Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 40
Maðurinn kemur heim augafullur kl. 5 að morgrii. Konan, ving.iarnlega: — Jæ.ja, vinur, hefur þú skemmt þér vel? — Þú — hik — þú hugsar bara um skemmtanir og drabb. ★ ' Úr Ketilstaðaannál 1770. Það bar til í Eyjafirði á bæ þeim, sem heitir Gilsá, þann 29. Agusti: a) Átti ein kýr siðvanalega einn kálf í meðallagi stóran. b) Daginn eftir gekk hún úti á jörðu með venjulegum hraustleik, en þá á leið daginn, tók kýrin aftur sótt, og þá varð fólk þess víst, að aftur- fætur annars kálfs komu í ljós. Nú gat kýrin ei komist frá burðinum. Komu þá til 3 menn að draga kálfinn frá kúnni, en það gilti ekki. Féll svo bóndinn upp á að binda reipi um afturfætur þessa kálfs og setja þar til hest, en 3 menn héldu kúnni á meðan. Dró svo hesturinn þetta dauða fóstur frá kúnni, en þá það kom í Ijós, hafði það 4 framfætur, 2 höfuð, nefnilega tarfs- höfuð og kvíguhöfuð, tvo hálsa, 2 brjóst, 2 hjörtu, 2 lifrar, 2 lungu, en þó ei nema einn maga, svo sem allur afturpartur skepnunnar var rétt almennilegur. Það artugasta var, að höfuðin sneru hvert á móti öðru eins og þessir vanskapningar föðmuðu hver annan í móður- lífi. Kýrin lifir og mjólkar 10 merkur í mál. ★ — Nú, sagðirðu ekki að jepparnir kæmust allt? 1776. Greifarnir Schimmermann og Moltke og etazráð Guld- berg og Erichsen verða directeurer fyrir þeirri ís- lenzku, finnmersku og færeyisku höndlun. í Kaupin- hafn eru nú byggð mörg stór skip til hvalfangstar undir Grænlandi og smáskip til fiskirís undir Islandi, hverjum síðari til forsvars að útgjörðust tvö stríðs- skip, hver ogso skyldu vera til eftirsjónar hollenzkum fiskiduggum hér undir landinu. Sömuleiðis sendi kon- ungl. majestet hingað capitain Minor, sem rannsaka og uppfinna skyldi hafnir umhverfis landið, hverjar hann átti að útmála og afteikna. * A kóngsins geburtsdag (29. jan.) í Kaupinhafn var amtmanninum Ó(lafi) Stefánssyni tildæmd ein gull- medalía upp á 50 rd., þar amtmaðurinn hafði haldið eina fabrique fyrir eigin reikning í 15 ár, í hverri unnm höfðu verið 300 stykki, anlagt garverí og antekið einn skómakarameistara, svo professionin innfærðist í landið, látið verka fisk upp á þann terreneuviska máta í 10 ár, látið upp byggja 4 eyðihjáleigur og byggja steingarða, með þessu atkvæði, þá premien var til dæmd: Herr Amtmanden til Ære og Bevis paa Selskabets ud- \ mærkede Fornöjelse tildömt. ★ Á þessu ári, sem fyrr um getur, innkom í landið eirin nýr höndlunartaxti, dat. 30. Maii 1776, hvar með aldeilis var upphafin hér áðurverandi gamli taxti, er staðið hafði í 74 ár, hverjum þessi nýi var mikið harðari á öllum þeim landinu nauðsynlegustu vörum, einkum matvörum, út af hverri svo hættulegri óforvarandis um- breyting frá flestum féllust hendur, hvar fyrir allir þá á lögþinginu samankomnir lögmenn og sýslumerm uppsettu eina auðmjúka suppligve til hans kongl. majestet landsins vegna þar um, að sá gamli taxti af 1702 mætti framvegis hér viðhaldast eður og að þar af landsins og höndlunarinnar hálfu mættu útveljast nokkrir forstandugir menn til að uppsetja einn annan taxta, sem landinu væri þolanlegri, en hvert svar hér upp á komið hafi, var alþýða ei vita látin. ★ Engin lygi. — Ekki hélt ég að þú værir svona lyginn, Jósafat. Um daginn laugstu þér út leyfi hjá forstjóranum vegna þess að hún Petrína frænka þín væri dáin, og í gær mætti ég henni á götu. — Þetta er misskilningur, kæri vinur. Eg sagði alls ekki við forstjórann að frænka mín væri dauð. Eg sagði bara að mig langaði ákaflega mikið til að fylgja henni til grafar. — Og það langar mig enn! ★ Hjá lækninum. ' , — Hvað hafið þér á samvizkunni, kona góð? — Æ, það er kláði, Iæknir minn. 310 VtKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.