa norrænar þjóðir verið til í 10—11 þúsund ár, og allan þennan tíma hafa þær átt báta og skip, verið fiskimenn, farmenn og jafn- vel sjóræningjar með ströndum fram. Sjórinn og skipin hafa verið þeirra hálfa líf. í hinum miklu forngripasöfnum á Norðurlöndum eru geymdar þúsundir og aftur þúsundir fornminja frá hinni löngu forsöguöld. En þetta eru nær eingöngu munir úr óforgengilegum efnum. Tinn- an, sem steinvopnin eru úr, er óbreytanleg, bronsið geymist yfirleitt sæmilega í jörðu, jámið til muna verr, en þó betur en trjáviður. Það er tilviljun ein og slympilukka, að jarðlög- in séu þannig í eðli sínu, að þau geti geymt forna trémuni öldum og árþúsundum saman. Bátar og skip voru oftast úr tré, og þéss vegna getum við pælt hina löngu leið gegnum öll stein- aldarsöfnin og bronaldarsöfnin án þess að finna aðrar siglingaminjar en í bezta lagi ár eða þóftu eða þá frumstæðar skipamyndir brons- aldarmanna. Og við höldum áfram inn í jám- öldina, sem hefst um 400 f. Kr., og þá loksins, loksins verður fyrir okkur fyrsta fleyið, sem aldirnar hafa leift okkur Norðurlandabúum af hinum mikla, forsögulega flota, Alsbáturinn. Ilann fannst þar sem heitir Hjortspringmýri á VtKlNGVR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.