Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 75
GuSmundur Gu'ðmundsson: SigUngalög og sjónumnafrœðsla. í tilefni af grein minni er birtist í 4. tbl. „Víkings" þ. á., skrifar Guðbjartur Ólafsson: „Nokkur orð um menntun fiskiskipstjóra" í 6—7. tbl. Ég get ekki látið hjá líða að víkja enn nokkrum orð- um að þessu efni. í grein minni taldi ég, að með því að afnema 75 tonna prófið og hækka 15 tonna prófið upp í 30 tonn, væri stigið stórt spor aftur á bak, þegar athugað er hverja lausn málið fékk á síðasta þingi. Ég vil nú reyna að rökstyðja þá skoðun mína. Þegar 60 tonna prófið var tekið upp, var það ein- göngu vegna þess að þeir menn, sem þá höfðu 30 tonna prófið, voru orðnir óánægðir yfir því að vera bundnir við þau takmörk, þá kom það og til, að almennt voru bátar stækkaðir frá því sem verið hafði. Sama varð uppi, þegar 75 tonna prófið var lögfest árið 1936, og enn koma fram háværar raddir um aukin réttindi. Allar eru þessar kröfur eðlilegar þegar þess er gætt, að sömu aðilum hefir verið gert ókleyft að afla sér frekari menntunar. Kem ég að því síðar. Með því að lögfesta aðeins eitt smáskipapróf bundið við 30 tonn, liggur það í augum uppi að sagan endur- tekur sig. Þeir bátar, sem nú er verið að byggja, eru af stærð- unum 35—55 tonn. Ég hef áður bent á það, að ávalt hlýtur svo að vera, að þeir menn, sem alast upp á báta- flotanum, hljóti að veljast til forystu, þar sem þeir eru öllum hnútum kunnugastir. Ennfremur var á það bent í fyrri grein minni, að þeir ættu þess alls ekki kost, samkv. lögunum frá í vet- ur að afla sér þeirrar menntunar sem til þess þarf að stjórna áðurnefndri stærð skipa. Þetta segir Guðbjartur að sé ekki rétt hjá mér, og hyggst hann afsanna það með eftirfarandi ummælum: „Það er á mesta misskilningi byggt hjá Guðmundi, að þeir, sem sigla á skipum 30—60 tonn fái elcki inntöku í stýrimannskólann. Sannleikurinn er sá að til þess að fá inngöngu i skólann þurfa menn að hafa siglt sem háseti samtals 27 mánuði. Þar af 9 mánuði á skipum stærri en 60 rúmlestir." Það er auðvitað alltaf hægt að halda því fram að hvítt sé svart, en hve margir fást til að trúa þannig löguðum fullyrðingum? Guðbjartur veit, að til þess að öðlast stýrimanns- skírteini á fiskiskipi að afloknu tilskildu prófi, þarf viðkomandi að hafa siglt sem háseti í 36 mánuði, þar af 12 mánuði á skipi yfir 60 rúml. Ég álít, og get ég fullvissað Guðbjart um það, að ég er ekki einn um þá skoðun, að meðan þessum ákvæðum er haldið í lögunum, eru þeir menn sem atvinnu stunda eingöngu á skipum 30—60 tonn, algjörlega úti- lokaðir frá námi í stýrimannaskólanum. Það væri ekki úr vegi að fá eftirfarandi upplýst: Er það vegna þess að löggjafinn, eða þeir menn, sem voru honum til aðstoðar við endurskoðun laganna, (þar á meðal Guðbj. að eigin sögn) álíti þá sjómenn, sem eru rfKINGUR eingöngu á bátaflotanum, síður til þess hæfa að sækja skólann og öðlast réttindi til skipstjórnar, heldur en hina, sem á stærri skipunum eru, eða er þetta ákvæði sett inn með það fyrir augum að réttindamönnum fjölgi ekki um of, en sú verður óhjákvæmilega afleiðingin. Það er að minnsta kosti ekki í samræmi við þá aukningu, sem ráðgerð er á skipastólnum. Ég get verið Guðbjarti sammála um það, að smá- skipaprófið hefur verið fjötur um fót margra. Það er áreiðanlegt, að flestir, sem lokið hafa smá- skipaprófi, hafa ekki gert það vegna þess, að þeir hafi horft í aurana eða ekki haft löngun til að afla sér meiri menntunar, eins og Guðbj. virðist halda. í flestum tilfellum mun það hafa ráðið úrslitum, að menn áttu ekki annars kost vegna þröngra inntöku- skilyi'ða í stýrimannaskólann. Þegar þetta er allt athugað, hljóta allir að vera sam- mála um það, að það var tvímælalaust misráðið að af- nema 75 tonna prófið án þess að þeim, sem nutu þess, væri um leið tryggður réttur til skólagöngu. Eðlilegast væri að inntökuskilyrðunum sé breytt á þann veg, að þeir sem skráðir hafa verið á skip í 36 mánuði fái inngöngu í skólann, og prófin eingöngu miðuð við innanlands- og utanlandssiglingar, allt án tillits til skipastærðar. Mætti ætla, að varanleg lausn væri þá fengin á þessum málum, og um leið sú, sem flestir geta sætt sig við. Væri ef til vill athugandi í því sambandi, hvort ekki þætti ráðlegt að miða nám fyrri veturs við það, að það veitti réttindi til innanlands- siglinga, en réttindi til utanlandssiglinga fengjust ekki fyrr en að loknu tveggja vetra námi. Þá vildi ég og segja það, að það er á mesta misskiln- ingi byggt hjá Guðbjarti, ef hann hefur skilið grein mína á þann veg, (eins og ástæða er til að halda) að ég væri á móti aukinni menntun sjómanna. Miklu fremur teldi ég eðlilegt og sjálfsagt að sjó- mönnum væri gefinn kostur á því að afla sér fyllstu sérmenntunar á fleirum en einum stað á landinu, og ber að vinna að því í framtíðinni að svo verði. Má í því sambendi benda á það, að þeir sem ætla sér að stunda annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, landbúnað- inn, eiga þess nú kost, og hafa átt um langt skeið, að afla sér menntunar í tveimur skólum, sínum í hvor- um landsfjórðungi, og til stendur að reisa þann þriðja. Það er ástæðulaust að óttast það, að sjómenn reynist eftirbátar annara stétta þjóðfélagsins um að afla sér hinnar beztu menntunar, sem fyrir hendi er og krafizt verður til þess að þeir séu hlutgengir til starfa, aðeins ef þeim er tryggður sami réttur til þátttöku í náminu án tillits til þess á hvaða skipum þeir afla sér þeirrar verklegu þekkingar, sem nauðsynleg ei'. Að síðustu vildi ég segja þetta: Þegar mál sem þau, er hér hefir verið drepið á, ligg.ia fyrir til úrlausnar, væri að öllu leyti æskilegast, að lausn þeirra mótaðist af almennum vilja starfandi sjómanna, en auðsjáanlega virðist allt benda til þess að þau sjónarmið hafi ráð- ið, sem ekki eru í samræmi við hann hvað þessu við- víkur, er hér hefir verið gert að umtalsefni. 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.