Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 47
Gu&mundur Guðmundsson frá Móum: Tvœr fyrstu togveiðiferðir á Halann og tildrög þeirra. Ekki verður um það deilt, að Halinn sé mesta og bezta togfiskimið í heimi, því að ekkert fiskimið þekkist, hvorki hér við land né annars staðar, þar sem asfiski getur verið á öllum tím- um árs, nema á Halanum, enda hafa íslenzkir togarar undanfarin styrjaldarár fengið þar full- fermi túr eftir túr. Og er víst ekki of djúpt tek- ið í árina, þótt sagt sé, að tveir þriðju hlutar togaraaflans séu fengnir á Halanum. Á þessu geta allir séð, hve mikil gullnáma þetta veiði- svæði er. Það verða nú bráðlega þrjátíu ár síðan fyrsc var reynt með botnvörpu á þessu miði, og hefir mér því komið til hugar að segja tildrög þess, að þar var reynt með botnvörpu. Árið 1911 hafði orðið allmikil fjölgun í ís- lenzka togarflotanum. H. f. ísland hafði lceypt „Lord Nelson“, stórt og mikið skip, Thor Jen- sen o. fl. höfðu keypt Snorra Goða, eldra, Th. Thorsteinsson o. fl. leigt tvo togara frá Aber- deen og Eggert ólafsson var keyptur til Pat- reksfjarðar. Þetta ár tók ég við skipstjórn á Snorra Sturlusyni; hann var byggður í Hull árið 1900, 75 smálestir nettó. Heldur þótti Snorri lítið sjóskip og togskip varla í meðallagi. Undanfarin vor hafði verið fiskað í Faxaflóa, en nú hafði hann síðustu tvær til þrjár vor- vertíðir fyllzt af frönskum togurum, svo að ís- lenzku skipstjórarnir höfðu ekki mikla trú á, að þar aflaðist, innan um alla Fransmennina. Hugðu því flestir til að reyna við Austurland, því að heyrzt hafði, að enskir togarar fiskuðu þar vel um þennan tíma árs, en fiskur var þar frekar smár. Ég hafði verið þar árið 1908 á saltfiskveiðum með enskum togara, „Lysander“, skipstjóri var Árni Eyjólfsson Byron. Afli var heldur rýr og að mestu smáfiskur, og veðráttan þokusöm. Um 20. maí fórum við austur á Snorra Sturlusyni, vorum þar 5—6 daga og fengum sæmilegan afla af smáfiski, höfðum á þessum tíma fengið sem svarar hálfum túr, en þá bil- aði vélin svo að ekki var hægt að toga svo að gagni væri. Var því haldið til Reykjavíkur og leitað viðgerðar á vélinni. Fátt var þá um leikna vélaviðgerðarmenn og lítið um verkfæri. Eftir um viku dvöl í Reykjavík var viðgerðinni lokið, vélin reynd og reyndist sæmilega. Var svo undir- VfKINGUR búinn annar túr og haldið á veiðar. Ekki leizt mér á að fara austur aftur, var það aðallega af því að togvinda okkar tók ekki nema 300 faðma af togvír hvorumegin, en dýpi er víðast hvar mikið fyrir austan. Var því haldið vest- ur, reynt báðum megin við ísafjarðardjúp, djúpt og grunnt, en afli var tregur; sömuleiðis reynd- um við undir Kögri, bæði djúpt og grunnt, en fengum lítinn afla. Háseti var með mér þetta úthald, Þórður Sig- urðsson, þá um fimmtugt; hafði hann lengi verið stýrimaður á skútum fi'á Reykjavík, bæði á færafiski og reknetum. Þórður var ágætur sjó- maður og eftirtektarsamur mjög. Vorum við að kippa austur og Þórður við stýrið. Við vorurn að tala saman um aflatregðu, og sagðist þá Þórður vel geta trúað að fiskur væri á 85—90 föðmum N.-A. af Horni. Kvaðst hann hafa verið með Bandaríkjamönnum á flyðruveiðum á þess- um slóðum um þetta leyti árs og oft fiskað mik- ið af þorski á lóðirnar. Botn hélt hann dágóðan, og töluðum við um þetta fi’am og aftur. Fórum við svo niður í kortaklefa og athuguðum kort- ið, því að Þórður kunni góð skil á notkun sjó- korta. Var svo haldið út N.-A. af Horni á 85—90 faðma dýpi og byrjað að toga. Þar var ágætis afli, en nokkuð var það til tafar, að mikið var af allstóru, lausu grjóti í botninum og vildi því oft verða gat á pokanum. Settum við þar nið- ur dufl og tók þá von bráðar fyrir að við fengj- um steina í pokann. Vorum við þarna í viku- tíma og fylltum skipið af vænum þorski. Ekk- ert skip sáum við þarna, nema Súluna, sem var þá á lóðaveiðum og var gerð út frá Norðfirði. Hún var langt fyrir austan okkur, svo að við sáum hana ekki nema í kíki. Á heimleið átti ég langt tal við Þórð um hvort hann héldi ekki að til væri fleiri góð togmið, sem ekki hefðu verið reynd áður, þar sem hann hefði fiskað með Bandaríkjamönnum. Sagði hann þá, að eitt- hvert bezta mið þeirra hefði verið að vestan- verðu við Djúpið, alveg úti í kanti. Þar gengi all-langur tungulagaður tangi í A.N.A út í ísa- fjarðardjúp. Þar hefðu þeir fengið á 100—150 faðma dýpi mjög góðan afla, en botn hélt hann að væri þar frekar slæmur, þar væri líka mikill straumur og illviðrasamt. 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.