Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 44
fram þakkarguðsþjónustur í öllum kirkjum landsins,
einnig í Ameríku. Blað eitt í Hollandi sagði, að fólkið á
götunum í Amsterdam hefði grátið af gleði, er það
heyrði tíðindin. Jafnvel Tyrkjasoldán sendi „hróður sín-
um,“ hinum göfuga keisara allra Frakka, heillaskeyti.
Allt til hinna fjarlægu nýlendna Breta og Hollendinga
í Indlandi bárust áhrif þessara atburða. Og átta hundr-
uð Kaffar úr villtasta kynflokki Suður-Afríku komu til
trúboðans, köstuðu frá sér lensunum og sögðu: „Nú
viljum við kristnast!“
Og hin rólynda þýska þjóð gat þá heldur ekki orð-
ið ósnortin af hinum eldlega áhuga, er þannig ruddi
sér braut um öll lönd jarðar. í fyrstu, er það fréttist,
að franski herinn fyndist ekki, skömmuðust blöðin yfir
hugleysi Frakkanna, en fljótlega breyttist tónninn í
þeim. „Berliner Tageblatt“ varð fyrst til þess að tala
um okkar frönsku jafningja“, því næst „okkar frönsku
bræður", og Hamburger Nachrichten" birti grein um
skattkröfutillögu, þar sem sagt var, að ekki væri rétt-
lætanlegt að koma heim sem ræningi frá þjóð, er svo
vinsamlega hefði tekið okkur.
Erfiðast var að eiga við hermennina okkar. Tala
liðhlaupa, sem óðfúsir vildu komast heim til sín, óx
óhugnanlega. En þegar við vorum í París og höfðum
i'áðgazt um það í nokkra daga, hvað gera skyldi, fór
einnig að bera á andstöðu gegn okkur hjá þeim her-
flokkum, sem til þeSsa höfðu sýnt fyllstu tryggð. Stál-
hjálmasveit Ágústínu keisaradrottningar sem formsins
vegna bar að halda vörð um aðalherráðið fór að láta í
ljósi óánægju sína mjög berlega: „Frakkar gera okk-
ur ekkert mein, hví skyldum við þá vinna þeim tjón?“
sögðu dátarnir, og beint fyrir framan gluggann á her-
bergjum herforingjaráðsins æptu þeir: „Niður með
skattana! Frakkland lifi!“
Ungur herráðsforingi varð svo örvita, er hann heyrði
þessi óp af þýskum vörum, að hann þreif til skamm-
byssunnar og skaut í hópinn. Ég vaknaði við hvellinn,
hentist til og varð þess vísari, að ég lá í rúminu! Ann-
ar livellur heyrðist, en hann hljómaði eins og snöggt
högg á dyrnar. Aðstoðarforingi minn kom inn.
Yðar göfuga tign, — sagði hann, — við höfum fund-
ið óvinina við Wörth, og við Spiechen hófst fyrsta or-
ustan. Af okkar liði eru 80 fallnir.
Ófriðurinn var hafinn, og honum lauk eins og ég
hafði þegar séð fyrir. Allar áætlanir mínar stóðust,
og allar mínar vonir rættust.
Og þó, þegar hugur minn hvarflar meðfram gröfum
föllnu hermannanna á Pravelotte sléttunni, þegar mér
verður hugsað til allra þeirra hörmunga, sem ófriður-
inn hefur fært þessum tveimur stórþjóðum, verð ég að
játa með hryggð í huga, að fegursti draumur lífs míns
hefur enn ekki rætzt og rætist sennilega ekki fyrst um
sinn. Þó ekki vegna þess, að þjóðirnar séu svo mjög
ófriðsamar, heldur hins, að þær eru allar of deigar,
of huglausar til að „játast kenningum Krists“, eins
og presturinn í Saint-Privat sagði. Einmitt þess vegna
grípa þær allar til sverðsins, og fyrir sverðinu hljóta
þær því að falla. Frakkar í dag, við á morgun.
Marskálkurinn þagði, og stundarkorn þögðu þau öll
og horfðu á litlu jólatrésljósin, hlustuðu á hringingar
litlu klukknanna, sem svo lengi hafa kallað „frið á
jörð“, án þess þó að mæta endurhljómi skilningsins í
hjörtum mannanna.
Guðvi, Guðmundsson frá Ófeigsfirði þýddi.
Ekknasjóður íslands.
Þann 21. janúar 1943 lagði kona, sem ekki vill láta
nafns síns getið, fram 1000,00 krónur að gjöf til sjóðs-
stofnunar. Sjóðurinn skyldi bera nafnið Eklcnasjóður
Islands.
Sjóðurinn er stofnaður af sjómannskonu og þetta þús-
und króna framlag var hluti af áhættuþóknun manns
hennar.
í skipulagsskrá sjóðsins er svo kveðið á, að honum
skuli stjórnað af biskupi fslands, yfirlækninum við
tryggingarstofnun ríkisins og einni konu, tilnefndri &f
þeim, og hefur frk. Inga Lárusdóttir tekið við tilnefn-
ingu í stjórnina.
Takmark sjóðsins er að styrkja fátækar ekkjur á ís-
landi til að halda heimilum sínum og ala upp börn sín,
einnig þær, er mennirnir hafa yfirgefið, án þess að þær
eigi sök á.
í skipulagsskránni er mœlt svo fyrir, að eigi megi
veita fé úr sjóðnum fyrr en höfuðstóll hans er orðinn
100 þúsund krónur, og aldrei þó meira fé, en árlegum
vöxtum nemur.
Ennfremur er svo kveðið á, að verði eigi þörf á að
styrkja ekkjur, vegna þess að fyrirhuguð ekknatrygg-
ing ríkisins verði svo rífleg að hún nægi, skuli fé sjóðs-
ins varið til mannúðarmála og líknarstarfsemi í sem
beztu samræmi við upprunalegan tilgang gefandans
og skipulagsskrána.
Skipulagsskrá sjóðsins var útgefin af dómsmálaráð-
herra 21. janúar 1944 og birt i sjórnartíðindum það ár
(A.3, B.4, bls. 57—58).
Mjög hljótt hefur verið um sjóðsstofnun þessa og hef-
ur sjóðurinn því lítið vaxið. Sjóðseignin er nú um 1500
krónur.
Stjórn sjóðsins hefur álitið rétt að vekja nú athygli
almennings á honum, með því að fæstum mun kunnugt
um, að hann sé til. Oft hefur því verið hreyft, að
stofna beri einn allsherjar líknarsjóð, og má telja, að
þessi sjóður sé fyrsti vísirinn.
Nú er hinn mikli hildarleikur. genginn um garð, og
standa vonir til, að mannfórnum vorum af hans völdum
geti verið lokið. En ber oss þá ekki að minnast ekkna
og barna þeirra manna, sem féllu?
Það var sjómannskona, sem stofnaði þennan sjóð með
hluta af áhættuþóknun manns hennar. Er næsta líklegt,
að konur og menn vilji nú feta í fótspor hennar, er þeim
er kunnugt um fordæmið, og efli Ekknasjóð íslands.
Biskupsskrifstofan veitir framlögum viðtöku.
314
VlKlNGUR