Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 31
gress“ af öllum fallbyssunum á annari hlið sinni í einu. Skothríðin olli tilfinnanlegu tjóni á skotliði „Congress“. Því næst hélt hinn brynvarði jötunn til móts við „Cumb- erland“ og ruddist á bakborðskinnung freigátunnar með þeim árangri að reka stórt gat á skipsskrokkinn undir yfirborði sjávar með stáltrjónu sinni. Samtímis skaut „Merrimac“ sprengikúlu úr fremstu fallbyssu sinni inn í fallbyssulyftingu „Cumberlands" og felldi tíu menn. Að því loknu tók skipið aftur á bak til þess að losna við „Cumberland," en aðeins til þess að geta siglt fram með hlið þess og sent því eina kúlnahríð til viðbótar, sem drap 16 menn. Þótt „Cumberland“ hefði hlotið miklar skemmdir bæði fyrir ofan og neðan sjávaryfirborð lét það skothríðinni ekkert augnablik ósvarað. Hvað eftir annað skaut það af öllum fallbyssum sínum á „Merrimac", en kúlurnar hrukku af brynvörðum síðum þess eins og gúmmíknett- ir án þess að vinna hinn minnsta skaða. Litlu síðar sneri hinn brynvarði risi enn á ný á móti „Cumberland” og renndi með fullum krafti stáltrjónu sinni inn í hlið þess miðskipa. „Cumberland" tók nú að sökkva. Sökk stefnið fyrst, en skothríð var haldið uppi frá öllum fall- byssum þess, sem nothæfar voru meðan þær voru ofan- sjávar. Manntjón skipsins, fallnir og drukknaðir, var alls 120 menn. Eftir því sem blöð Suðurríkjanna síðar hermdu, sýndu Suðurríkjamenn mikinn riddaraskap og mannúð að skjóta ekki á báta þá sem unnu að björgun hinna eftirlifandi. Eftir að hafa ráðið þannig niðurlögum „Cumber- land’s“ sneri Buchanan kapteinn sér að „Congress". Stjórnendur freigátunnar, sem verið höfðu áhorfendur að örlögum „Cumberland’s" lögðu nú allt kapp á að verjast því að „Merrimac" fengi færi á að sökkva skipi þeirra. Nú var runninn á léttur kaldi og freigátan tjaldaði hverri seglpjötlu sem unnt var og stefndi til Monroekastala, til að sigla þar á land ef svo vildi verk- ast. „Merrimac" hraðaði för sinni á eftir og skaut hvað eftir annað af öllum fallbyssum sínum og olli með því mikilli eyðileggingu og manntjóni. „Congress" svaraði alltaf með skothríð úr öllum sínum byssum, en kúlur þess höfðu ekki meiri áhrif á brynvarða risann en flóabit á fílshúð. Þannig gerðust fyrstu átökin milli brynvarins skips og tréskipa. Endalok þeirra átaka var glæsilegur sigur hins brynvarða skips. Orustan liófst í dögun. Klukkan 5 síðdegis hafði „Merrimac” undir stjórn Buchanan kapteins, sökkt „Cumberland," yfirunnið og brennt „Congress,” hrakið „Minnesota” uppp á land og að miklu leyti eyðilagt „St. Lawrence" og „Roanoake," sem árangurslaust höfðu leitað verndar í skjóli fallbyssanna í Monroevirki. Að þessu loknu hélt kapteinninn „Merri- mac“, — auðsjáanlega vel ánægður með unnið dags- verk — upp undir stórskotaliðsstöðvar Suðurríkjamanna við Sewall’s Point, albúin þess, sem setuliðið í Monroe- virka óttaðist, að byrja næsta dag með því að eyðileggja að fullu „St. Lawrnece" og „Roanoake,” sem ennþá var haldið á floti með dælunum, eyðileggja allar byrgðir og foi'ðabúr í landi, hefja árás á virkið og ná Hampton á sitt vald. Enginn vafi var talinn leika á því að hin brynvarða ófreskja væri þess fyllilega umkomin að eyðileggja allan flota Norðurríkjanna, ef tréskip þeirra yrðu send til móts við hana. Setuliðið í Monroevígi hafði því gildar ástæður til að bera þungar áhyggjur fyrir komandi degi. «a Bardaginn milli „Merrimach“ og „Monitor“ 9.marz 1862. En klukkan 9 þetta sama kvöld hélt undarlegur far- kostur inn á Hamptonhöfn. Þiljur hans lágu I vatns- yfirborðinu og í fjarlægð líktist hann mest langri, fljótandi fiskþró með sívölu æxli upp úr miðjum þiljum. Grannur, rjúkandi reykháfur stóð lítið eitt upp úr skutn- um, og fremst í stefni blakti fáni Norðurríkjanna á stöng. Þetta var turnskipið „Monitor," sem hinn frægi sænsk-ameríski verkfræðingur og uppfinningamaður John Ericson hafði smíðað. Flotastjórn Norðurríkjanna hafði stöðugt fylgzt nákvæmlega með athöfnum Suður- ríkjamanna og til þess að vera reiðubúnir að mæta þeim höfðu þeir gefið John Ericson frjálsar hendur til þess að byggja þetta turnskip. Var það alveg sérstaklega smíðað til þess að berjast við hinn ófrýna uppvakn- ing, sem Suðurríkjamenn höfðu gert úr hinu uppruna- lega „Merrimac,” og sem þeir raupuðu af að væri ósigr- andi. Fyrirætlanir Suðurríkjamannagagnvai-tHampton- höfn voru flotastjórn Norðuri'íkjanna kunnar, og ef allt hefði farið að eðlilegum hætti, var „Monitor” sendur af stað á hæfilegum tíma til þess að koma þar til hjálpar. En á leiðinni til New York hreppti það óveður, sem nálgaðist fellibyl og nærri lá að sendi skipið nið- ur á hafsbotn. Við það seinkaði ferð þess svo að það náði ekki ákvörðunarstað fyr en „Merrimac” hafði dregið sig í hlé að loknu dagsverki. í nokkurri fjarlægð og utanborðs séð, lét „Monitor“ lítið yfir sér, en væri það skoðað nær og innanborðs varð myndin öll önnur. Bolur skipsins hafði næstum því ekkert borð fyrir báru, en var varinn með 5 þuml. þyk- um stálplötum. Sívala æxlið miðskipa, sem áður er nefnt, var brynturn skipsins. Það var stálsívalningur 9 feta hár og 20 fet í þvermál, og voru veggir og loft al- staðar 9 þuml. þykkt. Þessum turni mátti snúa eftir geðþótta með gufuafli svo skjóta mátti í allar áttir með hinum tveimur hlaupvíðu og þungu Dalgren fall- byssum, sem voru einu byssurnar á skipinu. Væru byssurnar dregnar inn í turninn til hleðslu, runnu sjálf- virkar brynplötur fyrir skotraufarnar á meðan. Skrúfa og stýri og jafnvel akkeri voru undir brynvörn. Fremst á þiljum var lítill og lágreistur sjókorta- og varðklefi, einnig brynvarinn. Þaðan var skipinu stjórnað. Vafalaust hefur Suðurríkjamenn grunað að þessi und- arlegi farkostur, sem hélt til móts við þá morguninn eft- víkingur. 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.