Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 22
finnst þetta ef til vill fjarlægur draumur, en hver hefði trúað því fyrir svona tíu árum, að flogið væiá farþegaflug milli Ameriku og Evrópu með viðkomu á fslandi og Grænlandi allan árs- ins hring. Nú er þetta staðreynd. Við eigum að nota okkur til hins ítrasta alla þá ta’kni, sem vísindin geta í té látið, til að tryggja afkomu þjóðarinnar. Á það bæði við hvað fiskveiðar snertir, landbúnað og hagnýtingu afurðanna. Hugsum okkur að við réðum yfir flugvélakosti, sem gæti t. d. tekið afla frá bát, sem kemur að landi kl. 7 að kveldi, og flogið með hann til meginlandsine á markaði, þar sem varan væri svo seld neytendum til miðdegisverðar daginn eftir að fiskjarins var aflað. Hvílíkur regin- munur væri á slíkri vöru og hinni, sem búin er að liggja í ís í marga daga eða þá verið hrað- fryst og geymd vikum og mánuðum saman, get- ur hver meðalgreindur maður skilið. í Ameríku (U.S.A.) tíðkast nú orðið að flytja matvæli loftleiðis, t. d. grænmeti og nýjan fisk. Eftir nýfengnum upplýsingum er flutnings- gjald hjá einu félagi þar vestra $ 0,30 pr. tonn rnílu. En tækninni miðar ört áfram og mjög líklegt er talið að þessi flutningskostnaður minnki á næstu árum. Þó mér detti vitanlega ekki í hug að við eigum að setja alla okkar von á þessa möguleika, þá er vert fyrir okkur að gera nú þegar á næsta vetri tilraun í þessa átt. Þá er einn þáttur í allri viðleitni okk- ar að selja framleiðslu okkar erlendis, sem ég tel að hafi verið herfilega vanræktur. Á ég þar við hvað við höfum verið tómlátir með að hafa duglega sölumenn erlendis á hinum ýmsu stöð- um. Norðmenn hafa farið öðruvísi að, þeir hafa sína eigin menn dreifða um öll lönd, og margir þeirra vinna ötullega fyrir útbreiðslu norskrar vöru, enda hafa þeir líka sín sendiráð í öllum löndum. Það liggja að mörgu leyti eðlilegar or- sakir til þess, að við erum þarna eftirbátar, en nú verðum við nauðugir og viljugir að breyta hér um stefnu. Við þurfum að hafa íslenzka menn sem víðast í markaðslöndum okkar, sem eingöngu vinna að því að kynna íslenzka vöru. Mætti þetta vera með ýmsu móti, t. d. að það opinbera styrkti duglega verzlunarmenn til að setja sig niður úti, og sem síðan störfuðu sjálf- stætt, eða hinar ýmsu opinberu stofnanir, t. d. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, Fiski- málanefnd, Síldarútvegsnefnd, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samb. ísl. samvinnufélaga, Síldarverksm. ríkisins, og ef til vill fleiri, hefðu sína fulltrúa sem allra víðast. Sumar þessar stofnanir hafa haft fultlrúa erlendis, en mér finnst þó á skorta að þessu hafi verið gerð þau skil, sem vera þyrfti. Til þess að tryggja sem allra bezt íslenzka atvinnuvegi, þurfum við góð tæki til að afla vör- unnar, verksmiðjur og nýtísku tækni til að breyta framleiðslunni í beztu markaðshæfavöru, nægan skipakost til að flytja vöruna úr landi og svo síðast og ekki sízt góða aðstöðu á hinum erlendu mörkuðum til að afsetja vöruna. Qg ég fyrir mitt leyti trúi okkar eigin mönnum bezt til að gæta þar okkar eigin hagsmuna. Áður en svo ég skil við þetta mál, sem er rabb á ,víð og dreif um framtíð hins íslenzka sjávar- útvegs, þá vildi ég loks minna hér á mál sem er orðið beint dægurmál, afar aðkallandi. Við erum að stækka skipastólinn, en höfum ekki eins hugað fyrir um hvernig aðstaða þessara mörgu báta er þegar að landi kemur. Stærstu verstöðv- arnar á vetrum eru nú við Faxaflóa, í Vest- mannaeyjum og Ifornafirði. Það væri að mínu viti mjög óheppilegt, ef mikill hluti þessa báta- fjölda, sem við bætist, lenti til viðbótar á þess- um stöðum. Það þarf að dreifa honum til fiski- sælla staða. En til þess að það sé hægt, þarf að bæta hafnarskilyrðin frá því sem nú er. Það er að mínu viti mjög aðkallandi að hefjast nú þeg- ar handa um að byggja landshöfn á Rifi á Snæ- fellsnesi, bæta mikið hafnarskilyrði á Horna- firði fyrir Austl'irðingana og ef til vill með í- hlutun hins opinbera að koma þar upp hrað- frystihúsi. Þá er Þorlákshöfn svo í sveit sett, að nauðsyn ber til að láta ekki lengi dragast að gera þar höfn. Skal ég nú víkja nokkuð að þess- um stöðum hverjum fyrir sig. Engin sæmileg höfn er nú við hin fengsælu fiskimið kringum Snæfellsnes, nema þá ef telja skal Grundarfjörð, en innsigling þangað er oft erfið og nokkuð langsótt. Kemur þá að flestra dómi enginn annar staður til greina en Rif. Er Vitamálaskrifstofan að gera uppdrætti og áætl- un um þá höfn. Þar gætu þá margir bátar á vetrarvertíð haft starfrækslu sína, víðsvegar af landinu og sótt á Jökulmiðin, sem hingað til hafa verið talin einhver þau aflasælustu hér við land, en hafnleysi hingað til hamlað að hægt væri að nota þau sem skyldi. Það er kunnugt, að Austfirðingar sækja mjög til Hornafjarðar á vetrum, en höfn þar er ekki góð og landtaka því verri. Það er því óumflýj- anlegt, að gera eitthvert átak þarna fyrir Aust- firðingana, bæði hvað hafnarskilyrði snertir og tr.vggja það að hægt sé að verka aflann í landi. Ekki verður síður sagt að Þorlákshöfn liggi við fengsæl fiskimið, auk þess sem hún liggur steinsnar frá blómlegustu sveitum þessa lands. Frá Þorlákshöfn mætti stunda fiskveiðar allan ársins hring, og nægjanlegt sævarrými undan landi. Það eru margir fleiri staðir hér á þessu landi, sem aðhlynningar þurfa, en því eru þessir stað- ir nefndir hér,að mér finnst þeir mest aðkall- andi. Því að ef allur bátafjöldinn, sem flotinn VlKINGUR 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.