Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 64
gerði 32 vélbátar, 12—42 smálestir að stærð, og
auk þeirra einn vélbátur 55 smál., sem gerður
var út á veiðar með botnvörpu.
Á þeirri vertíð henti það slys, að þá fórst vé!-
báturinn óðinn frá Gerðum, með allri áhöfn.
Gæftir á vertíðinni voru dágóðar. Meðaltai
róðrafjölda var 62 róðrar. Afli var góður, þótt
misjafn væri. Hæsti bátur hafði 1730 skippund
af fiski, en meðalafli var 900—1000 skippund.
Lifrarmagnið í allri verstöðinni var 990 þús.
lítrar. úr lifrinni fengust um 500 smálestir aí'
lýsi.
Ilæsti bátur þessa vertíð var Faxi úr Garði,
skipstjóri Þorsteinn Þórðarson. Aflaði hann
1730 skippund og var lifrin 54 þús. lítrar. Annar
Gunnlaugur Jósepsson, oddviti og hreppstjóri í
Miðneshreppi.
að aflamagni var Gunnar Ilámundarson, skip-
stjóri Gísli Halldórsson. Lifrarmagn hans var 51
þús. lítrar.
Síðasta vertíð í Sandgerði, 1945, var með lík-
um hætti og næsta ár á undan. Fyrstu bátar
hófu veiðar í byrjun janúar, en aðkomubátar
komu sumir ekki fyr en í janúarlok eða febrúar-
byrjun. Afli var óvenju góður í janúarmánuði,
og misstu hinir síðbúnu bátar því mikið úr.
Voru hæstu bátar komnir með 300—400 skip-
pund fiskjar í lok janúar.
Bátar þeir, sem veiðar stunduðu frá Sandgerði
þessa vertíð, voru 28 að tölu. Bátar þessir voru
frá eftirtöldum stöðum: Fjórir frá Sandgerði,
sjö úr Garði, tveir úr Keflavík, þrrí úr Hafnar-
firði, einn úr Ólafsfirði, tveir frá Dalvík, tveir
frá Norðfirði, fjórir frá Eskifirði og einn frá
Reyðarfirði.
Meðalróðrafjöldi var 70 róðrar á bát, en flest
voru farnar 97 sjóferðir. Hæstur afli í einum
róðri var 42 skippund. Mestur afli á bát yfir
vertíðina var 1700 skippund. Lifrarmagn það,
er úr fiskinum fékkst, var 870 þús. lítrar sam-
tals, og var það nokkru minna en árið áður. úr
lifrinni fengust um 450 smálestir af lýsi.
Hæstu bátarnir voru þessir:
M.b. Víðir frá Garði, skipstjóri Garðar Guð-
mundsson, fékk 53 þús. lítra lifrar í 97 róðrum.
334
Faxi frá Garði, skipstjóri Þorsteinn Þórðarson,
51 þús. lítrar í .53 róðrum, Muninn frá Sand-
gerði, skipstjóri Guðni Jónsson, 49 þús. lítrar í
91 róðri og Freyja frá Garði, skipstjóri Harald-
ur Kristjánsson, afli 48V2 þús. lítrar lifrar í 94
róðrum.
Skipstjórinn á Víði, Garðar Guðmundsson frá
Rafnkelsstöðum í Garði, er 27 ára að aldri. Hann
er sonur Guðmundar Jónssonar útgerðarmanns
á Rafnkelsstöðum, sem á tvo af hæstu bátunum,
Víði og Freyju. Þorsteinn Þórðarson, skipstjióri
á Faxa, sem nú varð annar í röðinni en afla-
kóngur í fyrra, er fóstursonur Þorbergs Guð-
mundssonar á Jaðri, alþekkts afla- og dugnaðar-
manns, sem um langt skeið var í hópi allra
fremstu skipstjóra í Sandgerði. Þorsteinn er 32
ára gamall. Sýna þeir það Garðar og Þorsteinn,
og fleiri hinna ungu skipstjóra, hve myndarlega
ungu mennirnir taka við merki þeirra, sem
eldri eru.
Verðmæti aflans.
Eins og fyrr var getið, eru nú í Sandgerði
tvö stór hraðfrystihús. Annað þeirra á h.f. Mið-
nes, en h.f. Garður hitt. Frystihús þessi geta
hvort um sig framleitt 12—15 smálestir af
fiskflökum á sólarhring hverjum. Mun því láta
nærri að bæði húsin séu fær um að taka dag-
lega við 70 smál. af hausuðum fiski, þegar af-
kastamöguleikarnir eru fullnýttir.
Auðvelt er að sanna það með ljósum og óvé-
fengjanlegum tölum, að verðmæti afla þess, sem
í land kemur árlega í Sandgerði, nemur mjög
miklum upphæðum á íslenzkan mælikvarða.
Mun óhætt að fullyrða, að ekkert þorp með jafn-
lága íbúatölu geti státað af svipaðri framleiðslu
og Sandgerði. Þess ber þó og að sjálfsögðu að
gæta, að fjöldi aðkominna' báta róa þaðan og
stórir hópar aðkomufólks vinna þar á vertíð-
inni.
Til að finna þeim orðum nokkurn stað, að
Sandgerði sé í röð mestu fiskiþorpa landsins,
skal bent hér á nokkrar tölur frá árinu 1944.
Barnaskólahúsið í Sandgerði.
VÍKINGUR