Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 48
Að lönduninni lokinni var farið aftur á somu
slóðir og fékkst þar annar sæmilegur túr. Síðan
hafa íslenzkir togarar stundað veiðar á Horn-
banka og oft fengið góðan afla, einkanlega síð-
ai’a hluta maí og í júnímánuði og sömuleiðis
vetrarmánuðina desember og janúar.
Þórður Sigurðsson.
Haustið 1915 að síldveiðum loknum, sendi h.f.
Kveldúlfur togara sína, Skallagrím, Snorra Goða
og Snorra Sturluson til viðgerðar til Kaup-
mannahafnar. Komum við úr þeii’ri ferð snemma
í desember og var þá búizt á veiðar 10.—12.
desember. Veðrátta var mjög slæm, sífelld aust-
an stórviðri og hvergi fisk að fá, enda ekki hægt
að fiska nema á grunnmiðum. Eftir viku tíma
vorum við að toga, í mjög slæmu veðri, grunnt
undan Skálavík og var lítill afli. Síðustu fjóra
dagana höfðum við verið á líkum slóðum og
Skallagrímur; skipstjóri á honum var þá Guð-
mundur Jónsson á Reykjum. Um hádegisbilið
talaði hann við okkur, hafði hann verið úti nokk-
uð lengur en við, sagði hann, að hér fyrir vest-
an væri ekkert að fá, nema illviðrið. Sagðist
hann ætla suður í Faxaflóa og hélt að fiskur
myndi vera í Garðsjó, sem algengt var um þetta
leyti árs, nokkru fyrir jól. Nokkru síðar héld-
um við inn á Hesteyri og lögðumst þar. Heldur
þótti mér horfa óvænlega með túrinn og var
nú farið að athuga, hvernig vænlegast væri að
bjarga honum. Kolin voru slæm, tekin í Höfn,
og vorum við búnir að nota mikið af þeim. Datt
mér þá í hug mið það, sem Þórður hafði talað
um 1911, út með Djúpinu og var nú ákveðið að
reyna þar þegar lygndi. Um kl. 3 um morgun-
inn var vindur nokkru hægari, og hafði mig
dreymt fiskilega um nóttina. Var þá akkerum
létt og haldið út. Þótti það æði langt að halda
fimm tíma beint til hafs. Austan stormur var,
en fór heldur lygnandi. Klukkan 10 f. h. var
318
kastað á 85 faðma dýpi, mjög nálægt þeim slóð-
um, sem Þórður hafði lýst. Var þar ágætur afli,
en ekki þó mok. Komumst við á um eða yfir 100
faðma og var þar mikið af karfa. Héldum við
okkur á 85—90 föðmum og rifum ekki mjög
mikið. Aflinn var vænn þorskur og mjög mikið
af smá- og stofnlúðu. Á aðfangadag vorum við
orðnir íslausir og mikill fiskur á þiljum; var þá
haldið til Patreksfjarðar eftir ís. Austan strekk-
ings storumr var alla dagana, en sjólítið. Ekk-
ert skip sáum við þessa daga, enda var skyggni
slæmt. Þegar við höfðum siglt rúman klukku-
tíma á leið til Patreksfjarðar, fórum við fram-
hjá botnvörpungnum Apríl, dálítið á stjómborða
— skipstjóri á honum var Þorsteinn Þorsteins-
son —; fyllti Apríl sig í þessari ferð á mjög
skömmum tíma. Hjalti Jónsson fór svo með
skipið til Fleetwood kortalaus eða kortalítill,
eins og getið er um í bókinni Eldeyjar-Hjalti.
Við fengum ísinn mjög fljótt á Patreksfirði
og lágum þar til kl. 2 f. h. á jóladag. Aðfanga-
dagskvöld var ég í boði hjá Ólafi sál. Jóhannes-
syni konsúl og konu hans, og verður þetta kvöld
mér lengi minnisstætt fyrir þær ágætu móttök-
ur, sem ég hlaut þar, og er það ágætasta að-
fangadagskvöld, sem ég hef notið utan heimilis
míns. Var það í fyrsta, en ekki í síðasta sinni,
sem ég naut hinnar landskunnu gestrisni, sem
á því heimili ríkti.
Við fórum út eins og áður er getið kl. 2 f. h.
á jóladag í sama austan stormi. Héldum við suð-
ur á Röst, fiskuðum þar úm það bil í sólarhring,
og var góður reitingur af kola. Við komum inn
á þriðja í jólum og héldum svo til Fleetwood
og fengum ágætan markað.
Ekki fórum við þarna út aftur í næsta túr,
enda var sífellt illviðri. Þennan vetur var tíð
ákaflega slæm, en um mánaðamótin janúar og
febrúar gerði mjög góða tíð, og var vertíðin
1916 vanalega nefnd vertíðin góða. Mátti heita
að ekki tæki úr dag.
Árið 1921 sendi h.f. Kveldúlfur þrjú af skip-
um sínum á saltfiskveiðar í miðjum nóvember
sem var algengt í þann tíma. Voru það Skalla-
grímur yngri, Þórólfur og Snorri Sturluson
yngri; var ég þá skipstjóri á Þórólfi, afburða
góðu skipi, og var það álitið bezta skip togara-
flotans og er það líklega enn. Reynt var á þess-
um vanalegu stöðum, báðum megin við ísafjai’ð-
ardjúp, á Hornbanka og víðar. Fiskur var mjög
tregur, en tíð frekar góð. Öll skipin höfðu farið
út um líkt leyti, því að verkfall hafði verið um
haustið og öll skip voru á ísfiskveiðum nema
þessi þrjú frá Kveldúlfi.
Eftir að hafa reynt til og frá, datt mér í hug
að reyna á sömu slóðum og um jólaleytið 1915.
IJélt ég suður fyrir Djúp og út með því. Veður
var gott og sást vel til lands. Kastaði ég þar á
VlKlNGUR