Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 27
að setja með lagastuðnjingi sérstakar reglur um gæði mótorvéla, en jafnframt væri þeim, sem verzla með mótorvélar, gert að skilyrði að liggja jafnan með nægilegar birgðir af vara- hlutum eftir úrskurði trúnaðarmanna Fiski- félagsins. Ennfremur hefði ég trú á því, að samhliða þessu væri sett á fót verzlun með mót- orvélar, annaðhvort á vegum Fiskifélagsins eða ríkisins, sem kappkostaði að hafa á boðstólum aðeins góðar vélar og næga varahluti. Ekki teldi ég þó rétt, að þetta yrði einkasala, heldur verzlun rekin í samkeppni við aðrar vélaverzl- anir, til að tryggja hólfegt verð og vörugæði. Þegar vel gengur um stundarsakir hættir mönnum við að missa sjónar á því, að menn kunna að þurfa á öllu sínu að halda áður en lýkur. Á slíkum tímum er oft lítið gert til þess að tryggja framtíðina. Það er sarinfæring mín, að útvegsmenn og fiskimenn verði á næstu ár- um að skipuleggja fiskiðnað margskonar, verzl- un með sjávarafurðir og innkaup útgerðarnauð- synja á sínum vegum, ef þeir eiga að fá staðist þá samkeppni, sem framundan er, við aðrar þjóðir. Þeir verða að tryggja sér sannvirði af- urðanna og gæta þess vel, að arðurinn af starfi þeirra gangi þeim ekki úr greipum. Skipting arðsins. Það hefir löngum verið mikið vandamál hjá sjávarútveginum, ekki síður en öðrum atvinnu- greinum, hversu skipta skuli arðinum af rekstr- inum. Afkoma sjávarútvegsins er ákaflega mis- jöfn, eins og allir þekkja, og fyrir þær sakir hefir þetta orðið jafnvel enn erfiðara vandamál en í ýmsum öðrum greinum. Það er mín slcoð- un, að þegar allt kemur til alls, þá verði hluta- skiptin heppilegust. En í því sambandi vaknar sú spurning, hvernig hægt væri að tryggja þeim, sem að útveginum vinna,lágmarkstekjur og þar með koma í veg fyrir hörmulegar afleið- ingar þess, ef veiðin mistekst um stundarsakir. Nokkuð hefir verið tíðkað undanfarið að setja ákvæði um lágmarkstryggingu í hlutaskipta- samninga milli sjómanna og útvegsmanna. Þetta tryggir sjómennina að nokkru leyti, en veldur aftur því, að töp verða tilfinnanleg á útgerð- inni, ef illa fer, og eins og nú er komið útgerð- arkostnaði og áhættu, óviðráðanleg, ef verulega ber út af. Þetta sýna síldveiðarnar í sumar. Ég álít að vinna eigi að því af kappi að koma á hlutatryggingum, sem væri byggðar á ið- gjaldagreiðslum af óskiptum afla og einnig að einhverju leyti á framlagi frá því opinbera. Með því ætti að vera hægt að auka öryggi fiski- manna, án þess að það verði til þess að auka hættu á hallarekstri fyrir útgerðina. Slíkt trygg- ingarkerfi ætti einnig að ná til útgerðarmanna. Sett hafa verið lög um hlutatryggingarfélög. Samkv. þeim lögum geta menn stofnað slík fé- lög og ákveðið iðgjaldagreiðslur til þeirra og fengið mótframlag af ríkisfé. Þetta hefir þó ekki verið notað og er það skaði. Þyrfti að end- urskoða þessa löggjöf og vinna röggsamlega að því, að hlutatryggingarfyrirkomulag verði tek- ið upp. Að sjálfsögðu er nokkuð vandasamt að byggja upp þess háttar kerfi og lítil reynsla til þess að styðjast við, en það hlýtur að vera hægt að sigrast á þeim vanda, ef útvegsmenn og fiski- menn taka höndum saman um að leysa þetta mál með góðum stuðningi og skilningi hins opinbera. Ég efast ekkert um, að þessi hug- mynd á miklu fylgi að fagna. Það er nokkuð almennt viðurkennt, að hlutaskiptafyrirkomu- lagið sé heilbrigt í sjálfu sér, en því fylgir á- hætta fyrir skipshafnirnar. Væri hún minnkuð verulega, er sniðinn af ágallinn. Jafnframt þarf að finna heppilegt og að- gengilegt form fyrir hlutaskiptum hjá stórút- gerðinni, með hæfilegum tryggingum. Var það mikill skaði, að ekki skyldi vera unnið að því á stríðsárunum, meðan afkoma stórútgerðarinnar var sérstaklega góð, að koma á slíku fyrir- komlagi. Þá hefðu augu manna opnast fyrir kostum þess. En það veldur eðlilega tortryggni, ef menn eru tómlátir um að taka upp slíkt fyr- irkomulag, þegar vel gengur, en láta sér tíðara um það, er erfiðlega horfir. Hér hefir því verið glatað tækifæri. En þrátt fyrir það þyrfti nú að taka það mál til ítarlegrar yfirvegunar með- al útvegsmanna og sjómanna, jafnhliða því, sem hlutatryggingarmálið væri tekið upp af nýju. Horfur. Ekki verður skilist við sjávarútvegsmálin án þess að minnast þess, sem sennilega er efst um þessar mundir í hug flestra, sem við þau efni fást, en það eru afkomuhorfur útvegsmanna og fiskimanna í næstu framtíð. Er þetta við- kvæmt mál og ekki get ég rætt það ítarlega hér. Það eru þyngstu búsifjar útvegs- og fiski- mönnum, að verðbólgunni var sleppt lausri. Hún hefir sogið féð frá útveginum. Þannig hlaut að fara, því að sjávarútvegsmenn gátu ekki velt dýrtíðaraukningunni af sér, þeir búa við útflutn- ingsverðið. Framleiðslukostnaður sjávarafurða er búinn að vera of hár síðustu misserin, jafn- vel miðað við stríðsverð afurðanna, — þegar togai’ar eru undanskildir. Smáútvegsmenn og fiskimenn hafa flotið á óvenjulegum afla. Vei’ð- bólguverð nýira báta og fiskiðnaðarfyrirtækja svelgir nýbyggingai'sjóði og samansparað fé. I mörgurn sjávai’þorpum er lítt leysanlegt eða ó- leysanlegt vandamál að di’aga sarnan fjái’magn í nauðsynlegan bátakost. Ráðamenn bollaleggja að stofna til útgei’ðai’ með lánsfé að mestum hluta. V ÍKINGUli 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.