Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 7
fátæktartíma, þegar lífsbaráttan krafðist allra
tækja, sem til voru. Engu hefur verið fleygt,
sem nothæft var, mundi maður ætla, og allra
sízt heilum skipum og ágætum vopnum. En
þessi fornleifafundur á sér svo margar hliðstæð-
ur frá fornöld Norðurlanda, að hann veldur
engum heilabrotum að þessu leyti. Alsbáturinn
með öllum útbúnaði sínum er fórn til guðanna
eða guðsins, sem tignaður hefur verið á kelt-
nesku járnöldinn. Við vitum, að á bronsöldinni
var sólar- og himinguð æðstur goða eða jafnvel
eini guðinn. Hafa stundum fundizt bronsmynd-
ir í jörðu, er sýna hina logagylltu sól aka í
vagni, er sólfákurinn dregur. Slíkir fornmunir
tala-skýrt á þagnarmáli sínu. Sólguðinn er guð
bændanna, sem rækta jörðina. Hann ræður fyr-
ir sól, regni og vindum og þar með gróðri jarð-
ar. Ekkert er líklegra, en að þessi guð hafi
einnig verið tignaður á keltnesku járnöldinni.
Einnig þá voru Norðurlandabúar bændaþjóðir,
sem allt sitt áttu undir skini sólarinnar. Hjort-
springmýrin hefur verið heilagt vé sólguðsins.
Þar hafa menn blótað hann til heilla sér, mýkt
hug hans með fórnargjöfum og fært honum
þakkarfórnir, þegar allt lék í lyndi. Alsbúar
hafa fært honum þessa miklu fórn fyrir unn-
inn sigur í herför eða happasæla vörn gegn vík-
ingum við strönd eyjarinnar. Ef til vill er bát-
urinn sjálfur einmitt hluti herfangsins. Hinn
rómverski sagnaritari, Sesar, lýsir því hvernig
Gallar fórnuðu herguðnum herfangi sínu: „Ef
þeir hljóta sigur, fórna þeir honum mönnum og
skepnum, er þeir hafa náð, en allan feng ann-
an láta þeir í einn stað, enda getur þar að líta,
með ýmsum þjóðflokkum, heila hlaða af slík-
um hlutum í helgireitum". Hjortspringmýrin
hefur einmitt verið einn slíkur helgireitur. Þar
var sólguðnum færð hin dýra fórn, og enginn
dirfðist að hafa á móti því eða nema fórnina á
brott síðar, því að það voru helgispjöll og grið-
rof við guð og menn.
En nú skulum við víkja aftur að Alsbátnum
sjálfum og athuga það stig í skipasmíðatækni,
sem hann sýnir. Hann er lítill og frumstæður
í samanburði við dreka víkingaaldarinnar, en
vafalaust ber hann þó langt af fleytum þeim,
sem forfeður vorir hafa notazt við í upphafi
byggðar á Norðurlöndum. Langur þróunarferill
liggur að baki Alsbátnum, en hann verður trauð-
lega rakinn, af því að heimildir skortir. En
getur Alsbáturinn sjálfur veitt nokkra vitneskju
um þennan feril? Sézt á honum nokkurt ættar-
mót, sem hann hefur af forfeðrum sínum?
Saumaskapurinn gefur bendingu í rétta átt.
Það er eitthvað óeðlilegt við að sauma trjávið,
og upprunalegt getur það ekki verið. Þetta hlýt-
ur því að vera stælt eftir öðrum iðngreinum,
t. d. klæða- og skinnaiðninni, Skinnbátur, húð-
keipar, eru mjög algengir hjá frumstæðum
þjóðum, er við sjó búa, jafnvel enn í dag, og
þeir geta verið ágæt för, sem taka trébátum
langt fram að lipurð í úfnum sjó. Kajakkarnir
og konubátarnir grænlenzku eru ljós dæmi þess,
hversu fulkomnir skinnbátar geta verið. Geta
má þess og, að bátarnir, sem fyrstu landnáms-
menn Islands, hinir írsku Papar, sigldu á hing-
að til lands, voru litlir skinnbátar, af sömu gerð
og þeir smábátar, sem enn eru notaðir við
Einn af skjöldunum, sem fundust með bátnum.
strendur írlands. Það er engin ástæða til að
efa, að Norðurlandabúar hafi haft slíka báta til
fiskiveiða og siglinga með ströndum fram, auk
þess, sem eintránungar hafa tíðkazt frá fornu
fari. En skinnbátar og eintrjánungar geta aldrei
orðið annað en smáfleytur.Þegar stundir liðu
fram og farið var að reyna að smíða stór skip,
varð til hið samsetta tréskip. Alsbáturinn er
árangur slíkra tilrauna, og honum bregður
bæði í ættina til eintrjáninganna og skinnbát-
anna, sem hann er af kominn. Hann er trébát-
ur, samansettur úr eins fáum stykkjum og
framast er unnt, með stöfnum, sem holaðir eru
út í einu lagi. Að þessu leyti kippir honum í
kynið til eintránunganna. Hins vegar er hann
saumaður saman, en ekki negldur, og sú að-
ferð er komin frá skinnbátagerðinni. Þess vegna
heita naglarnir enn þann dag í dag „saumur“.
Við sjáum þá, að smiðir þeir, sem smíðuðu
Alsbátinn hafa fært sér í nyt alla þá reynslu og
þekkingu í bátasmíðum, sem Norðurlandabúar
höfðu háð sér á mörgum áraþúsundum. Og
VfKINGUR
277