Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 49
95—100 l’öðmum og' hitti strax á mokafla, lireinan þorsk. Setti ég niður dufl á 95 föðmum, en rétt fyrir utan það voru 150 faðmar. All- miklar tafir urðu að því, að netin báðum megin reyndust fúin. Höfðum við farið til veiða, að loknum sildveiðum þetta ár, á Nýfundnalands • bankana mánuðina september og október. Botn var þar víðast góður og netin sýndust lítið slit- in, en voru orðin fúin. Við urðum því að siá undir nýjum netum og eftir það fengum við á- gætis afla, 6—7 poka eftir 30 mínútur. Klukkan mun hafa verið 12 á hádegi þegar byrjar var, en um miðnætti var komið austan hvassviðri, var þá hætt með mikinn fisk á þilfari. Héldum við olckur svo við duflið á meðan gert var að, en töpuðum því nokkru síðar. Nokkru eftir að aðgerð var lokið, var haldið upp í eina klukku- stund og síðan austur að vesturkanti ísafjarð- ardjúps og haldið sér við Djúpið. Um kvöldið var haldið út aftur, var þá nokkuð lygnara, og byrjað að toga á líkum slóðum og daginn áður. Fengum við um nóttina tvo til þrjá dágóða drætti, en megnið var ufsi, annars rifrildi og festur hvað eftir annað. Um morguninn, nokkru cftir birtingu, var haldið austur yfir Djúpið og ætlaði ég að reyna í austurhalla þess þegar lokið væri viðgerðum netanna. Þegar komið var austur á kantinn mættum við þar Skallagrími; skipstjóri á honum var Guðmundur Jónsson frá Reykjum. Töluðum við saman, og sagðist hann hvergi hafa fengið fisk, en ég sagði honum frá afla þeim,sem við höfð- um fengið þar úti. Ákváðum við að halda þang- að út aftur og var svo snúið við og byrjað á nýjan leik. Var þá komið bezta veður og hélzl í næstu 4—5 daga, og bætti það mjög aðstæður allar. Aldrei áður hafði ég þá komizt í annað eins netarifrildi og festur, og aldrei í annað eins mok af fiski, þegar vel gekk, tvo til þrjá drætti rifrildi og festur, næstu tvo til þrjá máske 7—8 pokar eftir 20—30 mínútur. Komum við svo þarna niður á kantinum sínu duflinu hvor, og fór þá heldur að minnka rifrildi, en var þó alltaf mjög mikið. Afli virtist beztur á 115—120 föðm- um, oft hreinn þorskur. Ekki var asfiski nema á þessu dýpi. Vöruðum við okkur ekki á hve kanturinn sveigði mikið til norðurs; héldum fyrst að hann mundi vera A.N.A., en hann reyndist liggja mikið meira til norðurs. Hefði þá komið sér vel að hafa dýptarmæli. Héldum við, svo áfram veiðum þar til við vorum alveg orðnir í vandræðum með lifur og salt næstum því búið. Fórum við þá til Dýrafjarðar og lét- um í land 40—50 tunnur af lifur og tókum dálítið salt. Var svo haldið út aftur og byrjað á líkum stað. Nokkru síðar fór Skallagrímur heim, hann losaði ekki lifur fyrir vestan. Afli var líkur, þó meiri ufsi. Eftir þrjá daga var VlKINGUR haldið heim, var þá saltið búið og lifrarföt öll full, enda var túrinn orðinn alllangur. Fáliðaðir vorum við frekar þennan túr, tuttugu og þrír á, en einvalalið. Höfðum við eitthvað yfir 200 föt lifrar og þótti þetta mjög mikill afli á þessum tíma árs. Meira en helmingur aflans reyndist þorskur. Þegar við höfðum verið þarna í tvo til þrjá daga kom botnvörpungurinn Baldur, skip- stjóri Þorgrímur Sigurðsson, og var það fyrsti túr Baldurs. Hann var á ísfiskveiðum og fylki sig á mjög skömmum tíma. Snorri Sturluson, skipstjóri Sigurður Guðbrandsson, kom sömu- leiðis og var á heimleið, hafði verið á Horn- banka allan túrinn, en fiskaði þarna úti í einn dag. Ekki hef ég heyrt, hver hefir gefið þessu fiskimiði nafn, en þennan vetur komst það á og hefir gengið undir Halanafninu síðan. Eins og sagt var í byrjun þessarar greinar, er Halinn tvímælalaust bezta togveiðimið, sem enn hefir fundizt, hvort sem um innlend eða erlend fiski- mið er að ræða. í Sjómannablaðinu Víkingur II. árg. 1940 í grein, sem Guðm. Jónsson skipstjóri, Reykjum skrifar og lýsir Halanum, stendur: „Guðmundur Guðmundsson, nú bóndi á Mó- um í Kjalarnesi, sem stýrði Þórólfi, varð til þess að reyna á Halanum fyrstur þennan vetur“. Og í bókinni „Um láð og lög“ eftir dr. Bjarna Sæ- mundsson stendur á bls. 274: „íslenzkir fiski- menn liöfðu að vísu komið fýrr á þetta svæði og fiskað þar, en með litlum árangri, þangað til haustið 1921, er Kveldúlísskipin, fyrst Þór- ólfur einn og svo Skallagrímur bvrjuðu að fiska þar“. Sífellt tap. Það er sífellt tap á verzluninni, hvern einasta dag. Hvernig fær verzlunin þá staðizt? Það gera sunnudagarnir, því að þá er lokað. Lof sé guöi. Drukkinn maður gekk eftir götunni. Annan fótinn hafði hann á gangstéttinni, en hinn í göturennunni. Lögregluþjónn, sem sá þetta, gekk til mannsins, greip í öxl hans og sagði; „Komdu upp úr rennunni, þú ert hlindfullur." „Guð sé lof“, sagði drukkni maðurinn, „ég hélt að ég væri draghaltur." Ef þú segir að hvítt sé svart, þá er það bölvaður þvættingur. Enn ef þú segir: Hvítt ER svart, beljar eins og naut og lemur báðum hnefunum í borðið, þá er það mælska, þá ertu stjórnmálamaður. 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.