Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 63
saman fækkar tómu stompunum víð framvant- inn eða í miðkassanum, en jafnhliða hrúgast upp kúffull bjóðin aftur í göngunum, báðum megin við stýrishúsið. Það hækkar í lestinni. Loks er línudrættinum lokið, enda er þá einatt farinn lunginn úr deginum. Tekið er að kvölda þegar til Sandgerðis kemur. Er þá stundum erfitt að komast að bryggju, því að sá er galli á gjöf Njarðar, að ekki flýtur bátur við bryggj- urnar um fjörur. Strax og að bryggju kemur, er tekið að losa bátinn, og ganga menn jafnan að því starfi með oddi og egg. Þegar allt hefur verið búið undir næsta róður, halda sjómenn til svefnskála síns, taka til matar og sofa um hríð. Er svefntíminn einatt harla skammur, bæði hjá landmönnum og sjómönnum, en slíkt er hlut- skipti flestra manna á vélbátaflotanum íslenzka, og kippa sér fæstir upp við það. Þó mun óvíða vera þrælað meira en þegar aflahrotur eru á vetrarvertíð í sunnlenzkri verstöð, og er þess ekki að dyljast, að stundum er kappið um of. Aflabrögð síðustu árin. Þess hefur áður verið getið, að afli Sandgerð- isbáta hefur oft og einatt verið mjög mikill, stundum einhver hinn mesti, sem þekktist í nokkurri verstöð. Að sjálfsögðu hefur verið all- mikill áramunur að aflasældinni, en þó má það furðu gegna, hversu litlar sveiflur eru á fisk- magninu þegar miðað er við aðstöðu alla og tillit tekið til þess, að línan hefur stóraukizt og róðr- ardögum fjölgað eftir því sem árin liðu. Sú breyting varð á útgerðinni í Sandgerði ár- ið 1935, að þá vertíð lögðu allir bátar nema einn, afla sinn á land daglega, en áður söltuðu ýmsir hinir stærri bátar aflann um borð og lögðu hann oftast í land í Hafnaffirði eða Reykjavík. Kom sá afli fram í aflaskýrslum þeirra staða, þótc bátunum væri haldið út frá Sandgerði og aflinn fenginn á Sandgerðismiðum. Enn hélzt sá siður, að útilegubátar komu margir inn á Sandgerðishöfn til að vera í vari meðan á aðgerð stóð og þegar ógæftir voru. Höfðu þeir allmikil viðskipti við Sandgerðinga, fengu þaðan ýmsar nauðsynjar og létu þar á land mikið af lifur, gotu og beinum, auk nokk- urs af fiski. Vertíðin árið 1936 var án samanburðar sú versta, sem nokkru sinni hefur komið í Sand- gerði. Gæftir voru allstirðar og afli nauðatregur alla vertíðina. Þá réru 27 bátar úr landi fra Sandgerði, og aflaði hæsti bátur aðeins 630 skippund fiskjar. Aflahæstur var vb. Ægir frá Gerðum, en vb. Óðinn, varð annar með 600 skip- pund. Óðinn, skipstjóri Þorbergur Guðmunds- son, hafði orðið aflahæstur árið áður. Þá fékk hann 1200 skippund, eða réttum helmingi meiri VlKlNGUR afla. Heildarafli Sandgerðisbáta á vertiðinni 1936 var 10 þús. skippund, og hefur hann aldrei orðið svipað því jafnlítill síðan. Til nokkurar glöggvunai' á því, hversu mikiil afli berst á land í Sandgerði á hverri vertíð, skulu teknaf hér nokkrar tölur úr aflaskýrsl- unum fjögur síðustu árin. Vertíðina 1942 stunduðu veiðar frá Sandgerði 35 vélbátar, 12—30 smálestir að stærð, og einn Karl Jónsso7i. Axel Jónsson. stor vélbátur, 55 smálestir, gerður út á botn- vörpuveiðaL Gæftir voru fremur slæmar. Meðaltal róðra var 60—65 róðrar yfir vertíðina, en flest voru farnir 83 róðrar. Afli mátti heita fremur tregur alla vertíðina. Hæstu bátar höfðu rúm 900 skp., en meðalafli var aðeins 550 skp. á bát. Fiskur- inn var fremur lifrarmikill, einkum framan af vertíð. Hæstan afla hafði Muninn frá Sand- gerði, skipstjóri Guðni Jónsson frá Flankastöð- um á Miðnesi. Lifrarmagn bátsins var 29 þús. lítrar. Næstur honum var Faxi úr Gerðum með 27700 lítra, skipstjóri Þorbergur Guðmundsson. Á vertíðinni 1943 voru allmiklu færri bátar 1 Sandgerði en árið áður, eða aðeins 26 að tölu. Vertíð þessi var erfið mjög hvað veður snerti, og strönduðu hvorki meira né minna en fjórir Sandgerðisbátanna, og voru frá veiðum allmik- inn hluta vertíðar. Afli var á hinn bóginn góður, og mátti raunar ágætur heita. Meðaltal aflans var 900—1000 skippund á bát, miðað við full- verkaðan fisk. Hæsti afli var 1720 skippund. Heildarlifrarmagn í verstöðinni var 775 þús. lítrar. Aflahæsti báturinn þessa vertíð var Gunnar Hámundarson, skipstjóri Gísli Halldórs- son frá Vörum í Garði. Aflaði hann 1720 skip- pund fiskjar og félck 54*4 þús. lítra af lifrar í 95 róðrum. Vélbáturinn Faxi varð annar í röð- inni með 53 þús. lítra af lifur í 100 róðrum. Er það mesti róðrafjöldi, sem nokkru sinni hefur verið farinn í Sandgerði á einni vertíð. Vertíðina 1944 stunduðu línuveiðar frá Sand- 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.