Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 32
 ■ Bardaginn í Mobile Bay fí. ágúst 18fí4 ir, er þeir sigldu „Merrimac," sem þeir töldu ósigrandi, út frá Seawall’s Point, byggi yfir einhverri hættu, að öðrum kosti hefðu þeir naumast farið jafn varlega og raun var á, er þeir ætluðu að hefja eyðileggingarstarfið, sem frá var horfið daginn áður. Hið sama átti sér stað með „Monitor" er það nálgaðist andstæðing sinn. Því var líkast sem skipin sætu hvort um sig um að finna heppilegasta árásaraugnablikið. „Monitor" skaut fyrsta skotinu á nálægt 100 metra færi. Eftir það hófst bardaginn með ofsalegri skot- hríð á báða bóga, án þess þó að valda nokkru verulegu tjóni. A þessu langa færi hrundu kúlurnar blátt áfram af brynplötum skipanna. Þá missti Buchanan kapteinn þolinmæðina og ákvað að freista að sigla andstæðing sinn í kaf. Fyrsta tilraun hans í því augnamiði mis- tókst algerlega vegna þess hve „Monitor" lét fljótt og vel að stjórn. Endurtekin tilraun, þar sem honum tókst að hitta turnskipið lítið eitt framan við miðju, hafði þær afleiðingar að „Monitor“ snerist eins og skoppara- kringla, en hélt jafnvægi og var með öllu óskemmt af kúlnaregninu, sem „Merrimac" jós yfir það samtímis. Meðan stóð á „hringekju skemmtuninni", sem „Moni- tor“ hlaut, hafði það hætt að skjóta. Ahöfn þess var nú sannfærð orðin um það að því yrði hvorki sökkt með ásiglingu né skotum og tók því með köldu blóði kúlnaélj- unum, sem „Merrimac" hellti stöðugt yfir það. A stuttu færi hóf nú „Monitor“ að hringsóla kringum andstæðing sinn unz það virtist hafa fundið heppilegt skotmark fyrir Dalgren-fallbyssur sínar. Nú sendi það „Merrimac" tvær kúlur, sem báðar gengu í gegnum brynvörn þess og tihburklæðningu, og ollu miklu hervirki innan í hin- um ferlega skipsskrokk. Þriðja skotið fylgdi brátt á eftir, og nú biðu Suðurríkjamenn ekki eftir fleiri slíkum. Illa leikið lagði „Merrimac" á flótta svo hratt sem það komst. Þannig lauk þessum þætti borgarastyrjaldai'inn- með fullkomnum sigri „Monitors“ John Ericson’s. Viðui'eignin á Hampton skipalægi, 9. marz 1862 mark- ar þýðingarmikil tímamót í sögu sjóhernaðarins. Nú hófst bygging turnskipa af ýmsum gerðum, sem allar voru þó grundvallaðar á sömu frumatriðum og bygg- ing „Monitors" John Ericson’s og reynslu þeirxd, sem af því skipi fékkst. En „Monitor" var um langt skeið mest umrædda skipið og í mestu áliti. Byggingar þessar áttu sér ekki eingöngu stað í herskipasmíðastöðvum Noi'ðurríkjanna heldur einnig með öðrum þjóðum. Bi'átt létu skipasmiðirnir sér ekki lengur nægja að byggja turndi'eka með einum bryntuimi heldur tveimur, sem snúa mátti eftir vild og þörfum. í því efni gengu Norð- uiTÍkin á undan. Slíkum tvítui'nuðum skipurn var það mest að þakka að Suðurríkin biðu úrslitaósigur í sjó- orustunni við Mobile Bay þann 5. ág. 1864. Þó turnskip þessi þættu hin ágætustu að orustuhæfni til sti'andvai'na og í bai'dögum veð önnur skip á grunnu vatni, kom brátt í ljós að þau voru ekki heppileg her- skip á höfum úti. Til þess höfðu þau of lítið rúm fyrir eidsneyti — kol. Hinir þungu bryntui'nar og stóru fall- byssur, ásamt því, hve lítið borð þau höfðu fyrir báru ollu því að í stói'sjó líktust þau mest neðansjávarbát- um, og var þó sízt til slíks ætlast. Ganghraði þeirra var auk þess lítill. Fi'am að árinu 1870 hafði hvarvetna í Evi'ópu verið leitazt við að x-áða bót á þessum göllum, og fjölda marg- ar gerðir höfðu smám saman séð dagsljósið. Það bygg- ingarlag, sem á þeim tíma vakti mesta athygli og mest var um rætt var hið svokallaða haffæra turnskip, „The Captain", sem enska flotastjómin lét byggja eftir teikn- 302 VlKINGUR i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.