Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 74
Setningarhátíð Sjómannaskólans. Hinn nýi og glæsilegi sjómannaskóli var settur laug- ardaginn 13. okt. Fór þá fram setning þeirra tveggja skóla, sem þegar hafa fengið húsrúm í byggingunni, Stýrimannaskólans og Vélstjóraskólans. Þar sem margt var enn ógert við smíð hússins hið innra, fór athöfnin fram í vinnusal væntanlegum, en hátíðasalur skólans mun fullgerður síðar. Forseti fslands, Sveinn Björnsson, var viðstaddur at- höfnina, ennfremur ríkisstjórn og fjöldi annara gesta. Salurinn var skreyttur íslenzkum fánum, málverkum og merkjaflöggum. Friðrik Ólafsson, skólastjóri ávarpaði gestina og bauð þá velkomna. Kvaddi hann því næst Einar magister Jónsson, tungumálakennara Stýrimannaskólans til að stjórna athöfninni. Því næst söng Karlakórinn Fóstbræður, stjórnandi Jón Halldórsson, íslands Hrafnistumenn. Þá flutti Friðrik skólastjóri Ólafsson, fonnaður hús- byggingarnefndar skólans, ræðu. Rakti hann sögu skóla- byggingarinnar og þakkaði öllum þeim, sem átt hafa þátt í því að þetta glæsilega menntasetur sjómanna- stéttarinnar komst upp. Næstur talaði Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra. Drap hann á nokkur atriði í sögu Stýrimannaskólans allt frá því er hann tók til starfa í „Doktorshúsinu" árið 1891, í einni kennarastofu, er Markús skólastjóri Bjarnason hafði látið útbúa heima hjá sér. Að lokum benti samgöngumálaráðherra á hið mikla hlutverk sjó- mannastéttarinnar, sem aldrei hefði verið stórfelldara en nú. Síðan voru fluttar ýmsar áxmaðaróskir og hvatninga- ræður. Þessir tóku til máls: Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, Kjartan Thors, útgerðarmaður, Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri og Sigurjón Á. Ólafsson. Að ræðum þessum loknum söng Karlakórinn Fóst- bræður: ísland ögrum skorið. Var nú fyrra hluta athafnarinnar lokið og fór þá fram setning Stýrimannaskólans. Skólastjórinn, Friðrik V. Ólafsson, flutti setningar- ræðu. — í vetur munu alls stunda þar nám um 120 nem- endur. Hafa 75 nýjir nemendur innritast. í öðrum bekk fiskimannadeildar verða 32 nemendur, í öðrurn bekk farmannadeildar 6 og í þriðja bekk farmannr,- deildar 10. Er Friðrik V. Ólafsson hafði lokið ræðu sinni, hófst setning vélstjóraskólans. Skólastjóri þess skóla, M. E. Jessen, flutti ræðu. Gat hann þess, að 31. skólaár Vél- sjóraskólans væri nú að hefjast. Hefði aðbúnaður að skólanum hvað húsnæði snerti og aðra aðstöðu jafnan verið mjög slæmur, en nú væri sá vandi leystur á þann hátt, sem allir mættu einkar vel við una. — Eftir að Jessen skólastjóri hafði lokið máli sínu voru skólastofur skoðaðar og aðrar vistarverur skólans, sem fullgerðar eru. Mun öllum hafa litizt hið bezta á húsið. Verður það að öllu hið veglegasta, engu síður inni en úti, og er gleðilegur vottur þess, að ráðamenn þjóðar- innar sjá og skilja hvílíkt gildi það hefur að sjó- mannastéttin sé vel menntuð og búi við þau skilyrði, sem gera henni kieift að gegna hinu stórfellda hlut- verki sinu í þágu landsmanna allra. Frá setningarliátíð Sjðmannaskólans. Friðrik V. Olafsson, skólastjóri, flytur rxðu. 344 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.