Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 42
Draumur Moltke Það var á aðfangadagskvöld jóla árið 1874. Kona von Hohenls greifa, fyrsta landstjórans í Elsas-Loth- ringen hafði boðið nokkrum frændum og vinum til jóla- veizlu. Meðal boðsgestanna var marskálkurinn von Moltke greifi, sem Þjóðverjar mega vafalaust mest þakka sigurinn í stríðinu 1870. Síðan stríðinu lauk hafði hann ekki komið til Elsas-Lothringen og tók hann því með þökkum að njóta hátíðarinnar í Strassburg. Viðræðurnar sveigðust að hinum mikla mismun gæfu og ógæfu, er lífið færði mönnunum. Nefndar voru nokkr- ar fjölskyldur, er til þessa virtust næstum óslitið hafa setið sólarmegin í lífinu og aðrar, sem þrotlaust virt- ust ofsóttar af örlögunum. — Hvað það er að vera hamingjusamur, það sést bezt á yður, herra von Moltke, — sagði greifafrú von Hardenberg glaðlega; — um yður má segja, að líf yð- ar hafi orðið í fyllsta samræmi við fegurstu drauma yðar! — Eg viðurkenni, frú mín góð, að ég hefi ástæður til að vera mjög ánægður með lífið, — svaraði mar- skálkurinn. — Vissulega hafa margir draumar mínir rætzt; en þegar ég leiði hug minn að þessum efnum virðist mér þó sem fegursti draumur lífs míns, — í bókstaflegri merkingu orðsins —, sé enn óframkominn. Ef hann rættist, drottinn minn, þá liti öðruvísi út í heiminum en nú! — Hvílíkur draumur! Og mættum við fara þess á leit að þér segðuð okkur hann? — spurði gi’eifafrú von Hohenl. — Hví ekki það, ef þér óskið þess, kæra húsmóðir, — svaraði von Moltke. — Ef til vill á einmitt bezt við að segja hann í kvöld. Og um leið og marskálkurinn færði sig lítið eitt nær jólatrénu, svo að skýr skuggamynd féll af grannleitu andlitsfalli hans, hóf hann frásögnina með hinni lágu óbrotnu rödd sinni, er var svo sérkennilega eiginleg honum. — Ég vil byrja með að segja ykkur aðalefni draums- ins. Það var kvöldið áður en stríðið hófst, þá dreymdi mig, að við værum komin yfir landamærin en fyndum hvergi franska herinn. — Þannig er það oft í svefni, menn eru alltaf að leita að einhverju, sem þeir aldrei geta fundið. En, að allur franski herinn væri ófinnanlegur, það er nú meiri draumurinn, — sagði greifafrú von Hardenberg hlægjandi. — Vissulega, kæra frú! — svaraði von Moltke, -— og hversvegna hann var ófinnanlegur er þó enn merki- legra. Eins og þið vitið, þá var friðslitum opinberlega yfir- lýst þann 16. júlí. Níu dögum seinna sendum við fyrstu rannsókarsveitir okkar, undir stjórn hins unga ridd- araliðsforingja Zeppelins greifa, yfir landamærin við þorpið Lauterburg, til að komast að því, hvaða her- styrk Frakkar hefðu á svæðinu við Wörth. Þegar Zeppi- lin hafði leitað um allt svæðið kom hann aftur, að kvöldi þess 26. júlí, og tilkynnti okkur, að hann hefði elcki rekizt á neinn franskan herafla á þessum slóðum. Með þessa einkennilegu vitneskju í huga lagði ég mig til svefns, og sennilega hefur hugur minn dvalið áfram við þetta efni. Þá dreymdi mig, að ég sendi heila riddaraliðssveit húsara til að rannsaka svæðið við Verdun, en þeir komu aftur með sömu fréttirnar og Zeppelin, óvinir sáust hvergi. Fótgöngu- og stórskotalið leituðu um landa- mærin, en hvergi var hleypt af skoti. Allsstaðar tóku íbúarnir herflokkum oklcar mjög vinsamlega, buðu fram mat og drykk og sumir jafnvel sælgæti og vindla. En spurningunni, hvar franski herinn væri, svöruðu allir einum hálsi, að þeir hefðu ekki séð franskan hermann. Þessi herferð var því skemmtigöngu líkust, og þannig litu dátarnir okkar líka á það. Þeir hæddust að vísu að hugleysi Frakkanna, sem allir voru bak og burt áður en þeir höfðu séð einn einasta prússneskan byssusting, en betur geðjaðist þeim að því að taka móti pylsum og vindlum en kúlum og sprengjum, og því færri óvin- ir, því betra. En okkur foringjunum olli þetta ástand ekki svo litlum á hyggjum. Hvar voru óvinirnir? Herstjórnarráðið sendi af stað hverja rannsóknar- sveitina af annari til að reyna að komast í tæri við franska herinn en alltaf jafn árangurslaust. Hjá Wörth spurði foringi hestliðanna þorpsbúa nokk- urn, er talaði þýzku, hvar franski herinn væri. — Frakkland hefur ekki neinn her framar, — svar- aði þorpsbúinn. — Ég skal kenna þér að hæðast að þýskum liðsfor- ingja, ræfillinn þinn — svaraði foringinn og lét taka manninn fastan. Þótti mér nú herráð okkar vera komið til þorpsins Saint-Privat, sem nokkrum dögum seinna vai'ð illræmt sökum missis varðsveita okkar þar. Eins mikið og á gekk þar þá, eins friðsælt var þar þá í draumi mínum. í kirkjugarðinum, þar sem hinir föllnu hermenn varð- sveita okkar síðar lágu í kös hver hjá öðrum, sá ég telpukrakka í sorgarbúningi vera að gróðursetja blóm á eitt leiðið. Skammt þaðan stóð prestur þorpsins með hæruhvítt höfuð, og hélt á bænabók í hendinni. — Segið méi' herra prestur, hvað hefur eiginlega skeð hér í Frakklandi, að franski herinn skuli hvergi finn- ast? — þannig spurði ég um leið og ég hallaði mér á hestinum inn yfir grafreitsgirðinguna. — Frakkland hefur tileinkað sér orð Krists, — svar- aði hann látlaust, og opnaði aftur bænabókina sína. — Eru ekki hundruð ára liðin síðan að það tileink- aði sér orð hans? — spurði ég dálítið háðslega. — En segðu mér annars: Hvar er franski herinn? — Þar eð Frakkar hafa tileinkað sér orð Krists, hafa þeír ekki framar neinn her, — svaraði prestur- VÍKINGUR 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.