Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 53
annað en litið verðlagsnefndir landbúnaðarins hornauga, er verði að sækja til saka. Ekki með offorsi og hefnigirni, eins og virðist ætla að verða ofan á hjá sigurvegurunum út í hinni víðu veröld, heldur láta nægja að tekin verði af þeim ráðin, og helzt með því að sýna þeim fram á hvernig eigi að skipa þessum málum svo að betur fari. Það er bæði nauðsynlegt og fróðlegt að kynna sér þróun þessara mála. f upphafi, um 1932, er hið opinbera fór að skipta sér af verðlagi land- búnaðarafurða, mátti segja, að til þess væri nokkur nauðsyn, þar sem verð landbúnaðaraf- urða var óeðlilega lágt og hver bauð niður fyr- ir öðrum. Slík krepputímabil eru ekki ný fyrir- brigði, og skaða ekki síður launþegana en fram- leiðendurna. Að sumu leyti skapa þau sitt eigið móteitur og hafa þannig læknandi áhrif. Fram- leiðendur læra að beita meiri hagsýni og laun- þegar að virða meira það, sem þeim áður þótti fánýtt. Að minnsta kosti hefir það verið álitin hálfgerð hrossalækning að hækka verð á vöru, sem of mikið var til af eða almenningur gat ekki keypt. Sama er að segja um að hækka laun í atvinnuleysi, í staðinn fyrir að vinna að aukinni afurðaneyzlu og auknum verklegum fram- kvæmdum. Afurðasölulögin hafa líka reynzt mjög vafa- söm, bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Þótt mikill kurr væri í almenningi út af ýmsum þvingunarráðstöfunum í sambandi við þetta, þá sauð ekki beint upp úr með það fyrr en ófrið- urinn var byrjaður, en síðan má segja, að sí- felld úlfúð hafi ríkt milli framleiðenda til sveita og neytenda við sjávarsíðuna. Vorið 1939 var reynt að sporna við hækkandi verðlagi með ýmsum varúðarráðstöfunum af hálfu þess opinbera. Þessar fyrstu ráðstafanir gegn vaxandi dýrtíð voru fólgnar í því, fyrst og fremst, að hækkun landbúnaðarafurða skyldi hlíta sömu reglum og hækkun hins almenna kaupgjalds, þannig, að þáverandi hlutföll milli afurðaverðs og kaupgjalds skyldu haidast ó- breytt. Bannað var að hækka húsaleigu og út- lánsvexti í bönkum, og hert var mjög á verð- lagseftirlitinu. Þessar ráðstafanir gáfust yfirleitt mjög vel. Allt sumarið fram að ófriðarbyrjun hækkaði verðlag almennt ekki nema um 3%, en síðan fer að gæta hækkunarinnar af völdum' stríðsins, svo að í ársbyrjun 1940 er framfærzluvísitalan komin upp í 112 stig, en þá eftir áramótin stíga Framsóknarmennirnir það skrefið, er óheilla- samlegast hefir verið stigið um langt skeið hér á landi. Þeir komu því til leiðar á Alþingi, að verðlag landbúnaðarafurða var slitið úr tengsl- um við kaupgjald launþega. Um haustið rýkur vísitala Iandbúnaðarafurða upp í 163 stig (1. des. 1940) en þá er kaupgjalds- vísitalan 127 stig. Og þetta gerðist á sama tíma sem bæði sjóm'enn og aðrir launþegar höfðu látið til leiðast að gera ekki kröfu til fullrar dýr- tíðaruppbótar á kaup sitt. Þetta voru þakkirnar. Það er ólíklegt, að almenningur gleymi nokkurn- tíma þeim mönnum, sem valdir voru að þessu óhappaverki. Nú rak hver hækkunin aðra og hvergi var gefið eftir. Þegar afurðaverðið hækkaði, þá varð að hækka kaup. Þegar kaupið hækkaði, þá þótti nauðsynlegt að hækka afurðaverðið, og þannig gekk það koll af kolli. Það, sem batt svo rembihnútinn á þessa snöru, sem brugðið var um háls almenningi, var álit sex manna nefndarinnar frægu, sem hækkaði framfærzluvísitöluna úr 183 stigum upp í 272 stig. Afleiðingar allrar þessarar hringavitleysu þekkjum vér allir. Ríkissjóður hefir orðið að ausa út milljónum í tugatali og er að sligast undir að borga uppbætur á hinar innlendu neyzluvörur almennings, landbúnaðarafurðirnar. Fyrir daglaun verkamanna fást nú ekki nema 30 lítrar mjólkur í staðinn fyrir 47 I. 1939, og tæp 2 kg. af smjöri fyrir 4 kg. 1939, og annað fer eftir því. Verðstuðull lífsafkomu fjöldans „lifistandardinn“ hefur lækkað hjá öllum þorra manna, þrátt fyrir fjórföld laun á við það sem áður var, og þrátt fyrir mikið stöðugri vinnu en nokkru sinni áður, berst hver fjölskyldu- maður í bökkum við að hafa í sig og á. í verðlagsmálunum erum vér komnir á barm glötunarinnar, fyrir oss er ekki um annað að velja en að falla fram af eða að reyna með einhverjum ráðum að fika oss frá brúninni. En það verður ekki hægt nema allar atvinnugreinar þjóðfélagsins, launþegar jafnt og atvinnurek- endur, komi sér saman um einhverja viðunandi lausn á réttlátum grundvelli til að bjarga mál- unum við. Þessu ætti Farmanna- og fiskimanna- samband íslands að beita sér fyrir, og fylgja því fram af ekki minni dugnaði en gert var á síðasta þingi sambandsins viðvíkjandi nýsköpun sjávarútvegsins, í trausti þess, að sú ríkisstjórn, sem hafði stórhug og þroska til að beita sér fyrir hinum stórfelldu framtíðarplönum nýsköp- unarinnar hafi einnig vilja og djörfung til að kippa þjóðinni upp úr því niðurlægjandi á- standi, sem hún er nú fallin í hvað verðlags- málin snertir. Tillögur þær, sem hér um ræðir, voru í höfuð- atriðum á þessa leið: „Farmanna- og fiskimannasamband íslands beiti sér fyrir því að allar starfsgreinar sjó- mannastéttarinnar sameinist í einlægum ráð- stöfunum til að koma á samræmi í launum milli VÍKINGUR 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.