Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 11
Floti Valdimars sigursæla heldur til Eistlands árið 1219. Teikning eftir Holger Drachmann. banaorsökinni, sem hver og einn óvætnur gest- ur þessum líkur blæs manni í brjóst. „Hm, fljótt rurndi í hreppstjóranum um leið og hann velti þeim sjórekna við. „Það eru ekki skítnýtandi af honum lepparnir!“ Annar leit svo á, að hann hefði getað fengið högg. á gagnaugað og hrokkið við það útbyrðis. Læknirinn glennti fagmannlega upp augna- lokið og þrýsti á augað. Hann minnti mig á drengina, þegar þeir eru að leika sér að þorsk- hausum. „Það var til nokkurs að láta mig sendast hing- að út eftir. Það getur engum dulizt, að maður- inn er steindauður!“ Það var öll líkræðan, sem lesin var yfir mann- inum. Við þetta tækifæri hnykkti mér við yfir því, hve lítið menn gera úr þvílíkum hlutum á Skag- anum. Allir eiga að deyja Drottni sínum. Það getur hent þig í dag og mig á morgun, og þess- vegna er bezt að binda ekki hugann mjög við það! í því er næstum allur þeirra trúarlærdóm- ur fólginn. Og hann er að minnsta kosti heppi- legur þar, sem líf og dauði vega salt án afláts eins og bátur á öldufaldi. Þegar ég hitti næst kunningja mína frá Gamla-Skaga, vantaði einn þeirra í hópinn; Hans Lárusson. „Hvað hafið þið gert við Hans?“ spurði ég. Hafnsögumaðurinn, óli Kristófersson, þjapp- aði af gömlum vana öskunni niður í pípu sína og benti á táknrænan hátt með pípumunnstykk- inu út á hafið. „Það er einmitt!“ mælti ég. „Hann er þá far- inn?“ „Hann er hjá þorskunum, sem naga holdið frá beinunum á honum!“ svaraði hafnsögumað- urinn og bað um eldspýtu. „Iivenær gerðist það?“ spurði ég. „Það var um borð í slúffunni í haust sem leið. Honum skolaði burt af þilfarinu, og við hinir þrír lágum í þrjátíu klukkustundir í kjöl- soginu á slúffunni með skútuna yfir hausnum á okkur. Hafið þér ekki heyrt söguna af því?“ Ég lcvaðst ekki hafa heyrt söguna, og hann sagði frá. Frásögn hans var svo stuttorð, sem hún frekast gat verið, og þegar ég skírskotaði til gamals kunningsskapar í því skyni að fá hann til þess að segja mér nánar frá einstök- um atriðum, vísaði hann aðeins í skýrslu þá, sem bæjarfógetinn hafði tekið um atburðinn og látið prenta. Hann hélt því fram, að bæjarfóget- inn hef ði sett s i n n svip á málið; nú gæti ég sett m i n n svip á það. Ég sagði honum, að það væri fjarri mér að vilja lita frásögn hans frekar en nauðsyn kynni að bera til. Hann hristi að vísu höfuðið dálítið efablandinn; en að lokum urð- um við á eitt sáttir um, að hjá því mætti kom- ast, ef við legðum okkur báðir fram. Ég læt hann sjálfan segja frá. VIKINGVR 281

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.