Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 33
ingu og fyrirsögn enska sjóliðsforingjans Cower Cole. Hafði hann getið sér góðan orðstír í Krímstríðinu, og var viðurkenndur hagsýnn sjómaður og áhugamaður um lausn ýmissa mikilvægra vísindalegi'a viðfangsefna. Danska turnskipið „Rolf Krake“ var einnig byggt eft- ir teikningum hans. Enska bryn-freigátan „The Captain". „The Captain" var stórt skip eftir mælikvarða þeirra tíma, 4272 tonn. Það hafði gufuvél og tvær skrúfur, auk þess var það búið seglum. Brynklæðning skipsins var 9 þuml. þykk frá borðstokkum og niður á 4 feta dýpi undir sjávaryfirborði, en smáþynntist er neðar kom allt ofan í þrjá þumlunga. Það hafði tvo hreyfan- lega brynturna á þilfari, stærri en nokkru sinni höfðu verið byggðir áður. Vopnað var það sex mjög stórum fallbyssum. Báruborð þess reis mjög lágt úr sjó, og sætti slíkt mikilli gagnrýni. Aftur á móti risu tvær byggingar hátt yfir þiljur í skut og stefni. Voru þær tengdar saman með svonefndum stormþiljum, sem lágu fyrir ofan þök brynturnanna. Það einkennilegasta við byggingu þessa turnskips, sem virtist svo glæsilegt, var þó, að auk gufuvélarinnar var það búið óvenjulega háum siglum með miklum seglaútbúnaði, og seglbúið eins og freigáta. Allt hlaut þetta að gera skipið óstöð- ugt í sjó, og margir reyndir sjómenn spáðu því, að fyrr eða seinna mundi slys af því hljótast. í byrjum septembermánaðar 1870 lét „The Captain“ út frá Porthsmouth í jómfrúferð sína. Var því skipað í flotadeild er taldi alls 11 skip, sem sigla skyldu til Mið- .iarðarhafsins. Öll skipin, 11 að tölu, höfðu samflot og hélt foringi flotadeildarinnar ræðu yfir þeim á hverj- um morgni svo sem skylda hans bauð. En svo skeði það eftir stormharðá éljanótt í Biskayflóa að i flota- deildinni sáust ekki nema 10 skip. Brátt kom í ljós að Wð týnda skip var „The Captain." Lét þá flotaforinginn skipin snúa upp í vindinn og bíða hæg-farans, sem gert var ráð fyrir að hefði dregist aftur úr vegna óveðursins. Plotadeildarforinginn hefði alveg eins getað ákveðið að bíða til dómsdags, því strax næsta morgunn bárust þær óheillafréttir til brezku flotastjórnarinnar að „The Captain" hefði hvolft og sokkið með allri áhöfn í Spán- arhafi. Tíðindin bárust eins og eldur í sinu um gjörvallt Stóra-Bretland og íbúar þess urðu skelfingu lostnir yfir óförunum og hinu geysilega manntjóni. Síðan kom í ljós að fregnirnar af manntjóninu voru nokkuð orðum auknar. Þó hafði nálega 600 manna, þar á meðal Cower Cole kapteinn, sem teiknað hafði og séð um byggingu skipsins, hlotið för inn í eilífðina án einnar selcúndu fyrirvara. Aðeins átján menn af hinni fjölmennu skips- höfn, menn sem verið höfðu á þiljum, sluppu lifandi úr slysinu, og björguðust í einum skipsbátnum til Kap Finisterra. Eftir þetta slys var byggingu hinna borðlágu turn- skipa með háum siglum og miklum seglbúnaði hætt, en tilraunir hafnar með annað byggingarlag sem betur hæfði hafskipum. Lág turnskip án seglbúnaðar reyndust þó hentug til strandvarna enn um skeið. En eftir því, sem fallbyssurnar urðu kraftmeiri, og þegar einnig varð að fara að taka tillit til tundurdufla og tundur- skeyta varð stöðugt að auka styrk brynvarnanna. Var þá tekið að byggja nýjar tegundir skipa, tegundir sem stöðugt voru endurbættar og lagaðar eftir þróun sjó- hernaðarins. Með byggingu þeirra skipa var lokið bernskudögum bryndrekanna. „Gjafir eru yður gefnar“. Októberhefti tímaritsins „Samvinnan", sem gefið er út af Sambandi íslenzkra Samvinnufélaga, birtir rit- smið nokkra, sem ber nafnið: „Eftir striðið". Undir rit- smíðinni eru stafirnir J. J. Að greinarlokum kemst höf- undur svo að orði: „Menn hafa all-lengi deilt um hvar séu upptök nú- verandi dýrtíðar. í útvarpsumræðum, á Alþingi og í blöðum i höfuðstaðnum er venjulega staðnæmst við bændur, og fullyrt, að um áramótin 1939—40 hafi þeir hækkað vörur sínar og rofið frið og grið. En upptökin eru eldri. Pyrstu daga stríðsins, haustið 1939, hækkuðu sjómannafélögin kaupið stórvægilega. Ríkisstjórnin og Eimskipafélag íslands samþylcktu þessa kauphækkun þó að hún væri óhæfileg. A sama tíma sigldu farmenn stríðsþjóðanna um höfin með litlum og engum kjara- bótum. Síðan" hefur þetta haldið áfram á þann hátt, að skipstjórar hafa fengið á 2. hundrað þúsund kr. í kaup og kolamokarar á íslenzkum togurum 70 þús. kr., auk fæðis." Ástæðulaust er að rita langt mál um slíkan mál- flutning sem þennan. Víkingurinn lætur sér nægja að flytja lesendum sínum ummæli þessi orðrétt, þar sem sannleiksást og góðvild haldast svo fágætlega i hendur! I kvikmyndahúsi. Eftir langa hríð ástaratlota og kossa á léreftinu, hvísl- aði konan að manni sínum: Af hverju ert þú aldrei svona góður við mig? Hann hvíslaði aftur: Veiztu hvað leikara-skinninu er borgað mikið fyrir að gera þetta? Um seinan. Ég vissi ekki hvað hamingja var fyr en ég gifti míg, — og þá var það of seint. VIKINGUR 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.