Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 72
Kanpskipafloti heimsins. Nýlega birtist í sænska blaðinu „Handslag" athyglisverð grein um breytingar þær, sem orð- ið hafa á kaupskipaflota allra helztu siglinga- þjóða heims á stríðsárunum. Er þar að finna ýmsar markverðar upplýsingar. Fer höfuðefni greinarinnar hér á eftir. I hvítri bók, sem brezk stjórnarvöld gáfu út árið 1944, eru skýrslur um tjón það, sem banda- menn og hlutlausar þjóðir hafa beðið á kaup- skipaflota sínum í styrjöldinni. Fram til 1. janú- ar 1944 var tjónið sem hér segir smál. brúttó Brezka heimsveldið ............... 11.643.000 Noregur............................ 2.032.000 Aðrar bandamannaþjóðir............. 6.578.000 Svíþjóð.............................. 523.000 Aðrar hlutlausar þjóðir ........... 1.385.000 Samtals hefur tjón þessara þjóða hvert stríðs- ár orðið það, sem nú skal greina: 1939 .................... 935.000 smál. brúttó 1940 .................. 4.549.000 — — 1941 .................. 4.693.000 — • — 1942 ................. . 8.338.000 — — 1943 .................. 3.646.000 — — Samtals 22.161.000 smál. brúttó Árið 1944 var skipatjónið fremur lítið, svo að samanlagt skipatjónið öll stríðsárin mun nema 25—26 milljónum smálesta. Fá skilríki liggja fyrir um skipatjón öxul- ríkjanna. ítalski verzlunarflotinn er að heita má gjöreyddur. Örlítið brot hans hefur fallið í hend- ur bandamanna. Þýzkaland og Japan hafa að líkindum misst um það bil helminginn af kaup- skipaflota sínum. Sá skipastóll, sem Þjóðverjai* tóku af hernumdu þjóðunum, er að mestu leyti úr sögunni. Láta mun nærri, að samanlagt skipatjón allra þjóða heims í styrjöldinni, nemi 36 milljón smá- lestum. Það er meira en helmingur alls verzlun- arflota veraldarinnar árið 1939, sem þá muti hafa verið 66 milljónir smálestir. Fyrir liggja nákvæmar skýrslur um skipa- smíðar bandamanna og hlutlausra n'kja á stríðs- árunum. Á miðju sumri 1945 námu nýsmíð- arnar hvorki meira né minna en 45,5 milljónum smálesta. Af þeim skipastól höfðu Bandaríkin ein smíðað 36 milljónir smálesta. 342 Eins og þetta yfirlit ber með sér, hefur því ekki aðeins verið fyllt í öll skörð kaupskipaflot- ans, heldur er verzlunarfloti heimsins nú h. u. b. 75 milljónir smálesta, en var ekki nema 66 millj. fyrir stríðið. Að svo komnu máli er engan veg- inn hægt að gera sér þess grein, hvernig þessi floti mun deilast milli ríkja. En samkvæmt skýrslum þeim, sem fyrir liggja, virðast þessar breytingar hafa orðið á verzlunarflota hinna ýmsu ríkja. (í milljónum smálesta): 1939 1945 Bretaveldi 21,0 17,4 Bandaríkin 8,9 39,u Noregur 4,8 2,5 Frakkland 2,9 0,8 Grikkland 1,8 0,6 Svíþjóð 1,6 1,6 Sovétríkin 1,3 1,3 Danmörk 1,2 0,6 Japan 5,6 2,6 Þýzkaland 4,5 2,0 ítalía 3,4 0,6 Önnur lönd 6,0 4,5 !#' Það, sem mesta athygli vekur, er hinn geysi- legi kaupskipafloti Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa rösklega fjórfaldað verzlunarflota sinn á stríðsárunum. Bretaveldi hefur tapað um 20% af skipastól sínum. Aðrar bandamannaþjóðir hafa flestar goldið afhroð, einkum Holland og Noregur. Athyglisverðar eru breytingar þær, sem orðið hafa á stærð kaupskipa á stríðsárunum. Ski,) undir 6 þús. smál. eru nú 22,5 millj. smálestir, en voru 38 millj. smálesta fyrir stríð. Skip frá 6—10 þús. smál. hafa á hinn bóginn orðið æ fleiri. Nema þau nú 48 millj. smál., en voru 19,4 millj. fyrir stríð. Tankskip eru um 15 millj. smál., en námu áður 11,4 millj. smál. Eitt hinna mörgu vandamála sigurþjóðanna er að nýta sem bezt og skynsamlegast kaup- skipaflota heimsins. Á síðastliðnu ári var stofn- að hið svonefnda „United Maritime Authority‘: (UMA), og hafa flestar eða allar bandamanna- þjóðir gerzt þar aðilar. UMA hefur eins og sakir standa geysimikil völd yfir kaupskipaflotanum, og getur ráðstafað honum að vild sinni. Aðal- stjórn UMA er í höndum fulltrúa Bretlands, Bandaríkjanna, Noregs og Hollands. Fram til þessa hefur verið skipaskortur í heiminum. Verið getur að fyrst um sinn verði VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.